Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010 ✝ Böðvar Árnasonfæddist í Bifröst í Vestmannaeyjum 19.5. 1927. Hann lést á elliheimilinu Grund 23.3. 2010. Foreldrar hans voru Árni S. Böðv- arsson, f. 28.6. 1890, d. 14.4. 1975, og María W. Heilmann Eyvindardóttir, f. 25.2. 1901, d. 12.12. 1983. Systkini Böðv- ars: 1) Fríða Sophia Böðvars, f. 19.5. 1921, d. 16.1. 1932, 2) Erna, f. 15.12. 1922, d. 18.5. 2008, 3) Ey- vindur, f. 17.2. 1926, 4) Gunnar, f. 11.12. 1928, 5) Gottfreð, f. 13.12. 1932. Eiginkona Böðvars var Guð- munda S. Gunnarsdóttir, f. 3.2. 1929, d. 14.11. 1994. Börn þeirra eru: 1) Gunnar, f. 1950, kvæntur Sig- rúnu Sigfúsdóttur, f. 1952. Börn þeirra eru: Brynja, f. 1970, sonur hennar Atli Þór Bergmann Pét- ursson, f. 1988, Böðvar Atli, f. 1972, í sambúð með Guðrúnu Júlíu með Vilhjálmi Þórðarsyni, f. 1942. 4) Erna María, f. 1958, gift Bjarna Óskari Halldórssyni, f. 1958. Synir þeirra eru: Guðmundur Óskar, f. 1979, sonur hans er Halldór Ósk- ar, f. 2000. Guðmundur er kvænt- ur Telmu Sveinsdóttur, f. 1983, dóttir þeirra er Emilía Mist, f. 2009. Arnar Óskar, f. 1985, og Birgir Óskar, f. 1993. 5) Bryndís, f. 1965. Hún var gift Ólafi Jóhanns- syni, f. 1965. Dóttir þeirra er Ásta, f. 1991. Böðvar rak fyrirtækin Vibró í Kópavogi og Frostver í Hafn- arfirði ásamt bræðrum sínum, alla sína starfsævi. Böðvar og Munda gengu í hjóna- band 5.7. 1949. Þau hófu búskap í Sörlaskjóli 8 þar sem þau bjuggu fyrstu árin. Þau voru á meðal frumbyggja Kópavogs og reisti Böðvar hús í Reynihvammi 38. Munda lést árið 1994. Síðar kynnt- ist Böðvar Sólveigu Gunnarsdóttur og áttu þau samleið um tíu ára skeið. Böðvar bjó í Hæðargarði 35 árin 2005-2009. Síðasta árið bjó hann á elliheimilinu Grund þar sem hann naut mjög góðrar að- hlynningar. Útför Böðvars fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 31. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Gunnarsdóttur, f. 1978. Synir þeirra eru: Gunnar Axel, f. 1996; Benjamín Árni, f. 2004; Stefán Bjart- ur, f. 2006, Bjarki, f. 1975, sonur hans er Nói Páll f. 2003, Gyða, f. 1984 dætur hennar eru Tara Daðadóttir, f. 2002, og Íris Daðadóttir, f. 2004, sambýlismaður Gyðu er Ingi Örn Grétarsson, f. 1978. 2) Fríða Sophia, f. 1953. Hún var gift Jónasi I. Ott- óssyni, f. 1952. Synir þeirra eru Jakob, f. 1981, og Egill, f. 1982. Sambýliskona Egils er Jóhanna Pálsdóttir, f. 1987, og þau eiga óskírða dóttur, f. 2010. Fríða er í fjarbúð með Kristni Dagssyni, f. 1952. 3) Ásta, f. 1955. Hún var gift Emil Fenger, f. 1953, d. 1984. Son- ur þeirra er Finnur, f. 1982, og sambýliskona hans er Íris Björg Krishna, f. 1987. Síðar var Ásta í sambúð með Lárusi Ými Ósk- arssyni, f. 1949. Dóttir þeirra er Edda, f. 1994. Ásta er í fjarbúð Elsku besti pabbi minn, nú er komið að kveðjustund. Það er þungbært að sjá þig hverfa á brott, en lífið heldur áfram og mig langar að heiðra minningu þína, á þann hátt sem þér sæmir. Það var bara aldrei lognmolla í kringum þig. Þú varst sá sem lést verkin tala og gerðir það sem þurfti að gera . Þá var eins gott að vera með á nót- unum. Þú gerðir miklar kröfur til sjálfs þín og gerðir að sama skapi kröfur til annarra, varst ósérhlíf- inn, bóngóður, hjálpsamur, úr- ræðagóður, útsjónarsamur og ég gæti haldið lengi áfram. Eðlilega varstu mikill áhrifavaldur í mínu lífi og mun ég keppa að því að gera þig stoltan af mér. Pabbi, þú varst frábær og ég sakna þín ólýsanlega mikið. Ég kveð þig með sálminum, sem þú unnir svo mjög og söngst há- stöfum, þegar tækifæri gafst. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Vertu Guði falinn, elsku pabbi minn. Þinn einasti sonur, Gunnar. Það er margs að minnast og hug- urinn reikar víða þegar ég hugsa um tengdaföður minn Böðvar Árnason. Ég sá hann fyrst sautján ára gömul þegar ég kynntist Gunn- ari syni hans. Mér var boðið að koma og borða með fjölskyldunni frammi í eldhúsi. Þar voru saman komnar systur Gunnars og foreldrar. Eitthvað gekk mér feiminni unglingsstúlk- unni illa að njóta matarins, þar sem allra augu beindust að mér. Mér tókst þó að koma niður einni fiskibollu. Böðvari varð þá að orði, að þetta væri ekki upp í nös á ketti og ég yrði ódýr í rekstri. Böðvar mikill matmaður og henti aldrei mat, enda hafði hann oft á orði að amma hans hefði sagt; „við hend- um ekki tutlu hér“ og setti hnefann í borðið til þess að leggja áherslu á orð sín. Þegar fyrsta barnabarnið hans Brynja fæddist bjuggum við Gunn- ar ennþá hjá foreldrum mínum. Böðvari fannst það ekki nógu gott og fannst að fjölskyldan þyrfti að eignast sína eigin íbúð. Hann hvatti okkur til að festa kaup á íbúð á Hjallabraut í Hafnarfirði. Við keyptum íbúðina tilbúna undir tréverk og hann vissi til hverra skyldi leitað með hin ýmsu verk- efni til að hjálpa okkur við að gera íbúðina íbúðarhæfa fyrir fjölskyld- una. Hann hafði rétt fyrir sér því á næstu fimm árum bættust Böðvar og Bjarki í hópinn. Eftir að við fluttum þangað bankaði Böðvar oft á dyr á leið sinni til og frá Frostveri, þar sem hann og bræður hans ráku frysti- hús. Hann var einstaklega barn- góður og krakkarnir höfðu gaman af því að hitta hann. Hann fór með þau á skauta, skíði og sund. Það var gott að leita til Böðvars með alla hluti, hann reyndi alltaf af finna góðar lausnir á öllum málum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig mætti leysa hlutina á sem hagkvæmastan hátt. Böðvar tók mér opnum örmum í fjölskylduna. Minningin um Böðvar mun lifa í hjarta mínu alla ævi. Betri tengdaföður var ekki hægt að hugsa sér. Sigrún Sigfúsdóttir Ég varð þess aðnjótandi að kynnast Böðvari og Guðmundu fyr- ir u.þ.b. 34 árum þegar við Erna dóttir þeirra byrjuðum að fella hugi saman. Foreldrar mínir bjuggu í Lúxemborg og ekki leið langur tími frá því að ég fór að venja komur mínar í Reynihvamm 38 þar til ég var orðinn þar um tíma fastur til heimilis. Böðvar var greiðvikinn og gjaf- mildur og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Þess hafa öll börn og barnabörn hans notið í ríkum mæli. Lengst af var það varla við hæfi að opna málningadós öðru vísi en að tengdapabbi væri til staðar til að handleika rúlluna. Böðvar rak ásamt bræðrum sín- um þeim Eyvindi, Gunnari og Gott- freð, Vibró í Kópavogi og Frostver í Hafnarfirði. Þessi samvinna þeirra átti sér stað nánast alla starfsævi bræðranna og óhætt að fullyrða að mikil vinátta og sam- kennd hafi ríkt á milli þeirra alla tíð. Það er ekki auðvelt að gera per- sónu tengdapabba skil. Hann var duglegur, stundvís, geðgóður, greiðvikinn og gjafmildur. Ein af hans dyggðum var að vera nýtinn og fara vel með og stundum þótti okkur sem höfum verið alin upp í seinni tíma góðæri fullmikil nýtni á ferðinni. Þegar honum var boðið til barna sinna í mat þá minntist hann jafnan þess sem amma hans hafði sagt „við hendum ekki tutlu hér“. Það fór aldrei matarbiti í tunnuna hjá tengdapabba, að minnsta kosti ekki að honum aðsjáandi. Tengdapabbi var mjög stoltur af börnum sínum og barnabörnum en hann var þeirrar gerðar að hann hrósaði fólki sjaldnast augliti til auglits, hrós frá honum kom iðu- lega fram í tali hans við annan en hrósið átti við um. Þetta breyttist síðustu árin og fengu börn og barnabörn hans mikið að heyra frá honum hversu falleg þau væru og hversu mikið hann elskaði þau. Það var tengdapabba mjög erfitt þegar Munda lést úr krabbameini árið 1994. Að öðru fólki ólöstuðu var Guðmunda ein sú allra besta manneskja sem ég hef kynnst. Á síðari árum var það lán að tengdapabbi sótti mikið í fé- lagsskap því hann var ekki sú manngerð að vera einsamall. Að komast í dans og syngja í kórum gaf honum mikið og það mátti ekki missa af neinni góðri stund á þeim vettvangi. Í slíku félagstarfi kynnt- ist hann góðu fólki og tókst með honum góð vinátta og samvist um tíma með henni Sólveigu. Fyrir u.þ.b. 2-3 árum fór að bera meira á því að tengdapabbi gengi ekki heill til skógar. Hann var úr- skurðaður með Alzheimer og ágerðist þessi sjúkdómur hratt. Það voru börnum hans þung spor að fylgja pabba sínum á dvalar- heimilið Grund á lokaða deild, en erfitt var að sjá hann fyrir sér í lokuðu umhverfi, manninn sem alltaf var á ferðinni og iðulega að flýta sér. Böðvar bjó á Grund í rúmt ár eða þar til kallið kom. Þar naut hann samvista við vistmenn og frábært starfsfólk sem ég veit að börn hans kunna bestu þakkir fyrir góða umhyggju við föður sinn. Ég er viss um að að loknum stuttum endurfundi með Mundu fari að heyrast obbobbbobb og að tengdó fari að láta hendur standa fram úr ermum í viðleitni sinni til að gera gott betra hjá almættinu. Ég votta samúð og þakka sam- fylgdina. Bjarni Óskar Halldórsson. Elsku afi, það er ótrúlegt að þú sért farinn. Það er erfitt að sætta sig við það en svona er það bara. Mér finnst ég svo heppinn að hafa fengið að kynnast þér. Þeir sem þekkja mig vel vita hvað ég leit mikið upp til þín. Alltaf að segja sögur af afa gamla. Ég minn- ist þess þegar mamma og pabbi voru erlendis og ég var í pössun hjá þér og ömmu. Ég fékk að sitja í bílnum á meðan þú þeyttist um bæ- inn. Þetta var algört ævintýri. Kom heim með fulla vasa af gotteríi. Ég byrjaði að vinna hjá þér 12 ára. Það voru sko enginn vettlingatök kennd þá. Eyvi reyndi að finna spaugilegu hliðarnar á þessu en ég held að markmiðið hafi verið að kenna stráknum að vinna. Það var nú ekki auðvelt að gera þér til geðs en mikið rosalega lærði ég mikið af því að vinna með þér. Þú varst líka alltaf tilbúinn að mæta þegar ég þurfti hjálp. Það þurfti ekki að spyrja, þú bara mættir eins og ekkert væri sjálfsagðara, með múr- skeiðina í hendinni. Ég hugsa oft til þess hvað ég hef lært mikið af þér. Í seinni tíð fórum við svo í nokkrar frábærar ferðir saman. Ferðin sem ég, þú og Arnar frændi fórum í til Ítalíu hefði ekki getað heppnast betur. Þú varst órúlegur í brekkunum, að nálgast áttrætt og gafst okkur ekkert eftir. Það var mikið hlegið og sungið í þessari ferð. Þetta var upplifun sem ég get ekki lýst. Ég er svo þakklátur fyrir að við létum verða af þessu. Við fórum líka saman ég, þú, pabbi og Böðvar bróðir til Istanbul á úrslita- leik í meistaradeildinni 2005. Þetta var líka stórmerkileg ferð. Mal- lorkaferðin var líka frábær. Þarna sameinaðist fjölskyldan og átti saman ómetanlegar stundir. Ég hefði ekki getað óskað mér betri afa. Í Guðs friði, Bjarki Gunnarsson. Elsku afi. Takk fyrir allar þær góðu stund- ir sem við áttum saman eins og þegar við hlupum um í frystihúsinu og þegar við fórum í sundlauga- ferðir í Hafnarfirðinum og bjugg- um til djús saman í Reynihvamm- inum. Það eru svo margar góðar minningar sem ég á með þér, afi minn, að það myndi fylla Moggann ef ég myndi segja frá þeim öllum hérna. Það sem er mér minnis- stæðast núna er það hvernig við fórum með Faðirvorið í Reyni- hvamminum og mikið finnst mér erfitt að vera ekki nálægt á þessum tímum, en það logar eitt kerti í Berlín sem fær að heyra Faðirvor- ið eins og við fórum með það sam- an. Þú hefur alltaf verið stór part- ur af mínu lífi og því er mjög erfitt að kveðja þig en ég veit þú hefur það gott hjá ömmu Mundu. Ég elska ykkur, elsku afi og amma, og það er huggun í sorginni að þið skulið verið sameinuð aftur. Guðmundur Óskar Bjarnason. Böðvar Árnason  Fleiri minningargreinar um Böðv- ar Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN SIGURLAUG ÞÓRODDSDÓTTIR, Boðahlein 19, Garðabæ, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 25. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Landspítalans. Bára Andersdóttir, Borgar L. Jónsson, Oddur S. Andersson, Freyja Jóhannsdóttir, Anna Guðrún Andersdóttir, Guðmundur Andersson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ÓSK KALMANNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 5, Keflavík, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Linda Rós Sveinbjörnsdóttir, Haraldur Hjálmarsson, Hafdís Ósk, Hjálmar, Ingunn María og Sveinbjörn Matthías. ✝ IRMA H. GEIRSSON andaðist á Kumbaravogi föstudaginn 19. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kumbaravogs. Heiðar Alexandersson og fjölskylda. ✝ Hjartkær frændi okkar og vinur, BJÖRN TRYGGVI JÓHANNSSON bóndi á Stóru-Borg, Húnaþingi vestra, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga að morgni mánudagsins 29. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á að láta Heilbrigðisstofnunina Hvammstanga njóta þess. Fyrir hönd frændsystkina og annarra aðstandenda, Ólöf Hulda Karlsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.