Ísfirðingur - 14.12.1992, Síða 17

Ísfirðingur - 14.12.1992, Síða 17
ISFIRÐINGUR 17 Stefán Gíslason, Hólmavlk: Horft um öxl á Ströndum - (og lítið eitt fram á við). Hólmavíkurkirkja vakir yfir byggðinni og er óneytanlega reysuleg bygging og skemmtilega staðsett. Spurningar vakna. Þegar jól og áramót nálgast leitar margt á hugann og spurn- ingar vakna, á borð við þessar: Hvað tekst okkur að eyða miklum peningum fyrir jólin? Hefur árið sem er að líða fært okkur eitthvað sem léttir lund á þessum voðalega erfiðu tímum, senr eru víst þeir síðustu og verstu frá því að land byggðist? Verður næsta ár jafn hræðilega erfitt og þetta ár? Vestfjörðum. Ráðinn hefur verið ferðamálafulltrúi, og í lok októ- ber stofnuðu Strandamenn sitt eigið ferðamálafélag. Félags- stofnun á norðursvæði Vestfjarða er einnig í undirbúningi. Þetta endurspeglar þá vitneskju Vest- firðinga, að til þess að ná árangri í ferðaþjónustu verða menn að vinna sarnan. Ferðamenn eru nefnilega alltaf að korna einhvers staðar frá og eru á leiðinni eitt- hvert, þannig að enginn getur þóst vera eyland í þessum efnum. Nær allir, sem urn þessi mál hafa fjallað, eru sammála um að Vestfirðir eigi mikla framtíð fyrir sér sem ferðamannasvæði. Óspillt og hrikaleg náttúra er það sem ferðamenn sækjast mest eftir á Vesttjörðum, og þessir kostir verða sennilega æ mikilvægari í háværum heimi hraða og mengu- nar. Þetta eru náttúruauðlindir, sem gerast sífellt fágætari og dýrmætari. Ferðaþjónustan er ein stærsta útflutningsatvinnugrein þjóðar- innar. Þessu hafa menn ekki gert sér nægjanlega grein fyrir, en þegar tölur eru skoðaðar kemur þetta glöggt í ljós. Þessi grein hefur það auk þess sér til ágætis að búa yfir vaxtarmöguleikum, sem erfitt er að koma auga á í hinum hefðbundnu undirstöðu- greinum. Þar er allt bundið ein- hverjum kvótunr. Stofnstærð ferðamanna eru hins vegar lítil takmörk sett, ef frá eru talin þau takmörk sem nauðsynleg kunna að vera til verndunar viðkvæmra landsvæða. Strandamenn geta eins og aðrir Vestfirðingar rennt hýru auga til framtíðarinnar í þessurn efnum. En ekkert gerist af sjálfu sér. Stefnt er að því að á næstu vikurn fari af stað umræðuhópar á vegum hins nýja ferðamálafélags, sem fjalli um hins ýmsu mál, sem snerta ferðaþjónustuna á Strön- dum, s.s. markaðssetningu, merkingar, minjagripafram- leiðslu og umhverfisvernd. Þetta er alla vega jákvætt. Ibúaþróun og byggingar. Á árinu varð sprenging á hús- næðismarkaði á Hólmavík. Þar eru nú í byggingu 9 íbúðir, þar af aðeins tvær í félagslega íbúðar- kerfinu. Allar hinar eru einbýlis- hús. Margir hafa spurt um ástæð- ur þessarar hröðu uppbyggingar á tímum, þegar slíkt er í lágmarki á flestum landshornum. Þessum spurningum er erfitt að svara með tölulegum staðreyndum um batnandi fjárhag. Þetta er bara svona. Ástæðan hlýtur fyrst og frernst að liggja í trú fólksins á sjálft sig og framtíðina. Hvað sem grassprettunni líður, þá er grasið ekkert grænna hinum megin við lækinn, og þangað þýðir heldur ekkert að ætla sér að sækja vatn. Enn er of snemmt að vitna í tölur Hagstofunnar um íbúafjölda 1. des. 1992. Þó virðist Ijóst að íbúum í Hólmavíkurhreppi ljölgi nokkuð milli ára, fjórða árið í röð, og ef svo fer sem horfir mun íbúafjöldinn fara yfir töluna 500 í fyrsta skipti í nær 30 ár. Þetta er alla vega jákvætt. Félagsheimilið. I stríðslok keyptu nokkrir framtakssamir Hólmvíkingar bragga af breska hernum við Reykjaskóla. Þessi braggi var fluttur til Hólmavíkur og settur þar upp til bráðabirgða sem félagsheimili. Síðan eru liðin 46 ár. Á þessu ári hillir loks undir það, að Hólmvíkingar geti gert sér glaðan dag í nýju félagshei- mili, sem jafnframt verður fyrsta íþróttahúsið á Ströndum, sem kalla má því nafni. Þarna er nú unnið af kappi við frágang innanhúss, og á útmánuðum ætti 1. áfangi hússins að komast í fulla notkun. Til þessa verks hefur verið varið um 50 milljónum króna á núvirði, sem er vissulega rnikið átak fyrir lítið byggðarlag. En það gefur auga leið, að góð aðstaða til iðkunar félags- og íþróttastarfs er, rétt eins og tæki- færi til menntunar, einn af þeim þáttum sem auðgar hið daglega líf og treystir búsetu. Þetta er alla vega jákvætt. Lokaorð. Lífið er ekki allt dans á rósum. En ef við leggjum okkur fram við að gleðjast yfir rósunum, stinga þyrnarnir ekki eins óþyrmilega. Og ef margir leiðast verða sporin léttari. Tímarnir sem við lil'um á, eru örugglega þeir síðustu til þessa, en jafn örugglega ekki þeir verstu. Gefum bölmóðnum frí, og leitum lausna á vandamálum þar sem lausnir er að finna. Megi jólin verða Vestfirðing- urn og landsmönnum öllurn gleðileg og áramótin friðsæl. Þessa daga þurfurn við að nota til að rifja upp kynnin við eigin fjölskyldur og hugleiða hvaða þættir hins daglega lífs eru mikilvægari en aðrir. Etv. höfum við gleymt einhverju í þessu sambandi á liðnum vikum. Stefán Gíslason, Hólmavík. Það má segja að það sé frekar óvanaleg sjón í sjávarpláss- um Vestfjarða nú allra síðustu áriin, að sjá fólk við byg- gingarvinnu. Fátt um svör. Svörum við fyrstu spurning- unni verða ekki gerð skil í þessum pistli. Þó væri etv.allt í lagi að leiða hugann af því, ef við höfum tíma til þess, hvaða þýðingu það hefði fyrir þjóðarbúið ef ís- lendingar sameinuðust um að kaupa íslenskt konfekt fyrir jólin. Það skyldi þó aldrei vera, að það nryndi hressa dálítið upp á þjó- ðarútgerðina. Kannski ættum við að taka okkur nokkurra vikna hlé frá kvarti og kveini og nota tím- ann til að rneta þann styrk sem býr í okkur sjálfum, íslendingum; svona eins og leikhlé í körfu- boltaleik. Þriðju spurningunni verður ekki heldur svarað til fulls. Reyndar er alltaf erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Og hvort sem maður þykist forspár eður ei, er ekkert nauðsynlegt að sjá djöfulinn í hverju horni. Ef til vill er árangursríkara að leita lausna á vandamálum sínurn, þar sem slíkar lausnir er að finna, heldur en að draga kjark úr sjálf- um sér og öðrum með stöðugu svartsýnisrausi. Þegar talið berst að framtíðinni, er ekki úr vegi að leita í smiðju spámannsins, amk. ekki ef maður þykist ekki forspár sjálfur. Á ekki jólafastan hvort sem er að vera tími íhugunar? Spámaður Kahlils Gibrams segir nefnilega: „Er ekki ótti við þorsta þegar brunnur þinn er fullur, sá þorsti sem ekkert fær svalað“. „Höfum við gengið...“? Þá er röðin (sem einhverjum kann etv. að finnast nokkuð ein- kennileg) komin að spurningu númer 2, þessari um árið sem er að líða og það sem það hefur fært okkur á þessurn voðalega erfiðu tímum. Þar er þá fyrst til að taka, að sífellt urntal um þessa voða- lega erfiðu tíma gerir tímana bara Þessi sjón vakti mikla athygli ferðamanna sem leið áttu um Hólmavík á síðastliðnu sumri. Heilt hverfi íbúðarhúsa var reyst á Hólmavík í sumar auk framkvæmda við myndariegt félagsheimili (hvíta stóra húsið í hlíðinni ofantil við íbúðarhúsin). ennþá erfiðari. Þess vegna skul- urn við bara hætta þessu væli og reyna að horfa á björtu hliðarnar. Hér verða ekki taldar upp tölu- legar staðreyndir um merkisárið 1992. Þess í stað verður minnst á örfá atriði, sem eftir standa. Öldungadeild á Hólmavík. Á árinu náðist merkur áfangi í menntunarmálum Strandamanna, þegar öldungadeild frá Fram- haldsskóla Vestfjarða tók til starfa á Hólmavík í september. Þegar þetta er ritað eru nemendur í deildinni að takast á við sín fyrstu próf, og undirbúningur undir næsta misseri er í fullum gangi. Alls stunda nú 17 nem- endur nám í öldungadeildinni. Það gefur auga leið, að tækifæri til menntunar í heimabyggð er einn af þeirn þátturn sem auðgar hið daglega líf og treystir búsetu. Öldungadeildin á Hólmavík er fyrsta vísbendingin um það, á hvern hátt stofnun Framhalds- skóla Vestfjarða getur stuðlað að dreifðu framhaldsnámi á Vest- fjörðum. Fleira á eftir að koma í kjölfarið. Þar má nefna hug- myndir um framhaldsdeild á Patreksfirði omfl. Framhaldsdeild á Hólmavík hefur einnig verið í umræðunni, og gæti orðið að veruleika innan fárra ára. Þetta er þó alla vega jákvætt. Ferðaþjónusta í sókn. Á árinu 1992 ákváðu Vest- firðingar að taka höndum saman til að styrkja ferðaþjónustu á

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.