Morgunblaðið - 31.03.2010, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
Innrammað í vor Ríkisfjármálahóparnir ætla að skila af sér tillögum fyrir apríllok og þá eiga útgjaldarammar ráðuneyta að vera tilbúnir.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
SUMAR af þeim tillögum um sameiningu rík-
isstofnana sem liggja fyrir ganga þvert á ráðu-
neytin og byggjast á þeirri forsendu að ráðuneyti
verði sameinuð og þeim fækkað úr tólf í níu.
Margar tillögurnar hafa verið mjög vel und-
irbúnar að sögn Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðu-
neytisstjóra í forsætisráðuneytinu, m.a. með
skoðanakönnunum meðal starfsmanna. Þær sýna
að meirihluti starfsmanna sér fyrir sér möguleika
á sameiningum og samlegð milli stofnana.
Ríkisstofnanir eru um 200 talsins og sagði for-
sætisráðherra um helgina raunsætt markmið að
fækka stofnunum um 30-40% á næstu 2 til 3 ár-
um.
Vinnan er þó mjög mislangt á veg komin en
fjölmargar róttækar hugmyndir eru skoðaðar af
fullri alvöru skv. upplýsingum innan stjórnar-
flokkanna. Ríkisfjármálahópar úr báðum stjórn-
arflokkunum funda reglulega og ætla að vera til-
búnir með ramma yfir aðgerðir í síðari hluta apríl.
Vinna við endurskipulagningu samgöngustofn-
ana á vegum samgönguráðuneytisins er á loka-
sprettinum. Formleg sameining Keflavíkurflug-
vallar ofh. og Flugstoða ohf. er svo gott sem
frágengin. Þá hefur staðið yfir undirbúningur frá
sl. hausti, sem miðar að því að leggja niður Flug-
málastjórn, Vegagerðina, Umferðarstofu og Sigl-
ingastofnun í núverandi mynd og búa til tvær
stofnanir úr þessum fjórum. Öll stjórnsýslu- og
eftirlitsverkefni munu þá heyra undir sérstaka
stjórnsýslustofnun og framkvæmda- og þjónustu-
verkefnin verða færð undir nýja framkvæmda-
stofnun. Er þessi vinna sögð ganga hratt og vel.
Ekki er gert ráð fyrir uppsögnum starfsfólks.
Einnig stendur til að sameina flugslysa-, sjó-
slysa- og umferðarslysanefnd í eina nefnd og í
skoðun er sameining Landlæknisembættisins og
Lýðheilsustöðvar svo dæmi séu nefnd.
Af öðrum fyrirhuguðum breytingum má nefna
áform um fækkun og stækkun sýslumannsum-
dæma, og aðskilnað þeirra frá löggæslu, stækkun
löggæsluumdæma, sameiningar héraðsdómstóla
og niðurlagningu Varnarmálastofnunar, sem
samþykkt var í gær. Dómsmála- og mannrétt-
indaráðuneytið er með áform um sameiningu
Þjóðskrár og Fasteignaskrár sem fyrsta skrefið í
stofnun skráar- og upplýsingatæknistofnunar.
Komast hjá beinum uppsögnum
Stjórnarþingmaður sem vel þekkir til þessarar
vinnu segir margt undir, m.a. séu nefndar hug-
myndir um sameiningu háskóla og framhalds-
skólar séu heldur ekki undanskildir.
„Við höfum sett okkur skýr markmið um að það
þurfi alltaf að sýna fram á samlegðaráhrif og hag-
ræðingarmöguleika fyrirfram. Það verður ekki
sameinað bara til að sameina heldur til að ná fram
markmiðum um að gera þjónustuna skilvirkari og
að hægt sé að veita hana með minni tilkostnaði,“
segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
„Í þeim sameiningum sem framundan eru verður
byggt á þeirri meginstefnu að skipulag verði skil-
virkara og ferlar endurskoðaðir en reynt að kom-
ast hjá beinum uppsögnum. Fækkunin verður því
einkum með þeim hætti að ekki verði ráðið í þau
störf sem losna,“ segir Ragnhildur.
Stofnanir týna tölunni
Vegagerð, Flugmálastjórn, Umferðarstofa og Siglingastofnun í tvær stofnanir
Hugmyndir um sameiningu háskóla og framhaldsskólar ekki undanskildir
Í HNOTSKURN
»Umfang aðhaldsaðgerða í ríkisfjármál-unum sem grípa þarf til á næsta ári
verður um 50 milljarðar kr.
»Að óbreyttu þarf að bæta afkomu rík-issjóðs um 30 milljarða á árinu 2012 og
20 milljarða 2013.
Morgunblaðið/RAX
VANGAVELTUR um breytingar á
ráðherraliði ríkisstjórnarinnar eru
lífseigar og alls kyns útfærslur hafa
heyrst á undanförnum vikum. Stein-
grímur J. Sigfússon, fjármálaráð-
herra og formaður Vinstri grænna,
sagði í upphafi vikunnar að búast
mætti við breytingum á einhverjum
stigum, í áföngum eða stærri skref-
um, á kjörtímabilinu og gaf vísbend-
ingar um í hvað stefndi.
Í kjölfar þingflokksfundar Vinstri
grænna á mánudag ræddi Stein-
grímur við fjölmiðla. Hann var spurð-
ur út í hugsanlegar breytingar og
hafði þetta m.a. að segja: „Fagráð-
herrar eru í ríkisstjórn sem ákveðið
var að biðja um að vera áfram þegar
hún var endurnýjuð í maí á síðasta
ári, en það var heldur ekki tímasett
hversu lengi sú tilhögun yrði við lýði.
Það má því búast við breytingum á
einhverjum stigum.“
Fagráðherrarnir sem um ræðir
eru Ragna Árnadóttir dóms-
málaráðherra og Gylfi Magnússon,
efnahags- og viðskiptaráðherra
Í samtali við Morgunblaðið sagðist
Ragna ekkert vilja tjá sig efnislega
um ummæli Steingríms, hún gegndi
sinni stöðu þar til annað kæmi í ljós.
„Ég var kölluð til og þegar ég verð
beðin um að víkja, þá bara vík ég. Það
er bara svoleiðis,“ segir Ragna.
„Ég veit í sjálfu sér ekki um neina
fyrirhugaða breytingu á þessu en ég
er ekki æviráðinn frekar en aðrir. Ég
bara anda með nefinu og sé hvernig
spilast úr þessu,“ segir Gylfi Magn-
ússon, sem segist taka þessu með ró
og gegna ráðherrastarfinu þar til
annað verður ákveðið.
„Það hefur ekkert verið rætt við
mig um að ég fari að hætta. Ég bara
bíð eftir því að það gerist og þegar
þar að kemur sný ég aftur til minna
fyrri starfa. Það hefur alltaf legið fyr-
ir,“ segir hann.
Ekkert verið rætt um að
víkja úr ráðherrastólum
Ragna
Árnadóttir
Gylfi
Magnússon
RÍKISSTJÓRNIN hyggst leggja
fram frumvarp að breytingum á
varnarmálalögum þar sem Varnar-
málastofnun
verður formlega
lögð niður 1. jan-
úar 2011.
Starfshópur
fimm ráðuneyta
sem skipaður
var í desember
að tillögu
utanríkis-
ráðherra hefur
skilað frá sér
skýrslu þar sem
bent er á leiðir til að núverandi
starfsþættir Varnarmálastofnunar
verði hluti af nýrri borgaralegri
stofnun, sem „sæi um öryggis- og
varnarmál á grundvelli borg-
aralegra gilda innan áformaðs inn-
anríkisráðuneytis“, að því er fram
kemur í tilkynningu frá utanríkis-
ráðuneytinu.
Setur hópurinn jafnframt fram
tillögur um hvernig umræddir
starfshættir rúmast innan skyldra
stofnana þangað til nýtt ráðuneyti
lítur dagsins ljós, þegar samgöngu-
og sveitarstjórnarráðuneytið ann-
ars vegar og dómsmála- og mann-
réttindaráðuneytið hins vegar
verða sameinuð í eitt ráðuneyti.
Varnarmálastofnun tók til starfa
1. júní 2008 og hefur rekstur ís-
lenska loftvarnakerfisins, sem svo
er nefnt, verið efst á blaði yfir
helstu verkefni þess. Fastráðnir
starfsmenn hafa verið um 54.
Vill lesa skýrsluna fyrst
Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri
Varnarmálastofnunar, kvaðst ekki
vilja tjá sig um efni skýrslunnar
fyrr en hún hefði lesið hana, en hún
hafði ekki tök á því í gær.
Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Varnarmálastofnunar,
gaf hins vegar kost á samtali en
hún sagði aðspurð að verkefnin
færist frá stofnuninni þegar áður-
nefnt frumvarp verður að lögum.
Reiknað sé með að flest verk-
efnin færist tímabundið til utanrík-
isráðuneytisins og að verulegur
hluti starfsmanna stofnunarinnar
muni því áfram vinna saman að
verkefnunum sem þangað færist.
Fram kemur í tilkynningu frá
utanríkisráðuneytinu að í frum-
varpinu sé ákvæði sem tryggi að
starfsfólkinu verði boðið starf hjá
þeim ríkisstofnunum sem taka við
verkefnum Varnarmálastofnunar.
Svanborg kveðst vonast til að
þetta verði efnt. baldura@mbl.is
Varnar-
málastofnun
lögð niður
Stofnunin sá um
loftvarnakerfið.
Önnur ráðuneyti
taka yfir verkefni