Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
Hin skemmtilega nefnda Blues
Willis er úr Hafnarfirði og sækir
auðsjáanlega innblástur til has-
arhetjunnar óðdauðlegu. Sveitin
er nú með fjögurra laga stuttskífu
klára og mun fagna henni næst-
komandi fimmtudag (skírdag) á
Næsta bar. Efalaust verður mikill
hasar þar (ho ho ho).
Bruce Willis innblástur
fyrir íslenskt rokk
Fólk
BLÚSHÁTÍÐ í Reykjavík er á blússandi siglingu um
þessar mundir og í kvöld mun ein af goðsögnum tónlist-
arformsins troða upp á Hilton Reykjavík Nordica Hotel,
og það á slaginu kl 20.
Billy Branch, fyrrverandi munnhörpuleikari Willie
Dixon og Chicago Blues All Stars, kemur þá í fyrsta
skipti fram á Blúshátíð í Reykjavík. Billy Branch er
einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims í
dag, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum
stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi.
Branch fluttist til Chicago, vindasömu borg-
arinnar, á unglingsárum og sótti nám við há-
skólann í Illinois-fylki. Fyrr en varði var hann
kominn í sveit með blúsrisanum Willie Dixon og
leysti þar Carey Bell af í munnhörpuleiknum. Á
áttunda áratugnum stofnaði hann eigin sveit, The
Sons of the Blues, en með honum þar voru þeir
Lurrie Bell gítarleikari og Freddie Dixon bassaleikari,
synir þeirra Willies og Careys. Branch er í dag eftirsóttasti
blúsmunnhörpuleikari Chicago og hefur auk þess komið að
kennslu í skólum, stýrði m.a. verkefninu Blues in the Scho-
ols. Síðasta plata Branch, Don’t Mess With The Bluesmen,
kom út árið 2004 en þar leikur gítarleikarinn Carlos
Johnson með honum.
Á tónleikunum kemur einnig fram íslenska stór-
söngkonan Ragnheiður Gröndal og syngur blús.
Blúshátíð lýkur svo á morgun með tónleikum Su-
per Chikan. Dagskrá má nálgast á www.blues.-
is.
Billy Branch spilar á Blúshátíð í kvöld
Blúsaður Billy Branch í stuði.
Útgáfudagur fyrstu sólóplötu
Jónsa er 5. apríl næstkomandi.
Stærri rit í músíkkreðsunni eru far-
in að birta dóma um hana og má
skynja mikla spennu ytra gagnvart
gripnum. Clash Magazine birti í
vikunni afar lofsamlegan dóm um
plötuna, gefur henni 9 af 10 og seg-
ir plötuna það besta sem Jónsi hafi
afrekað á ferli sínum. Rýnir talar
um að Sigur Rós hafi verið orðin
fyrirsjáanleg í seinni tíð en leifar af
tónlist hennar séu vart á kreiki á
þessari plötu. Jónsi sé einlægari en
áður, lögin séu stutt og poppaðri og
handbragð Nico Muhly skili inn
sannkölluðu meistarastykki.
„Besta platan á ferli
Jónsa til þessa“
Vefsíðan Cool Hunting, sem
snuðrar uppi allt sem svalt er eins
og nafnið gefur til kynna, skrifar
um Hönnunarmars í nýlegri grein.
Húsgagnahönnuðir innlendir fá
reyndar tvo þumla niður á meðan
Sruli Recht er sagður maðurinn og
fær tvo feita þumla upp. Það er
ekki tekið út með sældinni að vera
undir smásjá svalheitaspæjara.
„Hippsterar“ fjalla
um Hönnunarmars
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
BELGÍUMAÐURINN Wim Van Ho-
oste er læknir að atvinnu með atvinnu-
sjúkdóma sem sérgrein. Tæplega hálf
vinnuvika hjá honum, ca. fimmtán
tímar, fara svo í að viðhalda bloggi
sem kallast I Love Icelandic Music
(með hjartatákni í stað „love“). Lengst
getur þó á tímafjöldanum því að Wim
þarf stundum að henda inn einhverju
einn, tveir og þrír með engum fyr-
irvara. Þá er ekki slæmt að hann þarf
að keyra í um þrjá tíma til vinnu en
hann starfar við sjúkrahús í Brussel.
Nýtir hann bílferðina til að hlusta á ís-
lenska tónlist en hann er með um 5000
lög í spilastokknum sínum. Plötur og
geisladiskar skipta þá hundruðum,
t.a.m. á hann 150 diska með Björk.
Margar af plötunum eru sjaldgæfar
og aðstoðar hann safnara um allan
heim í leit sinni að sjaldgæfum íslensk-
um plötum.
Bjó á Akureyri
Ég hitti á Wim á kaffihúsi við
Laugaveginn en hann er staddur hér
vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór
ég suður. Hann segist reyna að koma
hingað tvisvar á ári, í kringum áð-
urnefnda hátíð og svo á Iceland Airwa-
ves-hátíðina á haustin.
„Ég heyrði „Ammæli“ með Syk-
urmolunum á sínum tíma, þá var ég
sextán ára. Ég varð heltekinn af lag-
inu, hljómsveitinni og síðan landinu.
Ég fór að grennslast fyrir um sveitir
sem tengdust Sykurmolunum og fór
að panta í gegnum póstkröfu frá
Smekkleysu. Fór líka að fylgjast með
fréttum frá Íslandi en allt þetta fól í
sér þónokkra fyrirhöfn í þá daga. Ég
fór að safna peningum til að komast til
landsins og kom í fyrsta skipti 1991 og
ferðaðist um í tvær vikur. Ég hitti fullt
af fólki sem var hingað komið út af
tónlistinni, fólk frá Ástralíu, Banda-
ríkjunum o.s.frv.“
Á endanum kom Wim hingað til að
búa. Árið 1998 kom hann og vann sem
læknir á Akureyri í rúmt ár. Segir
hann vistina þar hafa verið erfiða,
samfélagið hafi verið lokaðra en í
Reykjavík en hann hafi á móti verið
fljótur að læra málið og talar hann
sæmilegustu íslensku.
Popppunktur í gegnum netið
„Eitt sinn kom sveitin Skátar til
Belgíu og spilaði þar og ég missti af
tónleikunum. Vissi ekki af þeim. Það
var ein af ástæðunum fyrir því að ég
byrjaði með bloggið. Ég fór að safna
efni um íslenska tónlist og hóf að þýða
yfir á ensku, með það í huga að búa til
einhvers konar fréttaveitu fyrir er-
lenda áhugamenn um íslenska tónlist.
Ég skrifa þá ekki bara um nýja tónlist,
heldur fer ég líka í söguna. Ég tek það
líka fram að ég er ekki að dekka alla
íslenska tónlist, ég hef mestan áhuga á
því sem mætti kalla jaðarrokk.“
Síðan hefur fengið ágætar viðtökur
frá áhugamönnum um allan heim, en
hún er rekin sem hreint áhugamál,
engir kostunaraðilar eru á bak við
hana og Wim er ekki í samstarfi við ís-
lenska aðila. Vefsíðan er svo hluti af
bloggsamfélagi, Music Alliance Pact,
sem leiðir saman 36 blogg frá 36 ólík-
um löndum.
„Ég vinn sjálfstætt ef svo mætti
segja (hlær). Ég sinni síðunni á kvöld-
in og um helgar. Ég er alltaf að dytta
að henni. Stundum þarf ég að setja
eitthvað inn strax að mér finnst. Ég er
stöðugt að róta eftir nýrri tónlist, finna
eitthvað til að setja þarna inn. Ég
hlusta svo á aðra tónlist líka en ég
ákvað snemma að einbeita mér að ís-
lenskri tónlist. Ég viðurkenni að ég
tek þetta akademískum tökum, líkast
til vegna menntunarinnar. Ég er t.d.
mjög harður á því að hafa allar stað-
reyndir á hreinu.“
Wim segist hafa ætlað að skrifa bók
um þetta áhugamál sitt en segir að
Paul Sullivan hafi verið á undan sér
(Waking Up in Iceland, 2003).
„Ég var með nákvæmlega sömu
hugmynd. En hann er miklu betri í
ensku en ég, enskan mín er ekki nógu
góð finnst mér.“
Wim hefur eðlilega bundist hinum
og þessum íslenskum tónlistar-
mönnum vináttuböndum og þeir halda
honum uppfærðum með fréttir og
slíkt.
„En í dag, með tilkomu netsins, er
þetta orðið svo auðvelt. Ég get
streymt íslensku útvarpi og ég fylgdist
grannt með síðasta Popppunkti. Ég
var reyndar að hugsa um að koma
hingað til að búa aftur og var meira að
segja búinn að sækja um sem heim-
ilislæknir. En svo brast á með bless-
uðu hruninu.“
Reynir að greiða götur
Spurður um uppáhaldstónlist-
armenn íslenska nefnir hann Syk-
urmolana, Björk, Ensími og Gang
Bang. Síðast heyrði hann nýja plötu
með Pascal Pinon og Bárujárni.
„Ég ætlaði að búa til einhvern lista
yfir hundrað uppáhaldsplöturnar mín-
ar en ég held að ég geti það ekki. Þetta
er síbreytilegt hjá mér. Stundum fæ ég
sendar plötur og fólk biður mig um að
gagnrýna þær en ég hef ekki áhuga á
að beita mér þannig.“
Wim er ekki að leita sérstaklega eft-
ir því að hitta íslenska tónlistarmenn,
hann segist kunna því best að sjá þá
álengdar á Laugaveginum eða rekast
utan í þá á tónleikum.
„Þetta er það sem er svo skemmti-
legt við þetta land. Nálægðin. Það er
ekki hægt að upplifa þetta í öðrum
löndum.“
Á dögunum fékk hann plötu Bjarkar
frá 1977 að gjöf í skiptum fyrir víny-
leintak af Buffalo Virgin með Ham.
Hann viðurkennir að tilfinningin hafi
verið „góð“ þegar hann handlék þenn-
an eftirsótta grip sem fer venjulega á
tugi þúsunda íslenskra króna erlendis.
„Ég fæ stundum fyrirspurnir um
hitt og þetta sem tengist íslenskri tón-
list og plötum. Ég reyni að greiða götu
fólksins eins og ég get. Fyrir mér snýst
þetta fyrst og síðast um að koma tón-
listinni á framfæri, breiða út boðskap-
inn. Ég er ekkert að sjoppa á eBay eða
neitt slíkt. Ég hjálpaði manni um dag-
inn að verða sér úti um fyrstu plötu
Hudson Wayne. Ég átti eintak og
skipti því við hann á annarri plötu. Það
skiptir mig máli að gera svona hluti
með fólki sem elskar sjálfa tónlistina
og er í þessu ástríðunnar vegna en ekki
út af einhverju peningaplokki.“
„Ég elska íslenska tónlist“
Belginn Wim Van Hooste hefur verið forfallinn unnandi íslenskrar tónlistar í 23 ár
Heldur úti bloggi þar sem fræðast má um íslenska tónlist, gamla sem nýja
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sannur „Fyrir mér snýst þetta fyrst og síðast um að koma tónlistinni á framfæri, breiða út boðskapinn.“
Síðan er með bloggsíðusniði og lit-
rík mjög. Wim setur t.a.m. inn lag
vikunnar og í hliðarstiku má nálg-
ast hlekk á youtube þar sem síðan
er með útskot. Hægt er svo að
fletta marga mánuði aftur í tímann
og skoða hinar margvíslegustu
færslur um íslenska tónlist.
Vefsíðan
Hann Jens Guð, ofurbloggari,
tónlistarspekingur, gervigrasa-
læknir og húðsnyrtivöruinnflytj-
andi kann sitt pönk upp á tíu. Lofar
hann liðna pönkhátíð í hástert á
bloggi sínu en hún fór fram á Amst-
erdam nú á laugardaginn. Stapp-
fullt var á staðnum og tóku margar
af helstu hetjum íslenska pönksins
þátt í atinu. M.a. kom sveitin Snill-
ingarnir fram og spilaði hún efni
sem ekki hefur heyrst síðan í Kópa-
vogsbíói 1980. Segist Jens hlakka
til hátíðarinnar 2011.
Jens Guð hæst-
ánægður með pönkið
http://icelandicmusic.blogs-
pot.com/