Morgunblaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010
MIKIL flugumferð var yfir gos-
stöðvarnar á Fimmvörðuhálsi í gær
og samkvæmt upplýsingum frá
flugturninum á Reykjavík-
urflugvelli var oft um tugur véla í
einu á lofti og stefndu þær austur
eða voru á leið til baka. Gera má
ráð fyrir að fjölmargar flugvélar
hafi farið austur frá öðrum flug-
völlum. Á morgun og næstu daga
verður boðið upp á útsýnisflug í
þyrlu yfir gosstöðvarnar en slíkt
kostar reyndar skildinginn.
Fyrir þá sem ekki eiga kost á að
skoða gosið úr lofti má mæla með
að skoða gosið frá Fljótsdal, innsta
bænum í Fljótshlíð. Fyrir ofan bæ-
inn rís Þórólfsfell (595 m.y.s) en
ganga á fellið býður upp á enn
betra útsýni. Á fjallinu eru raunar
vefmyndavélar frá Mílu og Voda-
fone sem hægt er að fylgjast með á
vefjum fyrirtækjanna.
Í dag og næstu daga mun Norð-
urflug bjóða upp á útsýnisflug í
þyrlu frá Hótel Rangá. Gjald á
mann er á bilinu 35-50.000 krónur,
eftir því hversu túrinn er langur.
Þyrluþjónustan mun bjóða upp á
þyrluflug frá Skógum og kostar 25
mínútna túr 43.000 krónur á mann.
Ýmsar leiðir til
að skoða eldgosið
Gosið Þingmenn Suðurkjördæmis
flugu yfir gosið með Gæsluvél í gær.
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands-
björg hvetur fólk til að virða fyr-
irmæli lögreglu og björgunarsveita
um það hvaða svæði eru lokuð vegna
hættu frá gosinu á Fimmvörðuhálsi.
Fólki er heimilt að ganga upp á háls-
inn, en slík ganga er aðeins fyrir fólk
sem er vant fjallgöngu að vetrar lagi.
Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðs-
stjóri slysavarnasviðs Lands-
bjargar, segir að ákveði fólk að fara
um Mýrdalsjökul til að sjá til gos-
stöðvanna sé mikilvægt að farið sé
mjög nákvæmlega eftir hinni hefð-
bundnu leið um jökulinn.
Um fimm tíma tekur að ganga frá
Skógum að gosstöðvunum. Öll um-
ferð um veginn upp á Fimmvörðu-
háls er bönnuð. Tveir jeppar festu
sig þar í gær og þurftu ökumenn að
kalla eftir aðstoð.
Nánari upplýsingar um öryggi við
eldstöðvar má finna á landsbjorg.is.
runarp@mbl.is
Fólk fari með gát
Fólk er hvatt til að virða hættumörk við gosstöðvarnar
Þeir sem eru vanir fjallgöngu mega fara á Fimmvörðuháls
���
�����������
������
�������
�����
�������������
��������������
Skáli í Langadal
Skáli í Básum
Skáli Útivistar
Húsadalur
Eyjafjallajökull
Krossá
ÞÓRSMÖRK
GOÐALAND
Eldgos
Mýrdals-
jökull
Gönguleiðin
frá Skógum í
Þórsmörk um
Fimmörðuháls
Útsýnisstaðir yfir gosið
Fljótsdalur
Þóróflsfell
Markarfljót
FLJÓTSHLÍÐ
(Hvolsvöllur)
Tindfjöll
Baldvinsskáli
Hættusvæði
5 km radíus
umhverfis gosið (Skógar)
Gíg-
jökull
Einhyrningur
– Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
AUKINN kraftur færðist í eldgosið í
Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi og sást
eldurinn víða að, meðal annars úr
Fljótshlíð.
„Þetta blasir við okkur héðan úr
Hlíðinni. Eldstólparnir ná hátt upp og
á himninum sjáum við rauðan bjarma.
Í þessum töluðum orðum sé ég fjórar
eldsúlur og umferðin á veginum hér
um sveitina er mikil og þung. Mér
finnst í raun stórkostlegt að geta séð
þetta út um gluggann heima hjá
mér,“ sagði Jens Jóhannsson, bóndi á
Teigi í Fljótshlíð, í samtali við Morg-
unblaðið seint í gærkvöldi. Aðspurður
sagðist Jens engan kvíðboga bera
gagnvart gosinu. Hins vegar hefðu
menn allan varann á sér með tilliti til
hugsanlegrar flúormengunar úr
gjósku sem getur verið búpeningi, þá
einkum sauðfé, mjög skeinuhætt.
Eldgosið sást víða í gærkvöldi,
enda nánast heiðskírt og veður al-
mennt með besta móti. Gosið sást til
dæmis vel úr Laugardal og víðar í
uppsveitum.
Morgunblaðið/RAX
Eldgos Gosmökkurinn frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi er tilkomumikill. Í samanburði er maðurinn smár og mik-
ilvægt að fara varlega, eins og lögregla brýnir fyrir fólki þótt reglur um ferðalög um svæðið hafi verið rýmkaðar.
Eldstólparnir
ná hátt upp
Aukinn kraftur í gosinu í gærkvöldi
Til greina gæti komið að nefna
fjallið sem myndast hefur í eld-
gosinu Fimmvörðufjall enda er
það á Fimmvörðuhálsi. Einnig
mætti kenna það við Hrunagil,
þar sem þung elfur hraun-
straums fellur fram frá gos-
sprungunni. Þetta segir Svavar
Sigmundsson, örnefnafræð-
ingur og fv. starfsmaður Stofn-
unar Árna Magnússonar.
Áður var hlutverk örnefna-
nefndar að finna nýjum nátt-
úruvættum heiti. Má þar nefna
Surtsey og Eldfell, en ýmsar til-
lögur voru komnar fram þegar
nefndarmenn tóku af skarið. Nú
er sá háttur hafður á að Land-
mælingar Íslands og nafnfræð-
ingar fara yfir mál og gæta þess
að örnefnin standist kröfur með
tilliti til málfræði og fleiri atriða
svo þau megi skrá og setja á
kort.
Fimmvörðufjall?
Morgunblaðið/Árni Sæberg