Morgunblaðið - 31.03.2010, Side 35

Morgunblaðið - 31.03.2010, Side 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010 STABAT Mater eftir Pergolesi verður flutt í Bústaðakirkju á föstudag, föstudaginn langa, kl. 14:00. Söngvarar verða Gréta Hergils Valdimarsdóttir, sópran, og Nathalía Druzin Halldórsdóttir, mezzosópran, en hljóðfæraleik annast Ant- onia Hevesi píanóleikari, Mar- grét Árnadóttir sellóleikari og Pálína Árnadóttir fiðluleikari. Sr. Pálmi Matthíasson les písl- arsöguna milli þátta tónverksins. Kirkjugestur fá í hendur texta verksins á frum- máli og einnig íslenska þýðingu Matthíasar Joch- umssonar. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Stabat Mater í Bústaðakirkju Nathalía Druzin Halldórsdóttir BROT úr Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar og fleiri sálmar eftir hann verða fluttir í Laugarneskirkju næstkom- andi fimmtudag, á skírdag, kl. 23:00. Flytjendur eru Kirstín Erna Blöndal söngkona, Gunnar Gunnarsson organisti og Matt- hías M.D. Hemstock sem leik- ur á slagverk. Sálmalögin eru bæði gömul og ný en flutt verða lög eftir m.a. Sigurð Sæv- arsson, Tryggva M. Baldvinsson, Smára Ólafsson og Kirstínu Ernu Blöndal. Miðaverð er 1.500 kr. og miðar seldir við inn- ganginn. Tónlist Söngrödd, orgel og slagverk Kirstín Erna Blöndal NÆSTKOMANDI föstudag, föstudaginn langa, kl. 15:00 verður Stabat Mater eftir Pergolesi flutt í Dómkirkjunni. Söngvarar eru Kristín R. Sig- urðardóttir, sópran, og Hólm- fríður Jóhannesdóttir, mezzó- sópran, en hljóðfæraleik annast Julian M. Hewlett org- elleikari, Ari Vilhjálmsson fiðluleikari og Sigurgeir Agn- arsson sellóleikari. Giovanni Battista Pergolesi á 300 ára afmæli á árinu, en Stabat Mater var síðasta verk hans, samið skömmu áður en hann lést 16. mars 1736. Miðaverð er 1.500 kr. og miðar seldir við inn- ganginn. Tónlist Stabat Mater í Dómkirkjunni Kristín R. Sigurðardóttir Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is MYNDLISTARMAÐURINN Lawrence Weiner ætti að vera þeim kunnur sem sökkt hafa sér ofan í myndlistarsögu seinni hluta 20. aldar. Aðrir hafa líklega ekki hugmynd um hver hann er. Á vefnum er hann oftast settur í flokk með konseptlista- mönnum en hann segist þó ekki skilgreina sig sem slíkan, hann sé einfaldlega myndlistarmaður. Blaðamaður hitti hinn mjög svo vingjarnlega Weiner í i8 galleríi í gær en þar beið sýning á verkum hans opnunar, opnunin verður í dag kl. 17. Weiner er hógværðin uppmáluð, sítt skeggið gerir hann afalegan en lítið tagl í hnakka er ekki eins afalegt. Hann hvetur blaðamann til að drekka kaffið sitt áður en það verði kalt, vefur sér sígar- ettu og spyr hvort blaðamanni sé ekki sama þótt hann reyki. „Að sjálfsögðu!“ er svarað. Eins og hver annar staður Spurður að því hversu lengi hann hefur starfað sem myndlistarmaður segir Weiner einfaldlega: „Ég hef ekki hugmynd um það,“ og brosir í gegn- um sítt skeggið. Weiner hefur sýnt hér á landi margsinnis, m.a. í Safni þegar það var og hét. Blaðamaður spyr hvort honum líki svona vel við Ísland, klisjukennd spurning vissulega, og Weiner svarar blátt áfram að honum líki ekkert betur við Ísland en aðra staði, hann reyni að veita þeim stöðum sem hann heimsæki sömu athygli. „Verkin hafa enga sérstaka tengingu við neitt ákveðið, þetta er það almennt efni,“ útskýrir Wei- ner, þegar talið berst að því hvort verk hans í i8 hafi beina tengingu við landið eða menninguna. – Þú ert oftast settur í hóp konseptlistamanna... „Ég lít ekki þannig á mig, það er bara titill. Köllum þetta bara samtímalist. Það er engin leið að losna undan slíkum skilgreiningum,“ segir Weiner um þessa flokkunarþörf í listum og brosir. Hann hafi alla sína ævi búið til samtímalist og aldrei litið á hana sem róttæka. „Listamenn eru bara að spyrja spurninga,“ bendir Weiner á. Er þetta list? – Nú kvartar fólk oft yfir því að það skilji ekki myndlist á borð við þína, orð á vegg... „Ef þú lítur á greinar í dagblöðum frá 7. ára- tugnum og í dagblöðum árið 2010 sérðu að enn er verið að spyrja sömu spurningarinnar: „Er þetta myndlist?“ Nei, þetta er ekki myndlist í raun og veru en síðustu 45 árin hefur þetta verið til leið- inda...“ segir Weiner kaldhæðnislega og hlær, „ ...látiði ekki svona!“ Málið er afgreitt. Inni í nýjum og glæsilegum sýningarsal i8 við Tryggvagötu blasir innsetning Weiners við, en hann er þekktur fyrir að nota tungumál í verkum sínum, einfaldar en þó margslungnar setningar. Á tveimur stórum veggjum kallast eftirfarandi setn- ingar á: „Að þolmörkum eigin sveigjanleika“ og „Að takmörkum eigin óstöðugleika“, á íslensku og ensku. Weiner segir brosandi að verkið hafi orðið til áður en eldgosið hófst á Fimmvörðuhálsi. Verk- ið vinni gegn andstæðum frekar en að andstæðum sé teflt saman í því. „Efni búa yfir andstæðum, kalt á móti heitu, en svo eru öll stigin þar á milli,“ segir hann til útskýringar á list sinni. „Sýning- arrýmið er ekki ólíkt því hvernig þú klæðir þig á morgnana,“ segir Weiner og horfir á klæðnað blaðamanns. „Þú horfir á fötin og sérð til þess að fólk þurfi ekki að vita neitt sérstakt þegar það kemur inn af götunni,“ segir hann. Weiner segist ekki eyða tíma í að útskýra sköp- unarferlið að baki verka sinna. Þó kjötið af mávi sé gott þurfi hann ekki að vita hvernig mávur sé verkaður. Blaðamaður hlær og Weiner kveikir aftur í vefjunni. Morgunblaðið/Ernir Weiner Í nýju sýningarrými gallerísins i8 við Tryggvagötu með hluta af innsetningu sinni í bakgrunni. Að spyrja spurninga  Lawrence Weiner opnar sýningu í i8 í dag  Lítur ekki á sig sem konseptlistamann  Óþarfi að vita hvernig mávur er verkaður Weiner fæddist í Bronx í New York árið 1942. Hann er jafnan talinn einn mikilvægasti lista- maður hugmyndalistarinnar, eða konseptsins, þó hann kjósi ekki að skilgreina sig þannig. Weiner gerði tungumálið að þungamiðju verka sinna í lok sjöunda áratugarins og fyrir þau er hann þekktastur, þó hann hafi komið víða við. Lawrence mun hafa sagt að engin væri list án tungumáls enda er það efniviður verka hans. Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður Lista- safns Íslands, ritaði grein um Weiner sem birtist í Morgunblaðinu árið 2000 og segir þar m.a. um fyrrnefnda staðhæfingu, að engin sé listin án tungumáls: „Sú skoðun margra listamanna að hugmyndin væri kjarni listaverksins, en hand- verkið væri einungis aukaatriði – jafnvel ómerki- legt ofhlæði – er ekki ný af nálinni. Snemma á tuttugustu öldinni komu fram listamenn sem töldu daga handlagni og hrífandi skreytilistar talda. Franski listamaðurinn Marcel Duchamp, sem margir telja föður hugmyndlistarinnar, hélt því fram að myndlist sem einungis höfðaði til augans – eða sjónhimnunnar, eins og hann orð- aði það – dæmdi sjálfa sig úr leik á öld þar sem hugsun og íhugun hefðu leyst tilfinningahyggju og hrifnæmi af hólmi. Hugmyndlistin er því ákveðið mótsvar við rómantískri hughyggju 19. aldarinnar.“ Engin list án tungumáls FINNSKA skáldkonan Sofi Oks- anen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010. Verð- launin hlýtur hún fyrir þriðju bók sína, Puhdistus, sem kemur út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karls- sonar hjá Máli og menningu í haust. Puhdistus gerist í Eist- landi á tveimur tímaskeiðum, um 1940 og 1990, og segir sögu tveggja kvenna af ólíkum kyn- slóðum. Þær kynnast þegar sú yngri, Zara, flýr undan ofbeldis- fullum melludólgi á náðir þeirrar eldri, Aliidu Truu, sem býr í af- skekktri sveit. Zara er illa farin af óblíðri reynslu sem ánauðug vændiskona í Þýskalandi og Ali- ida á sjálf skuggalega fortíð frá því Rússar lögðu Eistland undir sig árið 1940. Sofi Oksanen er leikhúsfræð- ingur að mennt og Puhdistus var upprunalega leikrit, en endaði svo sem skáldsaga. Oksanen var meðal gesta á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september sl. Verðlaunin verða afhent Oks- anen í Reykjavík Oksanen verð- launuð Verðlaunin veitt fyrir sögu frá Eistlandi Verðlaunahafinn Sofi Oksanen. ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ frum- flytur nýtt leikrit eftir Ragnar Ísleif Bragason á páskadag kl. 14:00 á Rás 1. Leikritið ber heitið Blessuð sé minning næturinnar og fjallar um Sif sem missti eitt sinn barn og hef- ur eytt ævinni í að kljást við sorg- ina. Barnið sem „aldrei varð til“ er Adam, sem þráir það eitt að gera heiminn fal- legri með því að trufla mannfólkið ekki. Adam og Sif fá tækifæri til að hittast aftur og uppgjör þeirra er nauðsynlegt ef Sif á að geta náð sátt við sjálfa sig og Adam sátt við heiminn. Símon Birgisson leikstýrir verk- inu, en leikendur er Guðlaug María Bjarnadóttir, Árni Tryggvason, Hjörtur Jóhann Jónsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Ólöf Haraldsdóttir. Tónlist og hljóðmynd gerði Anna Þorvaldsdóttir og hún kemur líka að tónlistarflutningi. Blessuð sé minning næt- urinnar Ragnar Ísleifur Bragason Þar ægði öllu sam- an, orgelleikurinn var ýmist kraftmikill eða innhverfur 37 »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.