Morgunblaðið - 31.03.2010, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
KARLMAÐUR, sem var að leggja í stæði við
leikskólann Suðurborg í Breiðholti í fyrradag,
beygði sig eftir gleraugunum sínum og steig
óvart á bensíngjöfina í stað hemlanna. Hann ók
yfir gangbraut, í gegnum grindverk sem sést á
myndinni og langleiðina að leiktækjum. Enginn
slasaðist, svo vildi til að börnin voru öll inni í
drekkutíma en ef börnin hefðu verið úti hefði
augljóslega getað orðið stórslys.
Elínborg Þorláksdóttir leikskólastjóri segir að
fyrir nokkrum árum hafi einnig verið ekið gegn-
um grindverkið og inn á lóðina. Segist hún munu
kanna hvort hægt sé að verja lóðina betur en
bent er á að hægt sé að setja upp öfluga stólpa
við lóðina sem stöðvi bíla.
Morgunblaðið/Kristinn
Bíl ekið langt inn á leikskólalóð
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FÉLAGAFRELSI er hluti af
grundvallarréttindum og mjög mik-
ilvægt sem slíkt. Hins vegar þykir
ljóst af 74. grein stjórnarskrár Ís-
lands að tilætlun stjórnarskrárgjaf-
ans hafi ekki verið sú að halda hlífi-
skildi yfir félögum sem grundvalla
starfsemi sína á tilgangi eða athöfn-
um sem eru beinlínis bannaðar og
jafnvel refsiverðar.
Svo segir í álitsgerð sem unnin
var fyrir dómsmálaráðuneytið um
beitingu stjórnarskrárákvæðis um
að leysa upp félög. Ragna Árnadótt-
ir dómsmálaráðherra segir um mik-
ilvæga niðurstöðu að ræða enda sé
með henni ljóst að ákvæðið feli í sér
sjálfstæða heimild til að leysa upp
félag.
Hluti af aðgerðaráætlun
Ragna tekur þó fram að ekki
megi líta á niðurstöðuna sem töfra-
lausn. Álitsgerðin miði við að slíkt
félag sé starfrækt hér. „Ég hef hins
vegar sagt að við þurfum að koma í
veg fyrir að hingað komi menn til að
stofna þennan ólögmæta félagsskap.
Markmiðið er að koma í veg fyrir að
hér verði stofnuð glæpasamtök.
Þess vegna þurfum við breiðari
nálgun og hafa
aðgerðaráætlun
til að stemma
stigu við því.“
Unnið sé að
samningu að-
gerðaráætlunar
og álitsgerðin sé
hluti þeirrar
vinnu.
Hér á landi er
ekkert félag sem
nefnist Vítisenglar, eða Hells Ang-
els, en Ragna segir að ef sá dagur
kemur upp þá vilji yfirvöld vera bú-
in að vinna ákveðna grunnvinnu.
Hún vill þó ekki segja afdráttarlaust
að ákvæðinu verði beitt gegn ís-
lensku félagi ef það verði hluti al-
þjóðasamtaka Vítisengla.
Ef slíta á félagi á grundvelli
ákvæðisins stýrir ákæruvaldið sókn
þeirrar kröfu, samkvæmt lögum um
meðferð sakamála og að undan-
genginni lögreglurannsókn.
Önnur niðurstaða í Danmörku
Niðurstaðan er ekki síst merkileg
fyrir þær sakir að Danir komust að
gagnstæðri niðurstöðu í sambæri-
legri álitsgerð, að ekki væri hægt að
beita sambærilegu ákvæði því gerð-
ar væru svo ríkar kröfur um sönn-
un.
Líklegt er að munurinn liggi í
orðanna hljóðan. Í 74. grein segir
nefnilega að banna megi starfsemi
félags sem er talið hafa ólögmætan
tilgang, ekki að það hafi ólögmætan
tilgang.
Heimilt að banna Vítisenglana
Samkvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið þarf ekki lagabreytingar svo hægt sé að
beita 74. grein stjórnarskrárinnar til þess að leysa upp félagasamtök sem talin eru hafa ólögmætan tilgang
Ragna
Árnadóttir
PRENTSMIÐJAN Prentmet hefur verið sett
í greiðslustöðvun.
Guðmundur Ragnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að vanda-
mál fyrirtækisins megi rekja til gengishruns-
ins árið 2008, en lán þess hafi að miklu leyti
verið í japönskum jenum. „Stærstur hluti
skulda okkar er hjá Landsbankanum en við
höfum unnið mjög náið með bankanum og
Lýsingu, sem er annar lánardrottinn okkar.
Við hjónin erum eigendur fyrirtækisins og við
ætlum okkur að koma með nýtt hlutafé inn í
það á næstunni,“ segir Guðmundur. Hann seg-
ir að samningaviðræðurnar lúti að þessari
hlutafjáraukningu, samhliða afskriftum á
skuldum félagsins.
Starfsmenn Prentmets eru 95 talsins. Guð-
mundur segist ekki sjá fram á að þurfa að
fækka þeim, nema síður sé. „Reksturinn árið
2009 gekk mjög vel og árið í ár hefur farið vel
af stað,“ segir Guðmundur í samtali við Morg-
unblaðið. ivarpall@mbl.is
Prentmet í
greiðslustöðvun
STEINGRÍMUR
J. Sigfússon fjár-
málaráðherra
segir íslenska
ráðamenn álíta
að þeir hafi full-
nægjandi stuðn-
ing „áhrifamik-
illa aðila“ í
Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum við
næstu endur-
skoðun efnahagsáætlunarinnar.
Steingrímur og Gylfi Magnússon,
efnahags- og viðskiptaráðherra,
ræddu m.a. við fulltrúa bandaríska
fjármálaráðuneytisins í ferð sinni
til Washington. „Þetta er ekki
þannig að við göngum um með ein-
hver loforð upp á vasann,“ sagði
Steingrímur. „En við höfum verið
að skoða hvernig landið liggur og
fórum til Washington til að reyna
að afla stuðnings og útskýra okkar
mál. Við eru bærilega bjartsýnir á
að það séu a.m.k. alger minnihluta-
viðhorf ef menn reyna að andæfa
því að endurskoðunin fari fram.
Það er alltaf reynt að ná algerri
samstöðu í stjórn AGS. Það setur
auðvitað þrýsting á minnihlutann í
stjórninni ef það liggur í loftinu
hvert meirihlutaviðhorfið er. Og ef
menn eru sáttir við það sem við höf-
um gert hafa þeir engar málefna-
legar ástæður til að vera á móti.“
kjon@mbl.is
„Bærilega bjart-
sýnir“ á meiri-
hlutastuðning
Steingrímur J.
Sigfússon
Fjallað er um félagafrelsi í 74.
grein stjórnarskrárinnar:
„Rétt eiga menn á að stofna
félög í sérhverjum löglegum til-
gangi, þar með talin stjórnmála-
félög og stéttarfélög, án þess
að sækja um leyfi til þess. Félag
má ekki leysa upp með ráð-
stöfun stjórnvalds. Banna má
þó um sinn starfsemi félags
sem er talið hafa ólöglegan til-
gang, en höfða verður þá án
ástæðulausrar tafar mál gegn
því til að fá því slitið með dómi.“
74. greinin
TVEIR meintir gaskútaræn-
ingjar voru gómaðir í gær í bíl
við eyðibýli við veginn um Þver-
árfjall. Lögreglumanni á frívakt
þótti mannaferðirnar grunsam-
legar og við eftirgrennslan kom
hann að mönnunum sofandi í
bílnum innan um tíu glænýja 5
kg gaskúta. Kútarnir voru allir
tómir en nokkuð er um að slík-
um kútum sé stolið því fyrir þá
fæst gott skilagjald. Í ljós kom
að mennirnir, sem eru um tví-
tugt, eru góðkunningjar lög-
reglunnar í Reykjavík.
Gaskútarnir voru teknir af
mönnunum en þeir gátu ekki
gert grein fyrir þeim með trú-
verðugum hætti. Síðdegis fengu
mennirnir að halda ferð sinni
áfram. Þeir komu við í bensín-
afgreiðslu Olís í Borgarnesi og
stálu þar töng áður en þeir
héldu för sinni áfram. Loks
komu þeir við á Olís-stöðinni á
Akranesi og ætluðu þar að skila
tönginni og fá hana endur-
greidda. Hins vegar var búið að
vara við piltunum og voru þeir
handteknir.
Gómaðir sofandi með
tíu tómum gaskútum
Morgunblaðið/Sverrir