Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 18

Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 18
18 ISFIRÐINGUR KAUPMENN - KAUPFÉLÖG Jólaávextirnir eru komnir, margar tegundir — nýir og niðursoðnir. Einnig alltaf fyrirliggjandi: ORA niðursuðuvörur FRIGG hreinlætisvörur FRÓN kex margar tegundir Plastvörur frá PLASTOS 1001 tegund DELICATE krydd 58 tegundir KAABER kaffið vinsæla. Allar almennar bökunarvörur. Fjölmargar aðrar vörutegundir frá heimsþekktum framleiðendum. Lækkið vöruverðið verslið við SANDFELL HF. ISAFIRÐI GLHM.BG JÓL! FARSÆLT m ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. FLUGFÉLAGIÐ ERNIR HF. 1. I Súðavík er suddi og regn, svalir vindar næða. Náttúrunnar nepju gegn nægir sig að klæða. 2. Tjáir lítt að tala’ um vit, trautt það bætir haginn. Bara lietta bölvað strit bjartan sumardaginn. 3. Vel er unnið, það virðist mér, verður því margur efnaður. Og lífið er fiskur hjá flestum hér: frosinn, hertur og saltaður. 4. Mistur í lofti uin miðjan dag; úr moldinni grösin spretta. Azevedo fókk aftur slag. — Hvort ætli hann lifi þetta? 5. Búvöruhækkun birtist ný; liuddan af því mun vita. Og sjónvarpið komið í sumarfrí, en sífellt ég er að strita. 6. Enn mig skortir ekki duginn, eg á nægan þrótt. En eftir fimmta áratuginn ævin líður fljótt. 7. Löngum Gróa lýgur hratt; lýðir slíka hylla. Þegar skáldin segja satt sárnar mörgum illa. 8. Ef mig rekur upp á sker, eins þó til þess vinni, vera kann þú veitir mér, vinur, þitt liðsinni. 9. Ennþá hroðaafbrot skeð alþjóð skall í tönnum. Samt ég hefi samúð með svona ólánsmönnum. 10. Vissulega vegur beinn, vís til bættra kjara, til er reyndar aðeins einn; afla fjár — og spara. 11. Yrkja mundi itran brag, fEnn skín sól á völlinn). Og hefði ég betri hrygg í dag hlypi ég upp á fjöllin. 12. Líkar (leiðist) mér á Langeyri, lýð það gef til kynna. Er þar hvergi (víðast) óþverri, engin (eintóm) þrælavinna. 13. Guð lét hanna hreina jörð; honum lík var þessi gjörð. Síðan manna — setti — hjörð á Súðavík við Álftafjörð. 14. Knár í sókn og knár í vörn, kindum vi.ll hann sinna. Þannig er hann bóndi Björn, — Björn, sem reykir minna. 15. Fer í margan fiskitúr, feyki aflaslyngur. Kann að salta körum úr Kristján Bolvíkingur. 16. Atvinnuleysi mun ekki þekkt, svo engum er þaS til baga. Og öllum þykir hér eðlilegt að erfiða flesta daga. 17. Oft hið smáa andinn sér, af því muntu frétta. Lið þú, Jónas lagðir mér; lengi man ég þetta. 18. Virðist liagstætt veðurfar, (víst mun hlé á striti), ágætt skyggni í Æðey var, átta stiga hiti. 19. Gleðu'r andann, glæðir von greitt um ljóð að spjalla. Hitti Ragnar Helgason, — hagyrðinginn snjalla. 20. Sjáleg meyjan saup af stút, svo og önnur kvinna. Þar að auki hafði „hrút,” — henni dugði ei minna. 21. Sízt frá víkur sómanum; sig mun slíkur lierða. Áki líkist afanum og mun ríkur verða 22. Hans er Ijóðahyggja rík, Halla lofið flétta. Þó liann sé úr Súðavík, segi ég um hann þetta. 23. Það er hálfgerð þraut að yrkja eina vísu alla daga — utan vafa. Upp þarf margt að finna — grafa. 24. Bærilega baslið gekk, bati kom i haginn. Þarna tíu þúsund fékk þennan laugardaginn. 25. Súðvíkinga ei svekkir letin, sullast þeir í fiskinum. Og hérna er ég mikils metinn meðan ég vinn með höndunum. 26. Greitt sá skundar gæfustig, góðkunn sjómannshetja. Það er hann gamli Þórður Sig., sem þykir yndi að fletja. 27. Þá er komið þurrviðri, þrungin vælu jörðin. Lýsir sól á Langeyri; logn um Álftafjörðinn. 28. 1 Reykjavík er regnið þétt, rósemd haggað getur. Lófastóran Ijósan blett leit þó karlinn Pétur. 29. Það er bæði blítt og strítt breiðan lífsveg skunda. Mannhundana met ég lítt, -— meira aðra hunda. 30. Fýsir nú á fjöll að ganga frú og hal. Nú fer mig að langa, langa í Laxárdal. 31. Það er sérstök nnun að prfiða með Jóni og Hálfdáni. Ég held nú það, — hetjumenni á Fróni. Eflirmáli og skýringar: Margt er sér til gamans gert /geði þungu að kasta, o.sfrv. I júlímánuði sl. datt undir- rituðum í hug að yrkja eina vísu á degi hverjum þann mánuð. Ég hef skrifað dagbók í 37% ár og aldrei fallið úr dagur. Þetta er kannski ekki merkilegt út af fyrir sig, en talsverða staðfestu þarf til að láta aldrei deigan síga í þessu efni, hvernig sem annars einkahögum er háttað. Það skal tekið fram, að á nefndum tíma vann ég erfið- isvinnu, alltaf tíu tíma á degi hverjum og stundum meira. Oft á helgidögum. Vísurnar urðu til við vinnuna. Skrifað- ar fyrst, er vinnu var lokið seint að kvöldi. Það skal tekið fram, að liér er ekki um skáld- skap að ræða, heldur rímaðar hugsanir, einfaldar i sniðum, og fjalla mest um menn og málefni afmarkaðs byggðar- lags: Súðavíkur í Álftafirði, Norður-lsafjarðarsýslu. Þar er ég skólastióri, þegar þetta er ritað, í byrjun ágústmánaðar 1976. t Súðavík búa rúm tvö hundruð manns og liafa flest- ir lífsframfæri sitt af fisk- vinnslu og fiskveiðum. Um Súðavík má m.a. lesa i Árbók Ferðafélags lslands fyrir árið 1949, eftir Jóhann Hjaltason, fyrrverandi skólastjóra i Súða- vík og kunnan fræðimann. Er lesendum þessa spjalls liér með bent á þetta rit, bls. 62— 71. Til þess að lesendur geti betur áttað sig á efni sumra vísnanna, fylgja hér nokkrar skýringar við þær: Nr. 5. Búvörur hækkuðu i verði mánudaginn 5. júli. Nr. 6. Höfundurinn er orð- inn rúmlega fimmtugur. Nr. 12. Vann á Langeyri við fisk. Þar reistu norðmenn hvalveiðistöð upp úr 1880. Nr. 14. Björn Jónsson frá Hattardal, bóndi og smiður í Súðavík, á alnafna í Súðavík. Nr. 15. Kristján Þórður Kristjánsson, fiskmatsmaður og skipstjóri frá Bolungarvík, f. 1908. Nr. 17. Jónas Skúlason, 17 ára piltur, gerði mér greiða. Nr. 19. Ragnar Helgason frá Hlíð, nú í Hafnarfirði, f. 1900, hefur gefið út eina ljóðabók: Haustvindar, Rvk. 1960. Nr. 21. Áki Sigurðsson, 16 ára. Afi lians er Áki Eggerts- son, kaupmaður í Súðavík. Nr. 22. Hálfdán Kristjánsson, menntaskólanemi, kann mikið af ljóðum, t.d. meginhluta ljóða Steins Steinarrs. Nr. 26. Þórður Sigurðsson (f. 1906) skipstjóri. Dugnað- armaður. Nr. 28. Pétur Pétursson út- varpsþulur sagði í mprgunút- varpi, að hann sæi örlítinn ljósan blett í Esjuhliðum. Nr. 31. Vann í togaranum Bessa við uppskipun á fiski. Samverkamenn: Jón Jóhannes- son, stúdent og Hálfdán Krist- iánsson, sem áður er nefndur. A.B.S.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.