Morgunblaðið - 31.03.2010, Page 33
Dagbók 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
Sudoku
Frumstig
3
1 4
8
8 5 6 7 2
2 1
7 6 4 5
7 6
3 2 6 8 4
5 3
7 4 9
1 3
3 6 2
1 9 6
2 6
1 5 7
7 5
4 7 2
2 4 1
3 4
7
5 3 1
8 3 9 7
7 4 1
5 1 9 3
4 9 2
8 5
3 1 8
9 6 8 3 5 1 2 7 4
7 4 1 8 2 9 5 6 3
2 5 3 4 6 7 9 1 8
4 3 6 2 7 8 1 5 9
8 7 9 1 4 5 6 3 2
5 1 2 9 3 6 8 4 7
3 9 4 6 1 2 7 8 5
1 8 7 5 9 3 4 2 6
6 2 5 7 8 4 3 9 1
5 7 9 4 8 6 1 2 3
1 8 3 7 2 9 4 5 6
2 4 6 3 5 1 8 7 9
7 3 8 6 4 5 9 1 2
6 1 5 2 9 7 3 8 4
9 2 4 8 1 3 5 6 7
4 6 7 1 3 8 2 9 5
3 5 1 9 6 2 7 4 8
8 9 2 5 7 4 6 3 1
7 2 3 6 5 4 8 1 9
5 9 4 3 8 1 6 2 7
6 1 8 7 2 9 4 5 3
3 8 6 1 4 7 2 9 5
2 4 1 9 6 5 7 3 8
9 7 5 2 3 8 1 6 4
8 6 2 4 9 3 5 7 1
4 3 7 5 1 6 9 8 2
1 5 9 8 7 2 3 4 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 31. mars,
90. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Kostið kapps um að kom-
ast inn um þröngu dyrnar, því margir,
segi ég yður, munu reyna að komast
inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.)
Nú líður að páskum og tímipáskaeggjanna rennur upp.
Víkverji er orðinn það aldraður að
hann er hættur að fá páskaegg, en
verður þó að viðurkenna að honum
finnst fátt betra en að gæða sér á
páskaeggjum og innvolsi þeirra.
Málshættirnir eru eina kaloríu-
snauða innihaldið í páskaeggjunum,
en það dregur ekki úr gildi þeirra.
Víkverji hefur hins vegar tekið eftir
því á undanförnum árum að máls-
hættirnir verða stöðugt tor-
kennilegri. Ekki það að þeir séu
óskiljanlegir, Víkverji hefur einfald-
lega aldrei heyrt flesta þeirra máls-
hátta, sem innan úr páskaeggjunum
koma.
x x x
Um helgina var Víkverji í sam-sæti þar sem allir fengu lítið
páskaegg eftir matinn. Þegar gest-
irnir fóru að bera saman málshætt-
ina kom í ljós að enginn þeirra
hljómaði kunnuglega, hvorki „ekki
er sopið kálið þótt í ausuna sé kom-
ið“ né „oft fylgir böggull skammrifi“.
Það var líkt og þarna væru saman
komnir aðkomumenn í menningar-
samfélagi, sem þeir þekktu ekki, en
ekki fólk, sem hefur hrærst í sam-
félaginu mestalla sína tíð. Víkverji
fékk til dæmis málsháttinn „þol-
inmæði hefur maður mesta þörf fyr-
ir þegar hún er að verða búin“. Þetta
hljómar vissulega skynsamlega, en
myndi seint kallast íslenskur máls-
háttur. Svipuð hugsun er hins vegar
í málshættinum „þolinmæði þrautir
vinnur allar“, en hann rataði ekki í
páskaeggið að þessu sinni.
x x x
Ekki er þó þar með sagt að allirmálshættir hljóti að hljóma
kunnuglega. Víkverji fletti máls-
hættinum sínum upp í Íslenskum
málsháttum eftir Bjarna Vilhjálms-
son og Óskar Halldórsson og fann
ekki, en rakst hins vegar á „sá verð-
ur ættarskömm sem illum föður er
verri“, „bólan gerir ófagurt enni“ og
„þangað fýsir elskhugann, sem unn-
ustan er“. Víkverji hefur ekkert á
móti því að læra málshætti, en finnst
fulllangt gengið að þeir séu tómur
tilbúningur. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 skinnpoka, 4
húsdýra, 7 ekki gáfna-
ljós, 8 býsn, 9 liðin tíð, 11
kná, 13 eldstæði, 14 fyr-
irgefning, 15 málmur, 17
mæla, 20 regn, 22 gugg-
in, 23 kvendýrið, 24
gabba, 25 líkamshlutar.
Lóðrétt | 1 beiskur, 2 tauga-
áfalls, 3 þolin, 4 rispa, 5 ber,
6 Mundíufjöll, 10 meinsemd-
in, 12 frostskemmd, 13 títt,
15 stólarnir, 16 sjófuglar, 18
hagnaður, 19 mannsnafn, 20
þyngdareining, 21 gangflöt-
urinn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skapvonda, 8 sópur, 9 notar, 10 tía, 11 rorra,
13 reiða, 15 hæsin, 18 sagga, 21 enn, 22 storm, 23 úlpan,
24 fiðringur.
Lóðrétt: 2 kopar, 3 parta, 4 ofnar, 5 dotti, 6 ásar, 7 erta,
12 rói, 14 eta, 15 hosa, 16 svoli, 17 nemur, 18 snúin, 19
göptu, 20 agna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 d5 2. Rc3 Rf6 3. Bg5 e6 4. e4
dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 Bxf6 7.
Rf3 O-O 8. c3 b6 9. Bd3 Bb7 10. Dc2
Be7 11. O-O-O f5 12. Red2 Bf6 13.
Hhe1 He8 14. h4 c5 15. dxc5 Ba6 16.
Rc4 Dc7 17. Rd6 He7
Staðan kom upp í seinni hluta Ís-
landsmóts skákfélaga sem lauk fyrir
skömmu í Rimaskóla í Reykjavík.
Danski alþjóðlegi meistarinn Thor-
bjorn Bromann (2435) hafði hvítt
gegn Ólafi Kjartanssyni (2027). 18.
Bxf5! exf5 19. Db3+ og svartur
gafst upp enda hefði hann orðið mát
eftir 19… Kf8 20. Df7+! Hxf7 21.
He8# og 19… Kh8 20. Rf7+. Skák-
þing Íslands, áskorendaflokkur,
hefst í dag í íþróttamiðstöðinni
Lágafelli, Mosfellsbæ. Nánari upp-
lýsingar um mótið er að finna á
www.skak.is.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Skrítinn samningur.
Norður
♠972
♥Á743
♦ÁKD75
♣2
Vestur Austur
♠106 ♠G8543
♥K2 ♥G108
♦942 ♦G
♣ÁD10764 ♣K853
Suður
♠ÁKD
♥D965
♦10863
♣G9
Suður spilar 4G.
Skrítinn samningur, fjögur grönd.
En allt á sér skýringar. Spilið er frá
úrslitaleik Vanderbilt, milli sveita Zim-
mermans og Fleishers. Liðsmenn
Zimmermans melduðu 4♥ á öðru borð-
inu og unnu auðveldlega, en Kamil og
Fleisher lentu í vandræðum gegn Zim-
merman og Multon. Skal nú frá greint.
Austur passaði í upphafi og það
gerði Kamil í suður líka, þrátt fyrir 12
punkta. Fyrir vikið gat Multon í vestur
beitt skæruhernaði með 9-11 punkta
dvergagrandi. Fleisher í norður dobl-
aði og Zimmerman í austur flúði í 2♠.
Nú vildi Kamil bæta upp fyrri deyfð
og stökk í 3G. En Fleisher leist illa á
þann áfangastað á móti pössuðum
makker og breytti í 4♦. Ekki vitlaust,
en Kamil var ekki með á nótunum og
sagði 4G. Allir pass, lauf út og þrír nið-
ur.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú hefur sterka löngun til að
skipuleggja líf þitt betur. Vinir munu
skilja þig, svo þér óhætt að láta ástina
teyma þig áfram.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Hljóð vekja tilfinningar og ef þú
hlustar opnast hjarta þitt. En þú þarft að
vera tilbúin/n til að hlusta. Spurningar um
ástarsambnd leita á hugann.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Ef þú hlustar vel og tekur á móti
visku annarra kemurðu miklu í verk með
litlu erfiði. Forðastu að dragast inn í at-
burðarás sem kemur þér ekkert við.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er hætt við hörðum deilum um
stjórnmál og trúmál í dag. Mundu bara,
þegar sigurinn er í höfn, að aðrir lögðust á
árarnar með þér.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Fyrir suma snýst jafnvægi í fjár-
málum um að vilja minna og afla meiri
tekna. Láttu ímyndunaraflið ráða för, þú
kemur hvort sem er litlu í verk í dag.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú gætir lent í þrasi í dag vegna
þess að einhverjir eru ósammála þér. Vin-
ur leitar til þín.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Reyndu að halda ró þinni hvað sem á
dynur. Að mörgu er að hyggja varðandi
helgina, ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það reynir á stjórnunarhæfi-
leika þína og það skiptir miklu að þú
bregðist rétt við aðstæðum. Þú hefur fast-
mótaðar hugmyndir um veisluhöld.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Gættu þín á tilhneigingunni að
vera stutt/ur í spuna við maka, félaga eða
smáfólkið í dag. Reyndu frekar að leggja
fólki lið en að gagnrýna það.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Farðu varlega í námunda við
foreldra þína, kennara og yfirmenn, sem
gætu sprungið af bræði af minnsta tilefni.
Ræddu fjáröflunarhugmyndir þínar við
aðra og kannaðu viðbrögð þeirra.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Forvitni er þér eðlislæg og þú
fellur aftur og aftur fyrir hinu eilífa nýja-
brumi. Stingdu þér í djúpu laugina! Þá
veistu ekki hvað hlutirnir eru erfiðir og
munt afreka miklu meira.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Nú er það þolinmæðin sem gildir
því það myndi aðeins flækja hlutina að
fara að vera með einhvern bægslagang.
Samskipti sem þú átt við manneskju í
vogarmerkinu gleðja þig.
Stjörnuspá
31. mars 1955
Allri áhöfn, 42 mönnum, var
bjargað þegar togarinn Jón
Baldvinsson strandaði við
Reykjanes, skammt frá gamla
vitanum. Morgunblaðið sagði
að þetta hefði verið mikið
björgunarafrek.
31. mars 1967
Við nauðungaruppboð á hús-
eign við Njálsgötu í Reykja-
vík læsti húseigandi fógeta
og fleiri viðstadda inni. Lög-
reglan var kvödd á staðinn
og sá til þess að embætt-
ismennirnir gætu unnið sín
störf.
31. mars 2007
Hafnfirðingar höfnuðu til-
lögum um stækkun álversins
í Straumsvík með 88 atkvæða
mun. Andvígir stækkun voru
6.382 en 6.294 hlynntir. Kosn-
ingaþátttaka var 77%. „Það
er mikil sorg í mönnum og
vonbrigði,“ sagði Rannveig
Rist forstjóri Alcan á Íslandi í
samtali við Fréttablaðið.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Guðni Frið-
riksson frá
Sveinungsvík í
Þistilfirði er ní-
ræður í dag 31.
mars. Hann er
einn af stofn-
endum FHUE.
Guðni starfaði
mestan sinn
starfsaldur hjá Prentverki Odds
Björnssonar á Akureyri. Guðni býr
nú á dvalarheimilinu Hlíð á Ak-
ureyri.
90 ára
Gunnar Pét-
ursson frá
Grænagerði við
Skutulsfjörð er
áttræður í dag,
31. mars. Hann
eyðir kvöldinu
með fjölskyldu
sinni á Ísafirði.
80 ára
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR, sauðburður
og ferming eru meðal verkefna sem Finnbogi
Leifsson, bóndi í Hítardal er að fást við þessa dag-
ana, en hann fagnar 55 ára afmæli í dag.
Finnbogi hefur setið í sveitarstjórn frá 1984,
fyrst í hreppsnefnd Hraunhrepps þar sem hann
var oddviti um skeið. Eftir sameiningu sveitarfé-
laga í Mýrasýslu hefur Finnbogi setið í bæj-
arstjórn Borgarbyggðar fyrir hönd Framsókn-
arflokks. Hann verður í 2. sæti á lista flokksins í
kosningunum sem fram fara í maí.
Finnbogi rekur stórt sauðfjárbú í Hítardal.
Hann sagði að vorið yrði annasamt því sauðburður hæfist á fullu í lok
apríl, einmitt þegar kosningabaráttan er að ná hámarki. Nokkur lömb
eru þegar kominn í heiminn í Hítardal. Síðastliðinn sunnudag var
Finnbogi að ferma yngsta barnið, Huldu Rún.
Finnbogi er forfallinn fótboltaáhugamaður og sagðist hlakka til
sumarsins þegar heimsmeistarakeppnin í S-Afríku hefst. Erfitt getur
þó orðið fyrir Finnboga að sitja yfir boltanum alla daga því hann eins
og aðrir bændur þarf að sinna heyskap. Finnbogi sagðist hins vegar
taka leikina upp og horfa á þá þegar færi gæfist. egol@mbl.is
Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal 55 ára
Kosningabarátta í sauðburði
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is