Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is LÍKT og fyrri ár verður fjöldi fólks á faraldsfæti um páskana innanlands. Að sögn Árna Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Flugfélags Íslands, munu um 5-6 þúsund manns ferðast með flugi innanlands páskadagana, þar af fara a.m.k. 1.700 manns til Ak- ureyrar á næstu þremur dögum, 700 til Ísafjarðar og 900 til Egilsstaða. Þá eru ótaldir allir þeir sem leggja land undir fót á fjölskyldubílnum. Hjá Heimi Hanssyni, forstöðu- manni Upplýsingamiðstöðvar ferða- mála á Ísafirði, fengust þær upplýs- ingar að nær allt gistirými í bænum væri þegar bókað en hins vegar væri enn laust gistipláss á Suðureyri, á Núpi í Dýrafirði og á Þingeyri. Bendir hann á að árum saman hafi skíðavikan á Ísafirði dregið brott- flutta Vestfirðinga vestur sem hafi þá oftast gist í heimahúsi hjá ætt- ingjum og vinum, en síðan tónlist- arhátíðin Aldrei fór ég suður hóf göngu sína fyrir sjö árum hafi orðið sprenging í eftirspurn eftir gistingu. Segist hann búast við því að íbúa- fjöldinn í Ísafirði muni tvö- til þre- faldast um páskana. Fjölbreytt menningardagskrá væri í boði fyrir vestan, m.a. leikhúsuppfærsla og klassískir tónleikar. Hjá Huldu Sif Hermannsdóttur, verkefnisstjóra viðburða- og menn- ingarmála Akureyrarstofu, var sömu sögu að segja. Þar er fjölbreytt afþreying í boði fyrir utan skíðaiðk- un í Hlíðarfjalli. Á vefnum www.visi- takureyri.is má finna upplýsingar um þau söfn sem opin eru alla páska- dagana, leiksýningar á vegum Leik- félags Akureyrar og Freyvangsleik- hússins sem og tónlistaruppákomur svo fátt eitt sé nefnt. Mikill snjór í Oddsskarði Að sögn Ástu Þorleifsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Austurlands, er vinsælt að gista í sumarhúsum fyrir austan. Segir hún að skíðafærið sé afbragðsgott um þessar mundir og mikill snjór bæði í Oddsskarði og Stafdal. Að hennar sögn er tilvalið að skella sér á snjó- sleða eða í jeppaferð upp að íshellum á svæðinu og baða sig í Laug- arvalladal. Nánari upplýsingar um hvað er í boði fyrir austan eru á www.east.is. Reikna má með að margir nýti páskana til þess að leggja leið sína að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Að sögn Skúla H. Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra ferðafélagsins Úti- vistar, stendur félagið fyrir fjölda gönguferða upp að gosstöðvunum. Annars vegar úr Básum þaðan sem farnar verða tvær ferðir á dag alla páskadagana, en Kynnisferðir verða með áætlunarferðir í Bása en aðeins er fært jeppum þangað, auk þess sem boðið verður upp á tvær lengri gönguferðir frá Skógum þar sem gist er eina nótt í Fimmvörðuskála. Opið inn í Þórsmörk Vegurinn inn í Þórsmörk var opn- aður fyrir umferð í gær. Ferðafélag Íslands er með skálaverði og leið- sögumenn í Langadal og þar geta ferðamenn fengið leiðsögn og ráð- gjöf og leitað gistingar. Boðið verður upp á gönguferðir upp á Valahnúk sem er afbragðsgóður útsýnisstaður til eldstöðvanna en einnig verður hægt að fá leiðsögn upp á Morins- heiði og Bröttufönn og standa þar í návígi við eldgos og hraunfossa. Á ferð um páska  Þúsundir Íslendinga verða á faraldsfæti um páskana  Skíðasvæðin heilla sem og menningarlífið og gosstöðvar LESTUR Passíusálmanna á föstudeginum langa er í huga margra órjúf- anlegur hluti af páskunum. Að þessu sinni verða þeir lesnir m.a. í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, í Hallgrímskirkju, Djúpavogskirkju, Grafarvogskirkju, Þingvallakirkju, Hofskirkju á Vopnafirði, Möðruvallakirkju, Hvamms- tangakirkju, Kálfatjarnarkirkju, Hjarðarholtskirkju, Ytri-Njarðvík- urkirkju, Garpsdalskirkju og í hátíðarsal Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar við Hringbraut. Einnig verða þeir lesnir í Skútustaðakirkju í Mý- vatnssveit samtímis því sem gengin er Píslargangan kringum vatnið. Passíusálmar lesnir víða um land Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á skíðum Mikill snjór er nú í Hlíðarfjalli við Akureyri og má búast við að margir nýti gott færi þar um páskana. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG hyggst leggja fram frumvarp sem gengur út á að Alþingi ákveði að fara skuli í virkjanaframkvæmdir í neðrihluta Þjórsár og halda þannig áfram með verkefnið. Það gerum við í ljósi þess að það eru engar hindranir til staðar fyrir verkefninu í raun og veru. Málið er búið að fara í umhverf- ismat en þær fengu fína einkunn þar, allar þessar þrjár virkjanir,“ segir Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, um frumvarp sem hún leggur fram á þingi í dag. „Þetta fór í gegnum rammaáætlun fyrst og þetta er einn af þeim kostum sem menn eru sammála um að séu mjög hagkvæmir. Þjórsá er á sem er mikið virkjuð og það er eðlilegt að menn fari fyrst í þá virkjanakosti frekar en á ótroðin svæði. Þannig að það eru öll rök fyrir því að neðrihluti Þjórsár sé virkjaður. Framkvæmdin fór í ákveðið uppnám við úrskurð umhverfisráðherrans en það er ekki hægt að gleyma því að Al- þingi hefur lagasetningarvald á þessu landi og ef Alþingi vill getur það ákveðið, að setja lög um það að fara í þessar virkjanir.“ Viðbrögð við synjuninni Ólöf vísar þar með til þeirrar ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra að synja skipu- lagsbreytingum, sem snúa að virkj- unum í neðrihluta Þjórsár, staðfest- ingar, sökum þess að þátttaka Landsvirkjunar í kostnaði sveitarfé- laga við skipulagsvinnu hefði brotið í bága við skipulags- og byggingarlög. Yrðu samtals 270 MW Virkjanirnar þrjár, Holtavirkjun, Hvammsvirkjun og Urriðafoss- virkjun myndu skila samtals 270 MW og yrði virkjun við Urriðafoss stærst, eða 130 MW, en til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun 690 MW. Aðspurð í hvað orkan yrði notuð segir Ólöf Landsvirkjun hafa tekið ákvörðun um að orkan færi til ann- arra verkefna en álbræðslna, svo sem til gagnavera og annarra óhefðbund- inna kaupenda orku. Hún telur „breiðan stuðning fyrir virkunum í neðrihluta Þjórsár“ á þingi. Alþingi greiði fyrir virkjun neðri Þjórsár  Ólöf Nordal telur samstöðu um málið Í HNOTSKURN »Ólöf segir áhugasama fjár-festa hafa knúið dyra hjá stjórnvöldum en að þá skorti vissu fyrir því að hægt sé að afhenda orkuna. »Hún telur tímabært aðbreikka kaupendahópinn. Morgunblaðið/RAX Elfur Virkjanirnar þrjár myndu skila samtals 270 MW. STJÓRNENDUR Hjallastefnunnar eiga í viðræðum við bæjaryfirvöld í Garðabæ um að stækka Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum. Í dag geta nemendur sótt skólann upp í fjórða bekk, en hugmyndir eru um að bæta við miðstigi, þ.e. fimmta til sjöunda bekk. Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjalla- stefnunnar, segir óskir hafa komið frá foreldrum um að bæta við áðurnefndum bekkjum. Hún segist vongóð um að frá og með næsta hausti verði hægt að bjóða upp á kennslu á miðstigi við skólann. Verði stækkunin sam- þykkt af bæjarfélaginu muni skólinn bæta við einni fær- anlegri kennsluálmu. Í nýlegri skýrslu Námsmatsstofnunar kom fram að nemendur Grunnskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ voru hæstir í stærðfræði á síðustu samræmdu prófum fyrir fjórða bekk. Í íslensku var skólinn í fimmta sæti á lands- vísu. Aðspurð hverju hún þakkar þennan árangur, segir Margrét Pála það hafa sýnt sig að kynjaskipt skólastarf auki námsárangur. Þá hafi einnig sitt að segja að nem- endur byrji fimm ára í skólanum. „Svo trúi ég á óhefð- bundnar kennsluaðferðir okkar, þar sem við leggjum áherslu á sköpun og einstaklingsmiðað nám,“ segir hún. Páll Hilmarsson, formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar, segir bæjaryfirvöld vera opin fyrir hug- myndum um stækkun skólans. Stækkunin myndi þó hafa nokkurn kostnað í för með sér fyrir bæjarfélagið, en eftir sé að ræða við stjórnendur Hjallastefnunnar um mögu- legar útfærslur. Hann gerir ráð fyrir að endanleg ákvörðun bæjarins liggi fyrir í vor. hlynurorri@mbl.is Hjallastefnan vill fleiri bekki í Garðabæ Morgunblaðið/Ásdís Kynjaskipt Aðferðir skólans eru óhefðbundnar.  Vonast til að geta boðið upp á miðstig í haust DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN Útivistarleikur Homeblest & Maryland Ef þú kaupir Homeblest eða Maryland kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 3 x 50.000 kr. úttektir 48 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Leynist vinningur í pakkanum þínum! E N N E M M / S IA / N M 40 48 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.