Morgunblaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 Ingibjorg Hanna Bjarnadottir, hönnuður Skólavörðustíg 12 Sími 578 6090 www.minja.is „Það er mikilvægt fyrir mig að hlutirnir sem ég hanna hafi mikið notagildi og að þeir snerti streng og veki barnið í okkur“ KRUMMI / HERÐATRÉ HVERS vegna var svona nauðsynlegt að koma íslenzku bönk- unum í Bretlandi á kné? Þessi fyrirtæki höfðu ekki brotið neitt af sér, þau höfðu fylgt lögum og reglum og haft gott samstarf við eftirlitsstofnanir o.s.frv. Allt í einu þótti bresku ríkisstjórninni tímabært að yfirtaka fyrirtækin með stjórn- valdsaðgerð en urðu að sækja laga- heimild til þess eins langt og komist varð, nefnilega hryðjuverkalögin sín. Þannig beittu þeir hryðjuverka- lögum til að fremja efnahagslegt hryðjuverk. En með því að beita slíku ofbeldi tóku þeir líka á sig alla ábyrgðina á málinu, alla eins og hún leggur sig. Íslendingar gátu ekki ráðið neinu þarna og bera því enga ábyrgð, þeir eru lausir allra mála og Trygg- ingasjóður innistæðueigenda getur ekki tryggt neitt gagnvart stjórn- valdsaðgerðum. Það kallast trygg- ingasvik að krefjast bóta fyrir tjón, sem maður hefur sjálfur valdið. Það er rétt eins og maður kveiki í hús- inu sínu og heimti svo trygg- ingabætur. Slíkt er, að sjálfsögðu, refsivert. Það verður hver að bera ábyrgð á sínum gerðum, ekki sízt þeir, sem valdið hafa. Það er nokkuð seint að heimta peningana til baka eftir að búið er að loka bönkunum og útiloka þann- ig að nokkur maður geti fengið sína innistæðu lausa. Menn geta verið með alls konar ágizkanir og for- dóma um að þeir hefðu ekki getað skilað öllum peningunum ef allir innistæðueigendur hefðu krafist þess samtímis. En þetta er bara ef og aft- ur ef, marklaust með öllu. Það er erfitt að skilja þá kröfu, að ís- lenzka þjóðin eigi að skila þessum peningum nema meiningin sé sú að fara með Íslendinga eins og farið var með Þjóðverja eftir fyrra stríðið. Þeir voru neyddir til að skrifa undir uppgjafasamning og gert að borga óheyrilegar fúlgur fjár í „stríðsskaðabætur“. Ætlunin var að halda landinu fátæku um alla framtíð svo það hefði ekki efni á að hervæðast aftur. Þarna voru Betar og Frakkar að verki og þessi fólska þeirra kom þeim í koll rúmum tutt- ugu árum síðar. Nú eru það Bretar og Hollend- ingar, sem í hlut eiga gagnvart Ís- landi og það virðist eiga að leika sama leikinn, hrifsa allan hagvöxt- inn út úr landinu jafnóðum og hann myndast, svo við getum aldrei aftur skarað fram úr, svo við getum aldr- ei aftur haslað okkur völl í ríki þeirra á viðskiptasviðinu. Og peningunum ætla þeir að stinga í sinn eigin vasa! En við Íslandingar höfum ekki verið í neinu stríði, við höfum alls ekkert til saka unnið svo við þurf- um ekki að samþykkja neina nauð- arsamninga. Víð látum ekki þessa menn arðræna okkur og næstu kynslóðir fyrir ekki neitt. Við látum þá ekki hrifsa bitann frá munni barna okkar fyrir ekki neitt. Við viðurkennum ekki rétt þeirra til að leggja á okkur refsiskatta. Við verðum nú að fylgja neiinu frá því á laugardaginn var og neita að borga eina einustu krónu vegna þessara aðfara Breta. Ef Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að halda áfram að verða landinu til skammar með undirlægjuhætti sín- um þá verður að gera viðeigandi ráðstafanir. Austurvöllur er ennþá opinn og eitthvað hlýtur að vera til af pottum og pönnum. Hrindum af okkur þessari atlögu í eitt skipti fyrir öll. Við getum vel látið Alþjóðagjald- eyrissjóðinn lönd og leið. Það bara lengir kreppuna að taka stór lán of- an á aðrar skuldir. Þá fer hagvöxt- urinn í vexti af þeim og það er lítið betra. Það verður að minnsta kosti að kanna hvort ekki sé hægt að semja um „greiðsluaðlögun“ á þeim skuldum, sem falla í gjalddaga næst. Síðan er hagstæðast að byggja efnahagslífið upp af eigin rammleik á okkar forsendum og okkar auðlindum. Íslendingar hafa gert það mörgum sinnum áður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem efnahagsörðugleikar koma upp. Lífskjör hljóta að versna eitthvað hvort sem er, en þau þurfa ekki að verða svo slæm fyrir því, á meðan atvinnuvegirnir eru í lagi. Raunar nægir að gera ráðstafanir til þess að atvinnulífið verði sæmilega arð- bært, þá koma peningarnir, sem nú eru í „felum“, í ljós af sjálfu sér og allt fer að snúast og lífskjörin þurfa ekki að versna neitt. Menn verða að hafa leyfi til að afla tekna og menn verða að hafa leyfi til að græða, því aðeins með gróðanum er hægt að borga skuldir. Enginn borgar skuld með eldhús- peningunum. Nei, nei, nei Eftir Pétur Guðvarðsson » Þannig beittu þeir hryðjuverkalögum sínum til að fremja efna- hagslegt hryðjuverk. Pétur Guðvarðsson Höfundur er lífeyrisþegi. Á HAUSTMÁN- UÐUM gengur í garð sá tími þegar vega- samgöngur milli sunn- anverðra og norð- anverðra Vestfjarða leggjast niður vegna blindbyls og snjó- þyngsla á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði sem geta náð 6 til 10 metra hæð. Báðar heiðarnar sem skilja þessi tvö landsvæði að lokast auðveldlega vegna illviðris og snjóþyngsla. Full- víst má telja að svo verði fram á næsta vor ef veturinn reynist snjó- þungur. Þeir sem berjast fyrir bættum samgöngum innan fjórðungsins hljóta að gera sér grein fyrir því hvaða þýðingu það hefur ef hægt verður að stytta landleiðina um 80 til 90 km á milli Vesturbyggðar og Ísa- fjarðar. Sunnan Dynjandisheiðar og í Vesturbyggð geta heimamenn ekki sótt þjónustu í höfuðstað Vestfjarða að vetri til. Fjórðungssjúkrahúsinu og Menntaskólanum á Ísafirði er ætlað að þjóna öllum fjórðungnum, verra er að óbreytt ástand kemur í veg fyrir að það gangi eftir. Þarna skipta jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar miklu máli. Fulltrúar fyr- irtækja og stofnana við Ísafjarð- ardjúp sem starfa á fjórðungsvísu taka aldrei í mál að aka nærri 500 km leið suður um Strandir og Arnkötlu- dal og þaðan aftur um Vestfjarðaveg að þéttbýliskjörnunum á sunn- anverðum fjörðunum. Sett hefur verið í langtímaáætlun hugmynd um önnur jarðgöng inn- arlega í Djúpinu. Þau yrðu tekin inn af Ísafirði úr 30 m hæð og kæmu út í 100 m.y.s. í Kollafirði. Þarna er horft á einn möguleikann af þremur til að tengja Ísafjarðarsvæðið við veganet landsins. Þessi veggöng yrðu um 12 km löng. Líkurnar á því að Ísfirðingar keyri til Vesturbyggðar um Steingrímsfjarðarheiði og Arnkötludal eða í gegnum þessi jarðgöng inn í Kollafjörð eru eng- ar hvort sem veggöng undir Klettsháls og Kleifaheiði verða á dag- skrá eða ekki. Í stað jarðganga und- ir Dynjandisheiði sem Fjórðungssamband Vestfirðinga mælir með myndu tvenn stutt veg- göng inn í Geirþjófsfjörð samhliða þriðju göngunum undir Meðalnes- fjall gagnast íbúum Vesturbyggðar enn betur en lengri göngin undir heiðina til að einangrun byggðanna á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum rofni endanlega. Tvenn jarðgöng inn í Botnsdal skipta líka miklu máli til þess að íbúar Patreks- fjarðar og Tálknafjarðar losni við að aka um Kleifaheiði og Barðaströnd þegar þeir vilja stytta sér leið til Ísa- fjarðar. Að Dýrafjarðargöngum með- töldum snúast þessar samgöngu- bætur sem hér eru nefndar um hvort hægt verði á komandi árum að stytta landleiðina milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar um 90 til 100 km. Enn er tími til að stöðva þetta glapræði sem uppbyggður vegur í 500 m hæð á snjóþungu og illviðrasömu svæði yfir Dynjandisheiði er. Reynslan af gerð jarðganga sannar að hér er um að ræða varanlega lausn í vegagerð. Þessi lausn hefur einnig víðtæk áhrif á þróun samfélaga á áhrifasvæðum þeirra. Því ber að fagna að hafin er eftir 12 ára hlé gerð jarðganga á Vestfjörðum með framkvæmd Ós- hlíðarganga. Ein forsendan fyrir því að Menntaskólinn og sjúkrahúsið á Ísafirði geti þjónað öllum fjórð- ungnum næstu áratugina eru bættar samgöngur í formi jarðganga sem tryggja öryggi heimamanna í litlu sjávarþorpunum enn betur en upp- byggðir fjallvegir í 500 til 600 metra hæð á snjóþungum og illviðrasömum svæðum. Í fjórðungnum hefur uppbygging vegakerfisins tekið fleiri áratugi og á enn langt í land. Víða finnast vegir án slitlags og með einbreiðu slitlagi sem ekki uppfylla hertar kröfur frá ESB um öryggi vegfarenda. Skammarlegt er að fyrrverandi þingmenn Vestfirð- inga skuli ekki hafa barist fyrir því í tíð Halldórs Blöndal, þáverandi sam- gönguráðherra, að Dýrafjarðargöng yrðu í fyrsta áfanga með Aust- fjarðagöngum sem Alþingi sam- þykkti 1999. Fyrr hefði fyrsta skrefið verið stigið til að rjúfa alla einangrun byggðanna sunnan Dynjandisheiðar og norðan Hrafnseyrarheiðar. Póli- tísk samstaða er um að Ísafjörður verði skilgreindur sem einn af þrem- ur landshlutakjörnum á Íslandi ásamt Akureyri og Mið-Austurlandi. Samgöngur á Vestfjörðum Eftir Guðmund Karl Jónsson »Reynslan af gerð jarðganga sannar að hér er um að ræða var- anlega lausn í vegagerð. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. ÉG MAN hvar ég var þegar ég sá skötu- sel í fyrsta sinn. Það var á klöppunum fyrir neðan Minna- Knarrarnes á Vatns- leysuströndinni. Hann gapti þar framan í mig steindauður og var það ljótasta sem ég hafði séð bæði í svefni og vöku. Ég var á að giska 7 ára og á þessu sama augnabliki heyrði ég fyrst minnst á Windsor-kastala því maður einn sigldur sem stundaði útræði þarna úr vörinni sparkaði í skötuselinn og sagði: „Drottningin á Englandi étur ekki skötusel í Windsor kastala á hverjum sunnu- degi, Gummi minn.“ Þá vissi ég það. Reyndar var þessi maður vestan úr Dölum og því lyginn en þetta var vænsti karl og því trúði ég þessu og í dag veit ég að þetta er satt. Það er ekki satt vegna þess að drottningin éti ekki skötusel á hverjum sunnudegi. Ég veit reyndar ekki hvort hún gerir það. Þetta er satt vegna þess að drottningin étur alls ekki hvern sunnudag í Windsor kastala og hef- ur aldrei gert. Þar liggur sannleik- urinn. Mér voru svo sem aldrei gefin nein fyrirheit varðandi þennan skötusel sem af einhverri glópsku hafði ratað í þorskanet og dáið, lík- legast fyrir aldur fram, engum til gagns nema fjósakettinum hennar ömmu sem át þetta svipljóta dýr af fá- dæma hugrekki. Reyndar að und- angenginni suðu. Hann bara lá þarna á klöppinni og ég get næstum svarið að ég gæti leitt þig á staðinn í dag og bent og sagt: „Hér lá hann, helvísk- ur. Ekkert nema kjaft- urinn og halinn, laus við fegurð og fyr- irheit.“ En ég ætla ekki að gera það, því ég get engu lofað. Ekki frekar en ríkisstjórnin sem gaf engin fyr- irheit um skötusel í stöðugleika- sáttmálanum og er því stikkfrí þeg- ar kemur að því að standa við gerða samninga. En ríkisstjórnin sjálf minnir mig um margt á skötu- selinn sem lá á Strandarklöppunum forðum. Hún er gapandi hryggð- armynd, dauð fyrir aldur fram og færi best á því að hún endaði í kjaftinum á fjósaketti. Hrá. Fyrirheitalaus skötuselur Eftir Guðmund S. Brynjólfsson Guðmundur S. Brynjólfsson »Ríkisstjórnin gaf engin fyrirheit um skötusel í stöðugleika- sáttmálanum og er því stikkfrí þegar kemur að því að standa við gerða samninga. Höfundur er rithöfundur og leiklistargagnrýnandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.