Morgunblaðið - 31.03.2010, Side 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
BASKAR klæða sig í búninga fyrir skrúðgöngu í
Bilbao, helstu borg Baskahéraðanna á Spáni. Farið er í
hundruð skrúðgangna í dymbilvikunni á Spáni og þús-
undir manna taka þátt í sumum þeirra.
Reuters
DYMBILVIKUGANGA Á SPÁNI
NÝR kafli í tilraunum eðlisfræðinga
til að afhjúpa leyndardóma alheims-
ins hófst í gær þegar öreindahraðall
CERN-stofnunarinnar í Sviss setti
nýtt met með því að þeyta saman
róteindageislum með 3,5 sinnum
meira afli en áður hafði mælst.
Þessi áfangi er upphafið að millj-
örðum slíkra róteindaárekstra sem
fyrirhugaðir eru í öreindahraðlinum
á næstu 18-24 mánuðum.
Nálgast ljóshraða
Hraðallinn er í 27 kílómetra
löngum göngum um 100 metra
neðanjarðar við landamæri Sviss að
Frakklandi. Hann er í raun sam-
stæða margra hraðla sem þeyta
öreindum í afar sterku segulsviði í
göngunum þar til þær nálgast ljós-
hraða, hinn endanlega hraða efnis-
heimsins, sem mælist rétt tæplega
300.000 kílómetrar á sekúndu.
Hitinn við árekstur róteindanna
er gríðarlegur og skilyrðin lík því
sem þau eru talin hafa verið við
Miklahvell fyrir 13,7 milljörðum ára.
Með tilrauninni vonast því vís-
indamennirnir til þess að öðlast
dýpri skilning á myndun alheimsins,
með gleggri sýn á innsta eðli efnis-
heimsins.
Ennfremur vonast vísindamenn-
irnir til þess að geta sannreynt
kenningu breska eðlisfræðingsins
Peter Higgs um tilvist svonefndrar
Higgs-bóseindar, sem gefi öreind-
unum massa.
Vísindamenn CERN, Evrópsku
rannsóknamiðstöðvarinnar í
öreindafræði í Genf, fögnuðu ákaft
þegar fyrsti áfanginn náðist í gær.
Margir þeirra lýstu áfanganum sem
upphafi að „nýju tímabili í vís-
indum“.
Vísindamennirnir bættu þó við að
það myndi taka marga mánuði og
jafnvel mörg ár að vinna úr upplýs-
ingunum um árekstrana og meta
þær.
Upphaf að „nýju
vísindatímabili“
Árekstur með metafli í öreindahraðli
Mikill hvellur Vísindamaður fylgist
með fyrsta róteindaárekstrinum.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
MANNRÉTTINDASAMTÖKIN
Amnesty International skoruðu í
gær á ráðamenn í Kína að veita upp-
lýsingar um hversu margir fangar
eru teknir af lífi á ári hverju og
sögðu að aftökurnar í Kína væru
fleiri en í öllum öðrum löndum heims
samanlagt.
Stjórnvöld í Kína líta á upplýs-
ingar um fjölda aftakna sem ríkis-
leyndarmál en Amnesty telur líklegt
að á ári hverju séu þúsundir fanga
teknar af lífi í landinu.
Mannréttindareglur brotnar
„Kínverskir ráðamenn halda því
fram að aftökunum hafi fækkað.
Hvers vegna segja þeir ekki frá því
hversu marga ríkið tekur af lífi, ef
þetta er rétt?“ spurði Claudio Cor-
done, starfandi framkvæmdastjóri
Amnesty International. „Enginn
þeirra, sem eru dæmdir til dauða í
Kína, fær sanngjörn réttarhöld í
samræmi við alþjóðlegar mannrétt-
indareglur.“
Samkvæmt kínverskum lögum
geta 68 lögbrot varðað dauðarefs-
ingu, meðal annars efnahagsbrot á
borð við mútuþægni og fjárdrátt.
Dauðadæmdu fangarnir fá banvæna
sprautu eða eru leiddir fyrir aftöku-
sveit.
Margir dauðadómanna byggjast á
játningum sem knúnar eru fram
með pyntingum og sakborningarnir
hafa takmarkaðan aðgang að lög-
fræðingum, að því er fram kemur í
skýrslu Amnesty. Samtökin hafa
m.a. áhyggjur af málum þeirra sem
voru teknir af lífi eftir pólitískt um-
rót í Tíbet og Xinjiang, aftökum
fólks sem sakað var um fjársvik og
máli Breta sem var tekinn af lífi þótt
lögfræðingur hans teldi hann ósak-
hæfan vegna geðsjúkdóms.
Samtökin gagnrýndu einnig pukr-
ið í tengslum við dauðarefsingar í
öðrum löndum. „Leynd hvílir yfir
því hvernig dauðarefsingum er beitt
í löndum á borð við Kína, Hvíta-
Rússland, Íran, Mongólíu, Norður-
Kóreu og Víetnam. Slík leynd er
óverjandi,“ segir í skýrslunni. „Ef
dauðarefsingar eru réttmætur þátt-
ur í stjórn ríkis eins og ráðamenn
landanna staðhæfa þá er engin
ástæða til að leyna beitingu þeirra
fyrir almenningi og alþjóðlegum
eftirlitsstofnunum.“
Meira en tveir þriðju landa heims
hafa afnumið dauðarefsingar eða
hafa ekki tekið neinn fanga af lífi síð-
ustu tíu árin. Flestar aftökurnar
fóru fram í Asíu, Mið-Austurlöndum
og Bandaríkjunum.
Um áramótin síðustu höfðu a.m.k.
17.118 manns verið dæmdir til dauða
en ekki teknir af lífi.
Segir pukrið óverjandi
Amnesty gagnrýnir leynd sem hvílir
yfir aftökum í Kína og fleiri löndum
Reuters
Á móti dauðadómum Aftöku mót-
mælt í Wisconsin í Bandaríkjunum.
Talið er að á ári hverju séu þús-
undir fanga teknar af lífi í Kína
og fleiri en í öllum öðrum löndum
samanlagt. Margir dauðadóm-
anna byggjast á játningum sem
knúnar eru fram með pyntingum.
Að minnsta kosti 714 manns voru teknir af lífi í átján löndum á
síðasta ári og minnst 2.000 voru dæmdir til dauða í 56 löndum,
samkvæmt skýrslu sem mannréttindasamtökin Amnesty
International birtu í gær.
Í þessum tölum eru þó ekki taldar með þúsundir fanga sem talið er að hafi
verið teknir af lífi í Kína. Þar eru ekki veittar upplýsingar um fjölda aftakna.
AFTÖKUR Í HEIMINUM Á SÍÐASTA ÁRI
Heimild: Amnesty International
1981
3.278
1986
743
1996
4.272
2004
3.797
2009
714
2008
2.390
Skv. opinberum upplýsingum
Aftökur í heiminum
Skv. opinberum upplýsingum, 2009
LÖND ÞAR SEM AFTÖKURNAR ERU FLESTAR
Kína*
*Áætlað. Í Kína eru fleiri teknir
af lífi en í öllum öðrum löndum
heimsins samanlagt
Íran
Írak
S-Arabía
Bandaríkin
Jemen
Súdan
Víetnam
Sýrland
Japan
388+
120+
69+
52
30+
9+
9+
8+
7
1,000+
DAUÐAREFSINGAR Í HEIMINUM
Afnumdar
algerlega
(95)
Beitt í fáum undan-
tekningartilvikum
(9)
Enn í gildi en ekki
framkvæmdar
(35)
Dauðarefsingum
enn beitt
(58)
Búrúndí
Afnumdar
2009
Tógó
Afnumdar
2009
Argentína
Afnumdar
2008
Úsbekistan
Afnumdar
2008
BANDALAG
Silvios Berlus-
conis, forsætis-
ráðherra Ítalíu,
styrkti stöðu sína
í héraðskosn-
ingum sem fram
fóru í landinu á
sunnudag og
mánudag. Banda-
lagið sigraði í sex
af þrettán héruðum í stað tveggja í
síðustu kosningum.
Sigurinn kann þó að koma Berlus-
coni í vanda síðar því Umberto Bossi
er álitinn helsti sigurvegari kosning-
anna. Norðursambandið tvöfaldaði
fylgi sitt og komst til valda í Veneto
og Piedmond.
Líklegt þykir að sigurinn verði til
þess að Bossi setji ríkisstjórn Ber-
lusconis skilyrði og krefjist þess að
völd auðugu héraðanna á Norður-
Ítalíu verði aukin.
Bossi helsti
sigurvegari
kosninganna
Umberto Bossi
ÞJÓFAGENGI hefur grafið sér leið
inn í fjárhirslur banka í París og
hreinsað út úr tæplega 200 banka-
hólfum í einkaeigu, að sögn frönsku
lögreglunnar.
Þjófarnir brutust inn í útibú
bankans Credit Lyonnais nálægt
óperuhúsinu í París aðfaranótt
sunnudags með því að nota verk-
færi til að brenna göt og brjóta nið-
ur veggi frá húsinu við hliðina. Þeir
bundu öryggisvörð og dunduðu sér
svo við það í heilar níu klukku-
stundir að tæma bankann og
kveikja loks í honum áður en þeir
fóru af vettvangi. Vörðurinn slapp
ómeiddur.
Enn er verið að meta verðmæti
þýfisins og að sögn lögreglu gæti
það verið erfitt þar sem um einka-
hirslur var að ræða. Rannsókn-
arlögreglumaður lýsti ráninu þann-
ig að þjófarnir hefðu augljóslega
verið fagmenn.
Þjófar grófu
sig inn í
banka í París
Enginn fangi var tekinn af lífi í Evr-
ópu á síðasta ári og er þetta fyrsta
aftökulausa árið í álfunni frá því
að Amnesty byrjaði að birta árleg-
ar skýrslur um aftökur í heiminum.
Hvíta-Rússland er eina Evrópu-
landið sem hefur ekki enn afnumið
dauðarefsingar og engin aftaka
fór fram þar á síðasta ári. Tveir
fangar hafa þó verið teknir af lífi í
Hvíta-Rússlandi í ár.
Fyrsta aftökulausa árið í Evrópu