Morgunblaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 34
34 Menning
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010
BASSA-barítónsöngvarinn
Andri Björn Róbertsson hélt
sína fyrstu einsöngstónleika í
Langholtskirkju fyrir fullu
húsi fyrir stuttu, en aðrir
sólótónleikar hans verða í Sel-
inu á Stokkalæk næstkomandi
laugardag kl. 15. Undirleikari
verður Kristinn Örn Krist-
insson píanóleikari. Á efnis-
skránni eru sönglög eftir But-
terworth og Quilter og síðan
flytja þeir Liederkreis op. 39 eftir Robert Schu-
mann.
Selið á Stokkalæk er á Rangárvöllum en
næsti bær er kirkjustaðurinn Keldur. Miðapant-
anir eru í síma 487 5512 eða 864 5870.
Tónlist
Andri Björn
á Stokkalæk
Andri Björn
Róbertsson
Í KVÖLD frumsýnir Áhuga-
leikhús atvinnumanna þriðja
örverk sitt um áráttur, kenndir
og kenjar. Verkið sem ber
heitið Mars er 10 mínútna hug-
leiðing um líðandi stund og er
sýnt í beinni útsendingu á
www.herbergi408.is, frá Út-
gerð, Hugmyndahúss háskól-
anna sem er nýtt gjörn-
ingarými við Grandagarð 16.
Sýningin er hluti af 12 verka
röð sem mynda eina heild og verða sýnd í einu lagi
í lok desember og verður þá einskonar annáll árs-
ins 2010.
Leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir. Ókeypis er
á alla viðburði Áhugaleikhúss atvinnumanna.
Leiklist
Örverk um áráttur,
kenndir og kenjar
Steinunn
Knútsdóttir
Í KVÖLD kl. 20 verður opnuð,
í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6,
sölusýning á tuttugu listaverk-
um eftir Guðmund Thorsteins-
son „Mugg“ (1891-1924). Verk-
in eru úr einkasafni sem sam-
anstendur af olíumálverkum,
vatnslitamyndum, litkrít-
armyndum og blek- og blýants-
teikningum.
Langt er síðan jafn mörg
verk eftir Mugg hafa verið til
sýnis í einu og leita þarf allt aftur til yfirlitssýn-
ingar Listasafns Íslands árið 1990 til að finna
fleiri verk eftir Mugg á einni sýningu. Mörg verk-
anna hafa ekki sést áður opinberlega.
Sýningin stendur til 10. apríl.
Myndlist
Sölusýning á lista-
verkum eftir Mugg
Hluti af „Á Næt-
urkránni“ frá 1921.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
kvöld, fimmtudaginn 25. mars, flytja Hamrahlíð-
arkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
ásamt Sinfóníunni verkið Dafnis og Klói eftir Mau-
rice Ravel. Flytjendur í kórunum tveimur eru 127 á
aldrinum 16-22 ára. Á tónleikunum verður einnig
flutt Mathis der Maler-sinfónía eftir Paul Hindem-
ith Sjórnandi á tónleikunum er Eva Ollikainen
Góð ráð dýr
Í ár eru liðin nær þrjátíu ár síðan Kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð tók þátt í fyrsta heildarflutn-
ingi á Dafnis og Klói á Íslandi árið 1981. Stjórnandi
kórsins var þá, eins og nú, Þorgerður Ingólfsdóttir.
„Aðalstjórnandi Sinfóníunnar árið 1981, var sá
ágæti franski stjórnandi Jean-Pierre Jacquillat, og
hann fór fram á það að kór skólans flytti þetta verk
með hljómsveitinni,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir.
„Dafnis og Klói er gríðarlega krefjandi og erfitt
verk fyrir unga krakka í menntaskóla. Jacquillat
kom á æfingu til okkar, hlustaði á kórinn og sagði
að þetta gengi ekki því kórinn væri ekki nægilega
hljómsterkur á móti svona stórri Sinfóníuhljóm-
sveit. Þá voru góð ráð dýr. Til að stækka kórinn var
leitað liðsinnis eldri kórfélaga sem höfðu útskrifast
stúdentar á árunum áður og þannig varð Hamra-
hlíðarkórinn til.“
Stór egó
Í 42 ár hefur Þorgerður stjórnað Kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð og 1982 bættist Hamrahlíð-
arkórinn við. „Ég er að vinna ótrúlega skemmtilega
vinnu og þess vegna gengur þetta,“ segir Þorgerð-
ur. „Það eru mikil forréttindi að fá að vinna með
ungu og heilbrigðu fólki og það er mjög gefandi
þótt það geti oft verið erfitt. Það hefur ekki orðið
einfaldara með árunum því margt ungt fólk í dag
gerir á vissan hátt meiri kröfur fyrir sjálft sig en
áður var og sum egóin eru svo stór.“
Kórinn eykur við litrófið
Þorgerður segir að Dafnis og Klói, verk Ravels,
sé stórkostlegt. Það var upphaflega samið sem ball-
ett en hefur líka lifað sem konserttónverk. „Þetta
er mikið og magnað verk, litríkt í hljómsetningu og
í því er að finna mikla hljómtöfra,“ segir Þorgerður.
„Kórinn er notaður til að auka við litrófið, syngur
án orða og gefur enn einn litinn í viðbót í hljóm-
sveitina með þeim sérstaka tón sem söngröddin og
svo kórhljómurinn hafa.“
Morgunblaðið/Kristinn
Litir Þorgerður Ingólfsdóttir: „Það eru mikil forréttindi að fá að vinna með ungu og heilbrigðu fólki og það er mjög gefandi þótt það geti oft verið erfitt. Það
hefur ekki orðið einfaldara með árunum því margt ungt fólk í dag gerir á vissan hátt meiri kröfur fyrir sjálft sig en áður var og sum egóin eru svo stór.“
Miklir hljómtöfrar
Hamrahlíðarkórarnir
með Sinfóníunni
Flytja Dafnis og Klói á
tónleikum í kvöld
Mikið og magnað verk,
segir kórstjórinn
Á efnisskránni í kvöld verða tvö
verk, annars vegar ball-
etttónlistin við Dafnis og Klói
eftir Maurice Ravel, sem getið
er um hér til hliðar. Ravel hóf
vinnu við verkið 1909 að ósk
ballettáhugamannsins og fjöl-
listamannsins Sergeis Diaghi-
levs, en verkið var svo frum-
flutt 1912. Verkið, sem segir frá
elskendunum Dafnis og Klói
sem ná saman að lokum eftir
ýmsar kárínur, er með helstu og vinsælustu
verkum Ravels og hefur jafnvel verið kallað
meistaraverk hans.
Einnig verður flutt Mathis der Maler-sinfónían
sem Paul Hindemith samdi á meðan hann var að
vinna að samnefndri óperu árið 1934, en í sin-
fóníunni notar hans ýmsar hugmyndir sem síðan
skiluðu sér í óperuna. Söguhetjan er þýski mál-
arinn Matthias Grünewald sem uppi var á sex-
tándu öld, en yrkisefnið og meðferð þess þótti
stangast á við hugmyndafræði nasistaflokksins
sem lyktaði með því að Hindem-
ith flúði land. Mathis der Maler
er þekktasta verk Hindemiths
og það sem oftast er flutt af
verkum hans.
Hljómsveitarstjóri á tónleik-
unum er Eva Ollikainen. Hún er
ekki nema 27 ára gömul en hef-
ur þegar vakið athygli víða um
heim og meðal annars stjórnað
útvarpshljómsveitunum í Finn-
landi og Svíþjóð, fílharm-
óníuhljómsveitunum í Stokkhólmi og Turku, Ta-
piola-sinfóníettunni og sinfóníuhljómsveitunum
í Helsingborg og Þrándheimi. Þá debúteraði hún
við Konunglegu sænsku óperuna 2008 í óperum
eftir Ravel og Stravinskíj, og hefur auk þess
stjórnað við finnska þjóðarballettinn.
Ollikainen kom fyrst til Íslands haustið 2005
og stjórnaði framhaldsskólatónleikum. Þetta er í
annað sinn sem hún stjórnar hljómsveitinni á
þessu starfsári en síðast var hún hér í nóvember
og stjórnaði Schumann og Brahms.
Ravel og Hindemith og Eva Ollikainen
Hljómsveitarstjórinn Eva Ollikainen
WOLFGANG
Wagner, barna-
barn tónskálds-
ins Richards
Wagners, lést í
vikunni níræður
að aldri. Wolf-
gang stýrði tón-
listarhátíðinni í
Bayreuth í Bæj-
aralandi í 57 ár,
lengi með Wiel-
and, bróður sinn sér við hlið, en
einn eftir að Wieland lést 1966.
Tónlistarhátíðin í Bayreuth á sér
langa sögu, en Richard Wagner
kom henni á 1876 til að tryggja
fjárhagslegt sjálfstæði sitt og til
þess að helstu óperur hans yrðu
settar upp á sómasamlegan hátt.
Wolfgang og Wieland Wagner end-
urreistu tónlistarhátíðina eftir
stríð.
Wolfgang Wagner heimsótti Ís-
land tvívegis og var meðal annars
á frumsýningu á styttri útgáfa af
Niflungahringnum á Listahátíð í
maí 1994, en hann hafði listræna
yfirumsjón með verkefninu hátíð-
inni að kostnaðarlausu.
Wolfgang
Wagner
látinn
Stýrði tónlistarhátíð-
inni í Bayreuth í 57 ár
Wolfgang
Wagner
KÓR Menntaskólans í Reykjavík
leggur land undir fót þessa dagana
því hann er í stuttri tónleikaferð
um Norðurland. Í kvöld syngur
kórinn á tónleikum í Hóladóm-
kirkju en fer síðan til Akureyrar og
heldur tónleika annað kvöld kl. 20 í
Ketilhúsinu. Einnig hyggjast kór-
félagar syngja víða um bæ yfir
daginn. Síðustu tónleikar kórsins í
þessari ferð verða síðan í Þorgeirs-
kirkju við Ljósavatn á laugardag
kl. 16.
Á tónleikadagskrá kórsins eru
kirkjuleg og veraldleg verk, bæði
íslensk og erlend, meðal annars út-
setningar úr íslenskum söngarfi
eftir Róbert A. Ottósson, Smára
Ólason, Hjálmar H. Ragnarsson og
Árna Harðarson. Einnig má nefna
verk eftir Báru Grímsdóttur, Hildi-
gunni Rúnarsdóttur og Finn Torfa
Stefánsson.
Um 40 söngvarar eru í kórnum í
ferðinni, en stjórnandi kórsins
verður Guðlaugur Viktorsson.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis en frjáls framlög í ferða-
sjóð vel þegin.
Kór MR á tón-
leikaferð um
Norðurland
Ferðalag Kór Menntaskólans í Reykjavík.
Aniston er alveg
eins og alltaf. 38 »