Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010 ✝ Ríkharður varfæddur í Reykjavík hinn 8. júlí 1980. Hann lést á heimili sínu í Gautaborg 19. febr- úar 2010. Foreldrar hans eru dr. Vigdís Hansdóttir, yf- irlæknir í Svíþjóð, fædd í Eyjum í Kjós hinn 3. janúar 1952 og Róbert Árni Hreiðarsson Dow- ney, lögfæðingur, fæddur í Reykjavík hinn 16. maí 1946. Vigdís er yngst 9 systkina, barna Hans Guðnasonar bónda á Hjalla í Kjós og Unnar Her- mannsdóttur, kennara. Foreldrar Hans voru Guðni Guðnason, bóndi í Eyjum í Kjós, og Guðrún Hans- dóttir Stephensen. Foreldrar Unnar voru Hermann Þórðarson, kennari, frá Glitstöðum í Norður- árdal og Ragnheiður Gísladóttir, Einarssonar prófasts í Stafholti. Róbert, faðir Ríkharðs, er elstur 7 systkina. Kynforeldrar hans voru William Gerald Downey Jr., hæstaréttarlögmaður, bankamað- ur og höfðuðsmaður í land- gönguliði Bandaríkjahers, fædd- ur í New York, og Laufey Árnadóttir Downey, húsfreyja, Eldri sonur Vigdísar og Ró- berts er Tómas Kristófer, f. 4. júlí 1977 (London School of Econo- mics ’01, Post-Graduate Diploma, Finance and Economics. Univers- ity: University of Portland ’00, BA Political science). Tómas er bú- settur í London og vinnur hjá Delta Tre Media í London. Hann er kvæntur Nickila Charles Ro- bertsson, kennara, frá Bandaríkj- unum. Synir þeirra eru Kristján, fæddur í september 2008 og Lúk- as, fæddur í desember 2009. Hálf- bræður Rikka eru: Árni Hreiðar Róbertsson, kaupmaður í Reykja- vík, f. 3. mars 1965, kona hans er Sigríður Hermannsdóttir, kaup- maður í Reykjavík. Hann á 5 fóst- ursyni. Róbert Árni Róbertsson, byggingafræðingur, f. 8. apríl 1969, búsettur í Hafnarfirði, starfandi hjá Flugstoðum hf., kona hans er Ingigerður Jón- asdóttir. Þau eiga einn son, Vig- fús, 6 ára. Yngstur er Vilhjálmur Róbertsson, nemi, f. 13. sept- ember 1996. Ríkharður fluttist til Gauta- borgar í Svíþjóð 1983, þar sem hann var að mestu búsettur auk Íslands og Bandaríkjanna. Hann tók sér millinafnið Liam. Nám hans fór fram í Svíþjóð og Banda- ríkjunum, en hann sérhæfði sig í tölvufræðum. Ríkharður var allt- af kallaður Rikki á Íslandi og af fjölskyldum sínum í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Útför Ríkharðs fór fram í Gautaborg, en minningarathöfn fer fram frá Áskirkju í dag, 31. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 12. fædd í Reykjavík. Foreldrar Williams Geralds Downeys Jr. voru: William Gerald Downey, lögfræðingur og Mary Ryder Dow- ney, húsfreyja, bæði frá New York, foreldrar Laufeyjar Árnadóttur Dow- ney voru: Árni Kristjánsson, vél- stjóri, og Laufey Árnadóttir, hús- freyja. Róbert var ættleiddur 10 ára gamall af móð- ursystur sinni, Láru Guðmunds- dóttur, Jónssonar, stofnanda Byggingavöruverslunarinnar Brynju í Reykjavík og eiginmanni hennar, Valdimari Hreiðari Guð- jónssyni, Jónssonar, stofnanda byggingaverslunarinnar Málmur í Hafnarfirði. Þær Lára og Lauf- ey voru hálfsystur, sammæðra. Meðan faðir Róberts gegndi her- þjónustu eftir seinni heimsstyrj- öldina bjó fjölskyldan m.a. á Ís- landi og í Austurlöndum fjær, síðan á Washington DC-svæðinu í Bandaríkjunum, en Róbert varð eftir á Íslandi hjá þeim, Láru og Hreiðari, þegar komið var að skólagöngu og vildi hann ekki frá hverfa. Lára og Hreiðar voru barnlaus. Kveðja föður til sonar Hlýtt og þétt faðmlag. Kveðjukoss á kinn. Þannig kvöddumst við feðgar í nóvembermánuði síðastliðnum. Hann sagði: „Ég elska þig pabbi minn.“ Ég svaraði: „Ég elska þig Rikki minn.“ Ég fullur vonar um skjóta endur- fundi, sem við höfðum rætt um. Hvað hann hugsaði þessa kveðju- stund veit ég ei. Vil nú vita. Fæ ekki að vita. Harmþrungið símtal hinn 19. febrúar frá ástríkri móður hans: „Rikki er dáinn.“ Mjög er um tregt tungu að hræra eða loftvægi ljóðpundara. Veit ég það sjálfur, að í syni mínum var ekki ills þegns efni vaxið, ef sá randviður röskvast næði, uns Hergauts, hendur of tæki. (Brot úr Sonatorreki í Egils sögu) Ég kveð með þungum trega minn elskaða son. Brostnar vonir, brostið hjarta. Nú ertu kominn heim á feðr- anna vit. Hvíl í friði elsku sonur. Pabbi. Hann Rikki okkar er dáinn. Til- kynningin um andlát hans var rot- högg á okkur fjölskyldu hans og vini. Og erfitt er og verður að sætta sig við slíkt. Hann var einstaklega vandaður ungur maður, hefði orðið þrítugur í sumar. Átti lífið framundan, en það hafði því miður verið honum erfitt um langa hríð. Og við vitum að hann barðist á móti erfiðum straumum, eins og hann best gat. Hann var einstaklega vel gefinn, sterkgreindur og með eindæmum handlaginn. Fallegur, ljúfur og góð- ur félagi. Frábær maraþonhlaupari og það var einstaklega gaman að vera viðstödd Parísarmaraþonið í apríl 2008, þar sem við fjölskyldan mættum til að fylgjast með hlaupi þeirra bræðra, Tomma og Rikka. Ég á ótal margar og góðar minn- ingar um Rikka, sem áfram munu lifa í hjarta mínu. Hann var hér hjá okkur á Íslandi nánast um hver ein- ustu jól og áramót í áraraðir. Einnig um sumur, en þá vann hann m.a. í unglingavinnunni og hjá Vatnsveit- unni, stóð sig vel og var hvers manns hugljúfi. Þá minnist ég hinna mörgu eftirminnilegu tjaldútilega, sem við fórum í með Rikka og Tomma og síð- an Villa eftir að hann fæddist. En Rikki elskaði litla bróður sinn og vildi alltaf allt fyrir hann gera. Ég minnist einnig heimsókna til hans í Svíþjóð og þegar hann var hjá okkur á Spáni. Það var yndislegur tími með yndis- legum dreng. Megir þú hvíla í friði, elsku Rikki, og við munum aldrei gleyma þér. Þín Ingigerður. Ríkarður Liam Róbertsson var bróðir minn. Hann var svo oft hjá okkur og oft kom hann um jólin. Þá fórum við vin- ir mínir og hann í snjóstríð og bjugg- um til snjóhús. Það þótti okkur skemmtilegt. Hann fékk mig til að fara að læra á píanó og það varð til þess, að fleiri vinir mínir fóru líka að læra á píanó. Hann samdi sjálfur lög á píanóið í kjallaranum hjá okkur og okkur strákunum fannst hann vera mjög klár. Þegar hann hljóp maraþon í París og ég, mamma og pabbi vorum þar að fylgjast með, gaf hann mér me- dalíuna sína. Hann var alltaf að hugsa um mig, litla bróður sinn. Ég varð mjög sorgmæddur þegar hann dó og sakna hans mikið. Hann var ekki bara bróðir minn heldur líka einn besti vinur minn. Þinn bróðir, Vilhjálmur. Það er með söknuði sem ég í dag kveð Rikka, elskulegan frænda minn og vin. Þó Rikki hafi verið búsettur í Svíþjóð frá barnsaldri var ávallt gott samband milli okkar sem og frænd- systkina hans allra hér á landi. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar hans var von og því var ekkert öðruvísi far- ið í nóvember sl. þegar hann hringdi og boðaði komu sína. Strax var lagt á ráðin um frænd- systkinahitting hér heima hjá mér á Seilugrandanum og þangað mætti Rikki glaður og kátur. Margt var spjallað og mikið hlegið og Rikki sagði okkur frá framtíðaráformum sínum með blik í auga, t.d. frá litla tölvufyrirtækinu sínu sem hann hafði mikil áform um að stækka og betr- umbæta. Ný Íslandsheimsókn var ráðgerð í sumar og endurfundir og ferðalög voru skipulögð. Af því verð- ur ekki því Rikki hefur nú lagt upp í aðra og lengri ferð. Megi upphiminn opna faðm sinn og taka vel á móti góð- um dreng sem sárt er saknað. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Ragnheiður Ásta. Í haust kom Rikki frændi minn í heimsókn til Íslands. Það mjög gam- an að hitta hann glaðan og ánægðan og sjá fallega brosið hans sem náði alltaf líka til augnanna. Hann kom heim til mín og við rifjuðum upp margt frá því að hann var lítill dreng- ur og var stundum í pössun hér hjá mér. Hann var hjá mér um páskana þegar hann var á öðru ári. Þá fóru for- eldrar hans og Tómas bróðir á skíði til Akureyrar. Það var mjög ánægjuleg- ur tími. Við fórum líka í Kjósina. Þar komum við í sumarbústaðinn minn og aðeins í gamla fjósið og hlöðuna á Hjalla. Þar sem húsráðendur voru ekki heima fórum við ekki í íbúðar- húsið. Við skoðuðum allar þær breyt- ingar sem búið er að gera þar og fannst þær mjög skemmtilegar. Á leiðinni í Kjósina komum við til Þing- valla. Rikka fannst mjög gaman að koma þangað vegna þess að hann hafði aldrei komið þangað að vetri til. Hann var með myndavél og tók margar myndir á Þingvöllum og líka í Kjósinni. Rikki hafði mikinn áhuga á lang- hlaupi og tók þátt í maraþonhlaupum ásamt Tómasi bróður sínum. Hann langaði til að hlaupa á milli Reykja- víkur og Hjalla og fékk hjá mér kort svo að hann gæti áttað sig á leiðinni. Þegar Rikki var þriggja ára flutti hann til Svíþjóðar ásamt mömmu sinni og bróður. Þau komu til Íslands á sumrin til að byrja með en svo komu þeir bræður og voru þá hjá pabba sín- um. Þeir eru báðir fæddir í júlí og eru afmælisveislur sem við komum í hjá pabba þeirra ógleymanlegar. Seinni árin komu þeir um áramót eða jól og var alltaf jafn gaman að hitta þá. Ég þakka fyrir allar þær stundir sem ég fékk að vera með Rikka en þær voru allt of fáar á seinni árum. Ég sendi Dísu, Lars Peter, Tómasi, Nicki, Róbert, Hreiðari, Róbert yngri og Vilhjálmi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið Guð að vera með þeim. Helga Hansdóttir. Rikki náði taki á hjarta mínu barn- ungur að árum. Við bundumst kær- leiksböndum sem slitnuðu ekki. Hann var glaðvært barn og undi sér við endalausa ævintýrheima. Hann var ljúfur og ómótstæðilegur þegar hann brosti en þá færðist yfir andlit hans svo mikil gleði að það var ekki hægt annað en smitast af henni. Það var alltaf stutt í prakkarann í Rikka og það kætti hann að heyra sögurnar um prakkaramúsina. Hann átti auðvelt með að lifa sig inn í at- burðarásina í sögunum og bað stöð- ugt um nýjar. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um Rikka og bræður hans alla. Hvert minningarbrotið af öðru kem- ur upp í hugann. Gleðigjafinn og grallarspóinn Rikki fann alltaf upp á einhverju skemmtilegu og færðist í aukana ef maður var til í slaginn. Þá kom brosið hans fallega sem varð til þess að það var haldið áfram með endalaus prakkarastrik. Hann hafði fallega sál og vildi öll- um vel. Einu sinni kom hann með sól- skin í bakpokanum heim til Íslands, bara til að gleðja okkur því það hafði rignt svo mikið. Hratt flýgur stund. Rikki minn allt í einu orðinn fullorðinn. Færri sam- verustundir, en alltaf jafn hlýtt á milli þegar tækifæri gafst til að hittast. Ég var bæði stolt og snortin þegar hann bað mig um að fá að dvelja hjá okkur Björgu dóttur minni, á ferð sinni á heimaslóðirnar í vetur. Hann kom með gleðina sína, vinaþelið og sterka nærveruna inn á heimilið. Svo falleg- ur og þakklátur fyrir hvert viðvik. Rikki var mjög hlýr og einlægur. Allt var eins og í gamla daga. Það var eins og hann hefði alltaf verið á staðnum. Við áttum góðar stundir hér þrjú í kotinu. Yljuðum okkur við gamlar minningar og bjuggum til nýjar. Þeg- ar kom að kveðjustund kom gamla tómleikatilfinningin frá því á árum áður. Nú er komið að hinstu kveðju- stund. Sorgin og söknuðurinn nístir og næðir um hug og hjarta. Um leið og ég kveð hjartfólginn vin, vil ég þakka honum fyrir samfylgdina, kær- leikann og gleðistundirnar sem hann gaf mér. Ég bið góðan Guð að helga söknuð og trega ástvina hans allra. Blessað sé nafn hans og minning. Far þú í friði, friður Guðs þér fylgi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Með hlýhug, Áslaug. Ríkharður Liam Róbertsson HINSTA KVEÐJA Hann heilsaði á flugvellinum með þéttu faðmlagi. Hann kom frá Gautaborg til Akureyrar. Var tvo daga. Við skoðuðum bæinn. Hann myndaði. Eyja- fjörðinn, Kaldbak, Akureyri, Hlíðarfjall, Súlur. Ætlaði að koma aftur. Helst í sumar. Kynnast föðurlandinu. Við ætl- uðum að Mývatni, líka í Herðu- breiðarlindir. Hann kvaddi á flugvellinum með þéttu faðm- lagi. Nú er hann farinn. Við för- um hvergi. Aldrei. Bernharð Haraldsson.  Fleiri minningargreinar um Rík- harð Liam Róbertsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Mánagötu 5, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 18. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á SOS-barnaþorpin. John Þór Toffolo, Danival Toffolo, Sólveig Toffolo, Luca Marchioni, Líf Marchioni, Emma Marchioni. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HERBERT DALMANN KRISTJÁNSSON, Hörgatúni 19, Garðabæ, andaðist á heimili sínu mánudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 9. apríl kl. 13.00. Dagný Austan Vernharðsdóttir, Kolbrún Herbertsdóttir, Brynjar Þ. Emilsson, Sveinn Haukur Herbertsson, Anna María De Jesus, Egill Grétar Björnsson, Chairat Chaiyo, Karen Tara Steinþórsdóttir, Hinrik Sveinsson, Ívan Herbert Sveinsson og Kolbrún Camell Brekmann. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, JÓHANN EYÞÓRSSON, Lækjarbergi 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. apríl kl. 15.00. Valdís Þorkelsdóttir, Anna Jóhannsdóttir, Jón Örn Brynjarsson, Eyþór Kristinn Jóhannsson, Kristín Þórey Eyþórsdóttir, Gísli Þorláksson, barnabörn og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.