Morgunblaðið - 31.03.2010, Side 10
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Þetta er nú ekkert merkilegtkattasafn. Mér finnst hálfhégómlegt að vera aðsegja frá þessu,“ segir Ör-
lygur Karlsson skólastjóri Fjöl-
brautaskóla Suðurlands af mikilli
hógværð þar sem hann tekur á móti
blaðamanni á Bókasafni Selfoss, en
þar hefur kisusafnið hans verið
gestum til sýnis undanfarið. Örlyg-
ur hefur safnað kisum af öllum
stærðum og gerðum undanfarin tólf
ár.
„Kveikjan að þessari söfnun var
sú að heimiliskötturinn okkar hún
Skotta dó, en hún var búin að vera
hjá okkur í rúm sextán ár. Því mið-
ur var ég ekki heima þegar hún
kvaddi, heldur staddur úti í Frakk-
landi á ferðalagi með nemendum
fjölbrautaskólans. Samkennari
minn í frönsku sem var með í för
gaf mér kattarstyttu til að votta
mér samúð, lítinn svartan og hvítan
kött í körfu,“ segir Örlygur og
dregur fram þennan fyrsta kött
safnsins.
„Í framhaldi af þessu fórum ég
og konan mín að safna fleiri katta-
styttum. Hún Skotta var eini kött-
urinn í lífi okkar og við ákváðum að
fá okkur ekki nýjan kött heldur
dunda okkur frekar við þessa söfn-
un. Það er vissulega ákveðinn kost-
ur að ekki þarf að setja þessa ketti í
Kettir frá öllum
heimshornum
Þegar kötturinn Skotta yfirgaf jarðlífið eftir sextán ára farsæla ævi fékk eigandi
hennar kisustyttu í samúðargjöf. Nú tólf árum síðar eru kisurnar orðnar um
hundrað og þrjátíu. Og enn bætist í safnið.
Morgunblaðið/Golli
Safnari Örlygur með nammiköttinn framan við glerskápinn á bókasafninu.
10 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
Það eru fáir litir sem gleðja augað
jafn mikið og gulur. Enda er gulur lit-
ur ljóss og vonar og litur páskanna og
vorkomunnar. Gula litnum fylgir já-
kvæðni og lífsgleði og það birtir yfir
því fólki sem klæðir sig í gult. Sólin
er líka gul í okkar augum og sólinni
fylgir yfirleitt gleði, a.m.k. fyrir íbúa
Íslands.
Notið tækifærið yfir páskahátíðina
og skreytið heimili ykkar með gulu,
það mun bara bæta og kæta. Það er
ekki langt síðan páskaskraut fór að
vera áberandi í verslunum hér en úr-
valið er nægt. Fyrir utan klassísk egg,
páskaunga og kanínur er um að gera
að kaupa páskaliljur, krókusa, gula
túlípana og brumandi greinar því fátt
er fallegra en að skreyta með lifandi
blómum og gróðri. Það má einnig fá
sér gul kerti, páskadúka, servíettur,
kertastjaka og óróa. Munið bara að
allt er gott í hófi þó gult sé.
Flestar verslanir eru uppfullar af
gulu núna, aðallega páskaskrauti en
einnig má sjá gult í vortískunni sem
nú er að koma í hillur fataversl-
ananna. Fallegt er að lífga upp á
klæðaburðinn með gulum klút um
hálsinn, gulu belti eða bindi. Það ger-
ir mikið fyrir annars líf- og litlausan
fatnað.
Endilega...
Morgunblaðið/Ómar
Gulur Páskaliljur eru fallegt skraut hvort sem er í blómavasa eða blómabeði.
...skreytið með gulu
„Það er tvennt sem kemur til greina en út
frá þessari sýningu sem ég opna á Kafé Car-
ólínu á laugardaginn nefni ég vinnustofuna
mína. Eina myndin á sýningunni sem er frá
Akureyri er tekin fyrir utan vinnustofuna
mína,“ segir Kristján Pétur spurður um
uppáhaldsstaðinn sinn.
„Vinnustofan er í bakhúsi við heimili mitt.
Þar er allt sem ég þarf á að halda til að vinna
að því sem mér þykir skemmtilegt. Þetta er
hvort tveggja vinnustaður og griðastaður.
Þangað koma vinirnir í heimsókn og þar
myndast oft góðar samræður.
Hitt sem kom til greina var eldhúsborðið
mitt, ég er nefnilega mikill matmaður líka.“
Kristján Pétur Sigurðsson,
lífslistamaður
Uppáhaldsstaður Kristjáns Péturs Sigurðssonar
Vinnustofan í uppáhaldi
Kristján Pétur Sigurðsson
Niðurstöður þjóðfunda í landshlutum
Opinn fundur með forsætisráðherra
Háskólanum á Akureyri, Sólborg
v/Norðurslóð, stofu L201.
miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.00 - 16.15
Allir velkomnir
Fundurinn verður sendur út á netinu á vefslóðinni:
mms://media.unak.is/malstofa
Sjá dagskrá fundarins á vefslóðinni:
http://www.island.is/endurreisn/soknaraaetlun
-islands/a-dofinni
Ertu að fara í ferðalag með börnin um páskana? Á að kíkja
upp á Snæfellsjökul, heimsækja ömmu á Kópaskeri og fá
sér pylsu á Hvolsvelli? Páskafríið er reyndar bara fimm
dagar en það má reyna. Eitt sem verður að hafa í huga áð-
ur en lagt er af stað er að hafa ofan af fyrir börnunum í
bílnum allan þennan rúnt. Það sem gott er að hafa við
hendina og gerir það að verkum að þú heyrir „stoppa í
sjoppu“ og „erum við ekki að vera komin“ sjaldnar er eft-
irfarandi:
Til afþreyingar: Bækur, tímarit og myndasögur. Leikir,
ferða-borðleikir og/eða tölvuleikir. Teiknibók og litir. Póst-
kort sem börnin geta skreytt á leiðinni og sent til ættingja
og vina á áfangastað. Pípuhreinsarar og annað föndur sem
hægt er að dunda sér með. Ferða-mynddiskaspilari, geisla-
spilari og heyrnatól. Hljóðbækur sem allir geta hlustað á.
Til að borða: Hollt snakk sem molnar ekki mikið og
skilur ekki eftir sig kámuga putta. Ávexti sem auðvelt er
að borða, t.d. epli og ber. Vatn á flösku sem hægt er að
fylla á þegar stoppað er.
Annað: Sjúkrakassi sem inniheldur a.m.k. plástur,
sólarvörn og höfuðverkjapillur. Ruslapokar. Þurrkur –
blautar og þurrar. Passa að hafa föt til skiptanna við hend-
ina og bleiur. Teppi sem hægt er að nota til að breiða yfir
farþega eða til að sitja á þegar nestið er borðað úti í nátt-
úrunni. Sippubönd og boltar svo börnin geti fengið útrás
fyrir hreyfiþörfina þegar stoppað er.
Ferðalög
Reuters
Bíltúr Það þarf að hafa ofan af fyrir börnunum svo þau sitji kyrr.
Fyrir börnin í bílnum