Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 11

Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 11
ÍSFIRÐINGUR 11 George Noel Gordon Lord Byron, enskt skáld, fæddur 1788 dáinn 1824. Gekk í skóla í Harrow og Cambridge, en sneri sér fljótlega að skáldskapnum, og varð frægur á skömmum tíma. Og þrátt fyrir mikla þátttöku hans í skemmtana- lífi urðu afköstin við ritstörfin mikil. Hann kvæntist 1815, en hjónabandið stóð stutt og mun eftirfarandi kvæði vera ort til konunnar nokkru eftir skilnaðinn. Almenningsálitið varð honum and- stætt eftir þetta, og fór hann úr landi og dvaldi víða í Suður-Evr- ópu. Hann átti ekki afturkvæmt til Bretlands, orti mikið á útlegð- arárunum, og að lokum fór hann sem sjálfboðaliði í her Grikkja, sem börðust þá við Tyrki. Hann veiktist snögglega og andaðist 19. apríl 1824 aðeins 36 ára gamall. FAR ÞÚ VEL Þér skal verða þó sú huggun þar sem dvelur hugurinn: Okkar barni blítt þú kennir byrjun málsins: „Faðir minn.” Þegar höndin hennar smáa heldur í þína, gleð ég mig. Hugsaðu þá til hans, sem ennþá hjartans glaður blessar þig. Far þú vel um eilífð alla, eilífð alla, far þú vel. Þótt þú hata mig nú munir, mitt skal ekkert hatursþel. Manstu brjóst, er birtist nakið, brjóst þar höfuð hvíldi þitt. Aldrei framar sætur svefninn svalar þér við hjartað mitt. Mun það brjóst, er birtist nakið, bjóða leynda hugsun þér. Þú munt síðar sjá og finna sannleikann um brot gegn mér. Þó að veröld þetta meti, þó hún brosi að okkar kvöl, þig mun lofið móðga meira en mig, sem engra kosta á völ. Þó að margir mínir gallar megi sjást, gat önnur hönd — sú er hélt mér fast í faðmi — flutt mig nú að dauðans strönd. Láttu sjálf ei bitra blekking blinda þig. Því ást sem var ekki slokknar eins og blossi, eða deyr sem brunnið skar. Því mun lengi þjást og blæða þitt og hjarta mitt í sorg. Og sem aldrei oftar munu okkur gleðja um lífsins torg. Það er þyngri sorg að sakna en sjá á eftir niður í gröf. Bæði að lifa — bæði að vakna, bæði ein, sem skilji höf. Þegar sérðu svipinn hennar sem að speglar andlit mitt, máské bifast hjartað heita við hugsun þína um mitt og þitt. Þú sást galla mína marga, mína kvöl þú skildir eigi. Öll mín von er við þig bundin, og verður svo á nótt og degi. Afl mitt allt og þrek er þrotið, þrotið stolt, sem heimur braut ei. Þú sem brást mér, beygt mig hefur brotin er mín sál — ég dey. Nú eru orð mín einskis virði, öllu lokið, fjörið dvín. Hugsun mín þó hættir ekki: Hækkar, stækkar, leitar þín. Far þú vel. — Á flótta vonlaus fer ég nú úr þessum stað. Einn og særður, yfirgefinn. Er til dauði verri en það? Óskum starfsfólki voru á sjó og landi og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. FROSTIHF. SÚÐAVÍK Öskum starfsfólki voru á sjó og landi og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. Hraðfrystihúsið Hjálmur hf. FLATEYRI Óskum starfsfólki voru á sjó og landi og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. Hraðfrystihúsið hf. HNÍFSDAL

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.