Morgunblaðið - 31.03.2010, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
AKSTUR
vagna Strætó
bs. um
páskahátíðina
verður sem hér
segir: Á skír-
dag, fimmtu-
daginn 1. apríl,
verður ekið
samkvæmt
sunnudags-
áætlun. Á föstudaginn langa, 2.
apríl, verður enginn akstur. Laug-
ardaginn 3. apríl verður ekið sam-
kvæmt hefðbundinni laugar-
dagsáætlun. Á páskadag,
sunnudaginn 4. apríl, verður eng-
inn akstur. Annan í páskum, mánu-
daginn 5. apríl, verður ekið sam-
kvæmt sunnudagsáætlun. Allar
nánari upplýsingar má finna á
www. straeto.is og í þjónustusíma
Strætó bs., 540 2700.
Akstur strætis-
vagna um páskana
AFLÉTT var í gær lokun sem
verið hefur á umferð inn í Þórs-
mörk vegna eldsumbrotanna á
Fimmvörðuhálsi. Vegagerðin lag-
færði veginn um helgina en hann
er engu að síður aðeins fær
breyttum jeppum og öflugum rút-
um.
Öll umferð fólks um Hrunagil
og Hvannárgil er bönnuð vegna
hættu á eitruðu gasi sem þar
kann að safnast fyrir og vegna
hættu á gufusprengingum. Vís-
indastofnanir hafa bannað sínu
fólki að fara inn í gilin vegna
þessarar hættu. Ástand göngu-
leiða í Þórsmörk er breytilegt og
eru þeir sem hyggja á göngu það-
an hvattir til að setja sig í sam-
band við staðarhaldara í skálum
sem þar eru áður en lagt er af
stað. Lögregla og björg-
unarsveitir verða með eftirlit og
gæslu í Þórsmörk og við eldstöð-
ina. Boðið verður upp á dags-
ferðir í Þórsmörk um páskana til
að gefa fólki kost á að skoða gos-
stöðvarnar úr nálægð.
Má fara í Þórsmörk
Glóð Matreiðslumeistarar á Hótel Holti elduðu í gær við ylinn frá nýja
hrauninu á Fimmvörðuhálsi. Í matinn var m.a. humarsúpa og skötuselur.
Vegurinn aðeins fær öflugum bílum og
rútum Lögreglan áfram með gæslu
Ljósmynd/Kristján Logason
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
úrskurð Héraðsdóms Reykjaness
um að Catalina Mikue Ncogo sæti
áfram gæsluvarðhaldi til 23. apríl en
hún áfrýjaði dómi héraðsdóms frá 1.
desember sl. þar sem hún var dæmd
í 2½ árs fangelsi fyrir innflutning
fíkniefna og hagnýtingu vændis.
Tveimur dögum síðar var Ncogo,
betur þekkt sem Catalina, handtekin
vegna gruns um mansal og hagnýt-
ingu vændis en lögreglan taldi sig
hafa rökstuddan grun um að hún
flytti stúlkur til landsins, gerði þær
út til vændis og tæki að minnsta
kosti helming hagnaðarins af þeim.
Catalina hefur nú verið ákærð fyr-
ir vændisstarfsemi og mansal en
samfangi hennar hefur nú staðfest
að hún hafi í janúar síðastliðnum
reynt að fá sig til að starfa sem
vændiskona fyrir 500.000 krónur á
mánuði, þegar hún væri laus úr
fangelsi.
Vændið helsta tekjulindin
Fram kemur í úrskurði héraðs-
dóms, sem Hæstiréttur staðfesti, að
við rannsókn málsins hafi konur bor-
ið um að hafa stundað vændi hér á
landi á vegum Catalinu og að þær
hafi komið til landsins í því skyni að
starfa við vændi á vegum hennar.
Konunum beri saman um að Ca-
talina hafi haft umráð yfir húsnæð-
inu sem þær dvöldu í og vændið var
stundað í.
Þá bendi vitnisburðir til þess að
Catalina hafi gerst sek um mansal
gagnvart sumum kvennanna sem
um ræði með því að beita hótunum
um ofbeldi og frelsissviptingu.
Bauð samfanga að starfa
við vændi gegn greiðslu
Catalina Ncogo áfram í gæsluvarðhaldi
Stórfréttir
í tölvupósti
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Gallaskokkar, gallajakkar,
gallapils og gallabuxur
STANGAVEIÐI
Stangaveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. apríl
Veiðileyfi eru seld á Kríunesi og Elliðavatni
Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfs-
björg, unglingar (innan 16 ára aldurs)
og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og
Kópavogi fengið afhent veiði-
leyfi án greiðslu.
Eddufelli 2, sími 557 1730
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
Kjólar og
skokkar
Kjóll kr. 6.900
fleiri litir
Fjölbreytt
úrval
A Ð A L F U N D U R C C P h f .
Aðalfundur CCP hf., kt. 450697-3469, verður haldinn 14. apríl 2010 á skrifstofu
félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 12.30.
D A G S K R Á :
Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins.
Undir dagskrárliðnum “breytingar á samþykktum” verða teknar fyrir
eftirfarandi tillögur:
I. Tillaga stjórnar félagsins um að veita henni heimild í samþykktum til að
hækka hlutafé félagsins um allt að 500.000 hluti að nafnvirði með útgáfu
nýrra hluta. Heimildin gildi í 4 ár og má einungis nota í tengslum við efndir
kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins. Hluthafar skulu ekki hafa
forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum.
II. Tillaga stjórnar félagsins um að framlengja heimild stjórnar skv.
samþykktum til að hækka hlutafé þess um 391.820 hluti að nafnvirði með
útgáfu nýrra hluta til að efna kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins,
um 3 ár eða til 7. september 2011. Hluthafar hafa ekki hafa forgangsrétt til
áskriftar að þessum nýju hlutum.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn CCP
hf. skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5
sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, sbr. 63. gr. (a) hlutafélagalaga nr.
2/1995. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á
skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfundinn.
Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku.
Stjórn CCP hf.
Í DAG er síðasti
dagur til að dreifa
frumvörpum á yf-
irstandandi vor-
þingi. Engin mál
eru á dagskrá,
heldur verður
dagurinn lagður í
útbýtingu frum-
varpa. Ekki veitir
af, enda verður að
sögn Björgvins G.
Sigurðssonar, þingflokksformanns
Samfylkingar, reynt að dreifa öllum
þeim frumvörpum sem þingflokkar
stjórnarflokkanna og ríkisstjórnin
hafa samþykkt. Þau hlaupa á tugum
og má sem dæmi nefna frumvarp um
greiðsluaðlögun og annað um lög-
bindingu greiðslna í starfsendurhæf-
ingarsjóð en ASÍ hefur gengið hart
eftir hinu síðarnefnda.
Eftir páskafrí hefst þinghald 12.
apríl en þá verður lögð fram skýrsla
rannsóknarnefndar Alþingis. Að sögn
Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur,
forseta þingsins, hefur ekki verið tek-
inn frá ákveðinn fjöldi daga til að
fjalla um skýrsluna. „Gert er ráð fyrir
að skýrslan verði rædd en það er erf-
itt að gera nákvæma dagskrá því við
vitum ekki hvað er í henni.“
Viku hlé verður gert á störfum
þingsins vegna sveitarstjórnarkosn-
inga sem fara fram hinn 29. maí. Þing
kemur aftur saman 31. maí en sam-
kvæmt starfsáætlun lýkur störfum
þingsins 4. júní. Að sögn Ástu Ragn-
heiðar er þó mögulegt að dagskráin
lengist um örfáa daga.
Von á tug-
um frum-
varpa í dag
Þing kemur aftur
saman hinn 12. apríl
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir