Morgunblaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
SLÉTTIR níu mánuðir eru liðnir frá
undirritun stöðugleikasáttmála
heildarsamtaka á vinnumarkaði, rík-
isstjórnarinnar og sveitarfélaga.
Kjarasamningar á almenna vinnu-
markaðinum voru framlengdir á
grundvelli sáttmálans, fyrst fram í
nóvember og frá þeim tíma aftur um
heilt ár. Einnig var gengið frá samn-
ingum við stóra hópa opinberra
starfsmanna.
Sáttmálinn er fullur af áformum
og loforðum um aðgerðir til end-
urreisnar atvinnu- og efnahagslífs.
Þó ýmis mál hafi gengið eftir eru þó
fjölmörg fyrirheit um aðgerðir og
framkvæmdir enn óuppfyllt. End-
urreisn bankanna hefur gengið eftir
eins og lagt var upp með en eitt af
stærstu málum sáttmálans var að
koma í gang stórframkvæmdum til
að stuðla að aukinni atvinnu. Stefnt
var að því að viðræðum ríkisstjórnar
og lífeyrissjóða um fjármögnun stór-
framkvæmda yrði lokið fyrir 1. sept-
ember 2009. Þeim viðræðum er ólok-
ið og fá verkefni komin í gang.
Deila komin upp um lögfestingu
framlaga í starfsendurhæfingu
Ríkisstjórnin lofaði að greiða götu
framkvæmda á borð við álver í
Helguvík og stækkun í Straumsvík.
Stjórnvöld hafa verið harðlega gagn-
rýnd fyrir að hafa þvert á móti tafið
fyrir uppbyggingu orkuvera. Tals-
menn stjórnvalda hafa mótmælt
þessu og bera því við að tafir stafi
fyrst og fremst af erfiðleikum við að
fjármagna framkvæmdirnar. Harðar
deilur Samtaka atvinnulífsins við
stjórnvöld vegna endurskoðunar
fiskveiðistjórnunarkerfisins og
skötuselslaganna hafa valdið því að
SA lítur svo á að sáttmálanum hafi
nú verið slitið. Þá er komin upp deila
aðila vinnumarkaðarins og stjórn-
valda þar sem ríkisstjórnin hafi ekki
efnt það loforð að lögfesta gjald í
Starfsendurhæfingarsjóð. Einnig
átti að gæta sérstaklega að því að
ekki yrði gengið langt í að auka hlut-
deild tekjuöflunar ríkisins með
skattahækkunum í erfiðum aðgerð-
um í ríkisfjármálum. Sett voru fram
markmið í efnahagsmálum, m.a. um
að stýrivextir yrðu komnir í eins
stafs tölu fyrir 1. nóvember. Það
mark náðist í janúar.
SA hefur birt yfirlit yfir efndir og
vanefndir fyrirheita í sáttmálanum.
Forsætisráðuneytið brást við og birti
yfirlit yfir aðgerðir sem eru í gangi
eða áform eru um, einkum í atvinnu-
málum. Sjá samanburð hér að ofan.
Morgunblaðið/Eggert
Níu mánaða Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður með viðhöfn í Þjóð-
menningarhúsinu 25. júní í fyrra. Nú ríkir óvissa um framhaldið.
Stöðugleikasáttmálinn
- efndir og vanefndir
1Aðgerðaáætlun íríkisfjármálum
Ríkisútgjöld þurfa að lækka
um 50milljarða á næsta
ári til að staðið verði við að 45%
aðlögunaraðgerða sé mætt með
skattahækkunum og 55%með
gjaldalækkunum.
Unnið að heildarendur-
skoðun á sköttum og
tekjuöflun ríkisins. Áfangaskýrsla
á að liggja fyrir í júní. Áætlað að
stærðargráða aðhaldsaðgerða
þurfi að vera nálægt 50
milljörðum kr á árinu 2011, 30
milljörðum árið 2012 og 20
milljörðum 2013.
2Bætt staðalántakenda ogskuldsettra heimila
Ríkisstjórnin kynnti
umfangsmiklar aðgerðir
17. mars 2010. Með þeim var
komið til móts við gagnrýni
verkalýðshreyfingarinnar og
hefur ASÍ lýst stuðningi við þær.
Samráðshópur fundar
reglulega. Frumvarp um
sérstakar aðgerðir samþykkt
sem lög 23. október sl.
Viðbótarúrræði vegna skulda
heimilanna voru kynnt 17. mars.
3Framkvæmdir til aðstuðla að aukinniatvinnu
(Ríkisstjórnin lofaði að greiða
götu stórframkvæmda fyrir
1. nóv 2009.Viðræðum við
lífeyrissjóði um fjármögnun
framkvæmda átti að vera lokið 1.
september 2009).
Hindranir á sviði orkumála
standa í vegi framkvæmda
vegna álvera og annarra
iðnaðarkosta. Framkvæmdir
við álver í Helguvík tefjast, m.a.
vegna óvissu um orkuöflun.
Skipulagsmál tefja uppbyggingu
orkuvera á Suðurnesjum og
ríkisstjórnin hefur stöðvað
undirbúning virkjana í neðri
hluta Þjórsár. Undirbúningur
Búðarhálsvirkjunar í eðlilegum
farvegi.
Viðræðunefndin hefur
unnið að skilgreiningu
verkefna sem til álita koma
gagnvart fjármögnun
lífeyrissjóðanna. Vegagerðin
hefur unnið arðsemismat
á framkvæmdum s.s.
tvöföldun Suðurlandsvegar og
Vesturlandsvegar um Kollafjörð,
Vaðlaheiðargöngum, Sundabraut
og Hvalfjarðargöngum.
Vinnu-hópi ætlað að gera
tillögu um hvernig háttað
skuli einkaframkvæmdmeð
veggjöldum. Forval er í gangi
vegna háskólasjúkrahúss,
undirbúningur að
samgöngumiðstöð í Reykjavík og
stækkun flugstöðvar á Akureyri
vel á veg kominn. Óvissa og
erfiðar aðstæður til fjármögnunar
hafa tafið ákvarðanir um
fjárrfestingar í orkufrekum iðnaði
og við virkjanir. Fjölmörg verkefni
eru í undirbúningi.
4Endurreisnbankanna
Eignarhald kröfuhafa
á Arion banka og
Íslandsbanka hefur uppfyllt
markmið sáttmálans.
Endurreisn
viðskiptabankanna lauk
í desember. Eiginfjárframlag
ríkisins til bankanna nemur 135
milljörðum og er 250 milljörðum
lægra en upphaflega var gert
ráð fyrir.
5Endurreisnatvinnulífsins ogsamfélagsleg ábyrgð
Nefnd aðila sáttmálans
vinnur að tillögum í þessu
máli.
Hópurinn hefur haldið 5
fundi og stefnir að því að
skila af sér eins fljótt og hægt er.
Salvör Nordal hefur verið fengin til
að greina hvaða viðmið skuli tekin
til skoðunar.
6Hömlur á gjaldeyris-viðskipti(Hömlum á
gjaldeyrisviðskiptum á skv.
sáttmálanum að aflétta í
áföngum og var miðað við að
hömlum á nýrri fjárfestingu yrði
aflétt fyrir 1. nóv. sl.)
Gjaldeyrishöftin hafa verið
hert og afnám þeirra er ekki
í sjónmáli.
Fyrstu skrefin í afnámi
haftanna voru stigin í
nóvember sl. Stefnt er að því
að stíga næstu skref til frekara
afnáms hafta þegar aðstæður
hafa skapast.
7Málefni sem snúasérstaklega aðsveitarfélögum
Unnið að mótun
hagstjórnarsamnings ríkis
og sveitarfélaga. Verkefnið er
langt komið og drög að tillögum
liggja fyrir.
8Málefnilífeyrissjóða
Nefnd aðila að
stöðugleikasáttmálanum
hefur nýlega hafið störf.
Samráðshópur sem
skipaður var í byrjun
febrúar á að ljúka störfum á
árinu 2010.
9Lækkun vaxta(Aðilar vinnumarkaðarinssögðust treysta því að
stýrivextir yrðu komnir í eins
starfs tölu fyrir 1. nóvember sl.)
Vextir hafa lækkað minna
en vonast var til.
Seðlabankinn steig enn
eitt vaxtalækkunarskrefið
17.mars með lækkun stýrivaxta
um 0,5 prósentur. Stjórnvöld
vænta þess að með auknum
gengisstöðugleika og lækkun
verðbólgu aukist enn svigrúm til
frekari vaxtalækkunar.
10Samstarfum eftirlit ávinnumarkaði og
vinnustaðaskírteini
Frumvarp um
vinnustaðaskírteini hefur
verið lagt fram á Alþingi
Félags- og
tryggingamálaráðherra
hefur mælt fyrir frumvarpi um
þetta efni.
11Framkvæmdyfirlýsingarríkisstjórnarinnar
frá 17. febrúar 2008
Hvorki gjaldskylda
atvinnulífsins né framlög
lífeyrissjóða hafa verið lögfest.
Fjármála- og
menntamálaráðherra
munu beita sér fyrir
tímasettum aðgerðum um
starfsendurhæfingarsjóð
o.fl. Til að lögfesta gjald í
starfsendurhæfingarsjóð
þarf að breyta lögum en það
hefur dregist. Frumvarp um
lögfestingu gjalds til sjóðsins
frá lífeyrissjóðum liggur fyrir
og mun fjármálaráðherra
leggja það fram. Félags- og
tryggingamálaráðherra mun
leggja fram frumvarp varðandi
lögfestingu gjalds til sjóðsins frá
atvinnurekendum.
12Fyrirvari SA vegnasjávarútvegsins
Engin sátt er við atvinnulífið
um áformaðar breytingar
á stjórnkerfi fiskveiða og málið
ekki farið í þann sáttafarveg sem
heitið var. Samtökin líta svo á að
sáttmálanum hafi verið slitið af
hálfu ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórnin
vísar því á bug að
stöðugleikasáttmálanum
hafi verið slitið af hálfu
ríkisstjórnarinnar með samþykkt
Alþingis á skötuselsfrumvarpinu.
Ekkert sé fjallað um skötusel í
stöðugleikasáttmálanum og þar
gefi ríkisstjórnin engin fyrirheit
um þau mál.
13Framgangursáttmálans
Samtökin líta svo á að
sáttmálanum hafi verið
slitið af hálfu ríkisstjórnarinnar.
Nokkrir samráðshópar
vinna að afmörkuðum
þáttum.M.a. samráðshópur
um bætta stöðu lántakenda og
skuldsettra heimila sem fundar
reglulega og samráðshópur um
málefni lífeyrissjóða skipaður í
febrúar o.fl.
SAMTÖK
ATVINNULÍFSINS
RÍKISSTJÓRN
ÍSLANDS
Ýmis mál sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins settu í stöðugleikasátt-
mála hafa ekki gengið eftir Niðurstöður um framkvæmdir áttu að fást 1. sept.
Stór mál standa útaf
VINNUHÓPUR samgönguráðherra
sem fjallar um stórverkefni í vega-
gerð og hvernig háttað skuli ákvörð-
unum um einkaframkvæmd með veg-
gjöldum, á að skila tillögum sínum
fyrir lok þessa mánaðar.
Taldar eru upp nokkrar stór-
framkvæmdir í vegagerð í yfirliti for-
sætisráðuneytisins 23. mars um
stöðu mála vegna stöðugleikasátt-
málans.
Vegagerðin hefur unnið arðsem-
ismat á framkvæmdum við Suður-
landsveg, Vesturlandsveg um Kolla-
fjörð, Vaðlaheiðargöng, Sundabraut
og Hvalfjarðargöng. Kemur fram að
gert er ráð fyrir útboði vegna tvöföld-
unar Vesturlandsvegar að Hvera-
gerði á þessu ári, frá Hveragerði til
Selfoss 2012 og austan Selfoss 2013.
1. áfangi Sundabrautar verði boðinn
út 2014, tvöföldun Vesturlandsvegar
2013 og Hvalfjarðargöng og Vaðla-
heiðargöng fari í útboð á næsta ári.
100 daga kynning þarf að fara
fram á Samgöngumiðstöðinni
Fram kemur að niðurstöðu úr við-
ræðum við borgaryfirvöld vegna
byggingar samgöngumiðstöðvar er
að vænta í þessari viku. „Hefst þá
deiliskipulagstími sem tekur 100
daga,“ segir þar.
Undirbúningur að stækkun flug-
stöðvar á Akureyri er sagður vel á
veg kominn. Kostnaður er áætlaður
900 milljónir og áætlað að verkið
skapi 80 ársverk. „Verkið er klárt til
hönnunar, sem ætti að geta lokið með
gerð útboðsgagna í september 2010.
Framkvæmdir væri þá unnt að hefja
fyrir árslok 2010,“ segir þar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útboð 2011? Breikkun Vestur-
landsvegar gæti kostað 10 milljarða.
Tillögur um
einkafram-
kvæmd
Útboð Vaðlaheiðar-
og Hvalfjarðarganga
árið 2012?
Bröns með öllu
að hætti Jóa Fel
-þarf að panta með dags fyrirvara
FORSVARSMENN fyrirtækisins
Tomahawk hafa skýrt iðnaðarráðu-
neytinu frá því að fyrir liggi fjár-
mögnun á byggingu kísilmálm-
vinnslu í Helguvík með fyrirvörum.
Í yfirliti forsætisráðuneytisins
um stöðu verklegra framkvæmda
segir að viðræður standi yfir við
Landsvirkjun um afhendingu á 30
MW af raforku til viðbótar þeim 30
MW sem Tomahawk hafði vilyrði
um frá HS Orku.
„Það vilyrði er útrunnið. Gert er
ráð fyrir að viðræðum Tomahawk
við Landsvirkjun ljúki í byrjun sum-
ars. Verði þá ákveðið að ráðast í
byggingu verksmiðjunnar gætu
framkvæmdir hafist í sumar og
framleiðsla á árinu 2012,“ segir í
yfirlitinu.
Þar kemur fram að forsvars-
menn verkefnisins hafa farið fram
á við iðnaðarráðuneytið að gerður
verði fjárfestingarsamningur.
Framkvæmdir
Tomahawk
í sumar?