Morgunblaðið - 31.03.2010, Síða 34
34 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HMM HVERNIG ÞÆTTI ÞÉR EF ÉG
GERÐI ÞETTA VIÐ ÞIG?
HVAÐ KEMUR
ÞAÐ MÁLINU
VIÐ?
VARSTU ÞYRSTUR?
HRÓLFUR! HERTOGINN AF
EDGEMONT ER KOMINN TIL AÐ
SKORA ÞIG Á HÓLM... EF ÞÚ
ERT EKKI OF UPPTEKINN!
SEGÐU
HONUM AÐ ÉG
KOMI RÉTT
STRAX!
SEGÐU
HONUM LÍKA
AÐ ÉG FARI
Í BAÐ EINU
SINNI Á
ÁRI...
HVORT
SEM ÉG
ÞARF Á ÞVÍ
AÐ HALDA
EÐA EKKI!
BADA BING, HVERNIG
VAR EIGINLEGA Í
HUNDABYRGINU?
ERFITT
ÞEGAR MAÐUR
HELDUR AÐ
MAÐUR SÉ
SLOPPINN...
ÞÁ DRAGA
ÞEIR MANN
AFTUR INN
ÞESSI BÓK SEM ÉG NÁÐI Í Á NETINU UM
HVERNIG HÆGT ER AÐ LOSNA UNDAN
HRAÐASEKTUM ER ANSI GÓÐ. ÉG HELD
ÉG SÉ TILBÚIN AÐ MÆTA FYRIR RÉTT
PRÓFAÐU
BARA AÐ
SPYRJA
MIG AÐ
EINHVERJU
OK...
GERÐIR ÞÚ
ÞÉR GREIN
FYRIR ÞVÍ AÐ
ÞÚ KEYRÐIR
YFIR HRAÐA-
TAKMÖRKUM?
LEYFÐU
MÉR AÐEINS
AÐ FLETTA
ÞESSU UPP
ÉG ER EKKI
VISS UM AÐ
ÞÚ SÉRT ALVEG
TILBÚIN
ELSKAN, ERTU BÚIN AÐ
FRÉTTA HVAÐ GERÐIST?
JÁ!
NÚNA HALDA ALLIR AÐ ÞESSI
GLÆPAMAÐUR SÉ ÞÚ!
OG ÞÚ GETUR EKKI GERT
NEITT TIL AÐ SANNA
HIÐ GAGNSTÆÐA
Ráð fyrir Jóhönnu
og fleiri
RÁÐLEGGING til
Jóhönnu forsætisráð-
herra, kettir eru
sólgnir í mýs og þá
þarf hún ekki að
smala enda ekki beint
hlaupaleg. Ráð til
frumkvöðla, fram-
leiðið kattasand það
þarf mikið af honum í
Stjórnarráðið. Ráð til
almennings, ef Vinstri
grænir sjást á flæk-
ingi þá farið með þá í
Kattholt, Jóhanna
kallar þá ketti og Vinstri grænir
samþykktu það á þingflokksfundi.
Þvílík ríkisstjórn sem við höfum.
E.J.
Ábending
til Tryggingastofnunar
ÉG VIL benda Tryggingastofnun
á að þegar 1. dag mánaðarins, sem
er útborgunardagur hjá Trygg-
ingastofnun, ber upp rauðan dag,
til dæmis eins og skírdag núna
sem er 1. apríl, þá getur fólk ekki
komist í banka fyrr
en þriðjudaginn 6.
apríl. Þetta getur
valdið vandræðum
fyrir fólk sem ekki
notar netbanka eða
kort, því margur not-
ar enn bankabókina
og þarf að fara í
banka til að taka út
peninga.
Ingibjörg.
Upplifun
að sjá gosið
ÞAÐ VAR sterk upplifun að koma
að eldstöðinni, Þórðarfjalli á
Fimmvörðuhálsi síðastliðinn laug-
ardag. Að sjá eldvarpið og hraun-
rennslið var eitthvað svo mik-
ilfenglegt. Ég hef upplifað allmörg
gos um ævina en aldrei áður kom-
ið svona nálægt gosstöð og núna.
Feikilega gaman og gefandi.
Njörður Helgason.
Ást er…
… þegar leyndar tilfinn-
ingar eru afhjúpaðar.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnu-
stofa kl. 9, postulín. Grandabíó, kvik-
myndaklúbbur, útskurður og postulíns-
málning kl. 13.
Árskógar 4 | Handav., smíði/útskurður
kl. 9, heilsugæsla kl. 10, söngstund kl.
11.
Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist
allan daginn. Böðun og hárgreiðsla.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9, leik-
fimi kl. 10, Júlíus Vífill Ingvarsson syng-
ur kl. 12.30. Verslunarferð kl. 14.40.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 11.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Söngvaka kl. 14, umsj. Sigurður Jónsson
og Helgi Seljan, FEB söngæfing kl. 17.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl.
9.30 og 10.30, glerlist kl. 9.30 og 13,
leiðbeinandi í handavinnu við frá kl. 10,
félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-
16, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, sam-
kvæmisdans kl. 19.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd-
list kl. 9, ganga kl. 10, postulín og
kvennabrids kl. 13, Sturlunga kl. 16.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi, kvennaleikfimi, brids og
bútasaumur, fastir tímar. Lokað á morg-
un, föstudag og mánudag.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Lokað til 6. apríl.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, harmonikkutónlist,
söngur dans og létt leikfimi kl. 10. Frá
hádegi er spilasalur opinn. Starfsemi og
þjónusta fellur niður hátíðardagana.
Opnað 6. apríl samkvæmt dagskrá.
Furugerði 1, félagsstarf | Skart-
gripagerð kl. 9.30, söngstund kl. 14.15,
Aðalheiður og Anna Sigga við píanóið.
Grensáskirkja | Samverustund kl. 14 í
safnaðarheimilinu.
Hraunbær 105 | Handavinna og út-
skurður kl. 9, tálgað með Óla kl. 13.
Hraunsel | Rabb kl. 9, pútt og bók-
mennta/sögu-klúbbur kl. 10, línudans
kl. 11, handavinna og útskurður kl. 13,
píla/ bingó kl. 13.30, Gaflarakórinn kl.
16, biljard alla virka daga kl. 9.
Hvassaleiti 56-58 | Vinnustofa kl. 9,
samverustund kl. 10.30, fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík koma í
heimsókn kl. 13.30. Lokað um bæna-
dagana.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og
venjulega í dag. Sími 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópavogs-
skóla kl. 15.30. Upplýsingar í síma 554-
2780 og á glod.is.
Korpúlfar Grafarvogi | Keila í Keiluhöll-
inni við Öskjuhlíð á morgun kl. 10.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr-
unarfræðingur kl. 10.30, iðjustofa –
námskeið í glermálun kl. 13, handverks-
stofa – myndlistarnámsk. kl. 13.
Leshópur FEBK Gullsmára | Arngrímur
Ísberg les Sturlungasögu kl. 16, í félags-
heimilinu Gullsmára kl. 16.
Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9, fé-
lagsvist kl. 14. Sími 411-2760.
Vesturgata 7 | Myndm./postulín kl. 9,
sund kl. 10, Bónus kl. 12.10, trésk. kl.
13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
handavinnustofan opin, samvera, söng-
ur með Sigríði og helgistund, fram-
h.saga kl. 12.30, bókband, verslunarferð
kl. 12.20, Dansað við undirleik Vita-
torgsbandsins kl. 14.
Þórðarsveigur 3 | Handavinna með
Huldu Guðmunds. kl. 9.
Jóhann Jónsson er skáld mánaðar-ins á Bókasafni Seltjarnarness
og eru þar óbirt bréf og frásagnir
frá honum, sem send voru hjónunum
Elís Jónssyni og Guðlaugu Eiríks-
dóttur á Djúpavogi. Þar var Jóhann
heimiliskennari og kenndi dætrum
þeirra, Halldóru og Guðnýju, en
Skúli Pálsson, sonur Halldóru, lán-
aði munina á sýninguna.
Í einu bréfinu er ferðalýsing frá
Djúpavogi til Reykjavíkur og segir
þar frá stund í sæluhúsinu á Skeið-
arársandi, þar sem gáfan kom yfir
Jóhann og séra Friðrik. Klerkur átti
fyrsta orðið:
Þótt Skeiðará sér skellti fram
úr skriðjöklinum svarta
hefði ég Jón og hófaglamm
heyrðist ég naumast kvarta.
Jóhann svaraði:
Þótt mig skelfi Skeiðará
með skrattapörum sínum
veð ég það, sem vaða má
und verndararmi þínum.
Og hann bætti við:
Ég hefi nokkuð flækst um Frón
og fundið af mörgu kvíða
en fengi ég þig til fylgdar Jón
þá færi ég, held ég, víða.
Sigurður Jónsson tannlæknir
byrjar alla daga á því að yrkja vísu í
sundlauginni. Í gærmorgun orti
hann um kattasmölunina:
Jóhanna hefur með harla skýrum
hætti náð að tala,
því köttum er af öllum dýrum
erfiðast að smala.
Pétur Stefánsson yrkir í aðdrag-
anda sveitarstjórnarkosninga:
Þó allt sé laskað eftir hrun
og eldfjall sé að gjósa,
í borgarstjórn ég bráðum mun
besta flokkinn kjósa.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af Skeiðará og köttum