Morgunblaðið - 31.03.2010, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
Einhverjir fínustu tónleikarsem ég hef farið á voruþeir sem orgelsnilling-urinn Hans-Ola Ericsson
hélt í Hallgrímskirkju fyrir nokkr-
um árum síðan. Hann lék verk eftir
Messiaen og gerði það svo und-
ursamlega vel að ég gleymi því aldr-
ei.
Um helgina settist hann aftur við
Klaisorgel kirkjunnar, en í þetta
sinn flutti hann tónsmíðar eftir sjálf-
an sig. Tónleikarnir mörkuðu upp-
haf Kirkjulistahátíðar og má segja
að hátíðin hafi byrjað með látum því
þarna voru engin smáræðis átök.
Það var nefnilega ekki bara orgel
kirkjunnar sem hljómaði, heldur var
það ríkulega skreytt rafhljóðum.
Rafhljóðin byggðust m.a. á upp-
tökum á því sem heyrist þegar
vængjahurðir í kirkju eru opnaðar
og þeim lokað aftur. Einnig gat að
heyra hljóm úr gömlum orgelum.
Þessi sérstæðu hljóð blönduðust við
orgelleik Ericssons og var útkoman
oft býsna hávaðasöm.
Verkin voru fjögur. Það sísta var
jafnframt hið fyrsta, Laglína til
minningar um látinn vin. Titillinn
vísar til sorgar, en í tónleikaskránni
stóð einnig að innblásturinn hefði
verið fenginn úr málverki eftir Hie-
ronymus Bosch. Málverkið sýnir
göngin, „sem þeir sem næst hafa
komið dauðanum hafa lýst.“ Í tón-
listinni var þannig fólgin von, en ég
gat ekki heyrt hana. Þvert á móti
hljómaði verkið eins og tónlist við
hryllingsmynd, mjög LANGA hryll-
ingsmynd. Vel hefði mátt sleppa
þessu atriði dagskrárinnar.
Meira var varið í næstu tónsmíð,
Canzon del Principe, en þar blönd-
uðust rafhljóðin og orgelleikurinn í
áhugaverðri hugleiðingu um verk
eftir endurreisnartónskáldið Carlo
Gesualdo. Endurreisnarstíllinn
skapaði skemmtilega togstreitu við
nútímalega meðhöndlun Ericssons
og var útkoman hljómfögur, litrík og
spennandi.
Þriðja verkið á dagskránni,
Vængjahurðir fyrir orgel og raf-
hljóð, var ekki eins gott. Hljómurinn
í dyrum að opnast var svo djúpur og
mikill að maður sá fyrir sér hurð
sem var stærri en öll Hallgríms-
kirkja! Á þessum hljómi byggðist
allt verkið, en þar sem hljómurinn
var svo voldugur var erfitt að bæta
nokkru við hann. Úrvinnsla Erics-
sons var fremur máttleysisleg og
virkaði fálmkennd; hljómurinn í
hurðinni hefði sennilega dugað einn
og sér.
Langlengsta tónsmíðin var síðust,
Messa byggð á trúartextum eftir
Olov Hartman. Þar ægði öllu saman,
orgelleikurinn var ýmist kraftmikill
eða innhverfur, og annarsheimsleg
rafhljóðin, frá örveikum blæbrigðum
upp í gríðarlega kröftugar hljóma-
sprengjur, komu úr hverju horni.
Kaflarnir, sem voru átta, voru furðu-
lega ólíkir, og kannski var veikleiki
verksins fólginn í því. Fátt virtist
tengja þá innbyrðis, og tónmálið var
auk þess í einkennilega litlum
tengslum við textana sem voru birtir
í tónleikaskránni. Maður vissi ekk-
ert hvað var að gerast í verkinu!
Engu að síður var ýmislegt mjög
sérkennilegt, jafnvel ójarðneskt – já,
stemningin í mörgum köflunum líkt-
ist engu hér á jörð. Það vantaði bara
heildarmyndina.
Ég held að maður biðji um Messi-
aen næst þegar Ericsson heldur hér
tónleika.
Þrumur í Hallgrímskirkju
Ericsson ,,Ég held að maður biðji um Messiaen næst,“ segir m.a. í dómi.
Hallgrímskirkja
Orgeltónleikarbbmnn
Verk fyrir orgel og rafhljóð eftir Hans-
Ola Ericsson í flutningi hans sjálfs.
Hljóðstjórn: Ríkharður H. Friðriksson.
Sunnudagur 28. mars.
JÓNAS SEN
TÓNLIST
FJÓRAR kvikmyndir verða frum-
sýndar í bíóhúsum landsins í dag,
tvær gamanmyndir, ein rómantísk
mynd og ein ævintýramynd. Það
verður því fjölbreytt úrval mynda
til að skella sér á í páskafríinu.
Hot Tub Time Machine
Fullorðinsárin hafa farið illa með
fjóra vini, sem eru orðnir frekar
leiðir á lífinu og finnst það ekki al-
veg hafa farið eins og þeir ætluðu.
Eftir gott fyllerí í heitum potti
vakna þeir árið 1986 og fá annað
tækifæri til að ákvarða framtíð
sína. Með helstu hlutverk í mynd-
inni fara John Cusack, Rob Cordry,
Craig Robinson og Clark Duke.
Erlendir dómar:
Metacritic: 65/100
Variety: 61/100
Rotten Tomatoes: 63/100
How To Train Your Dragon
Að Temja Drekann Sinn, eins og
hún hefur verið þýdd á íslensku, er
ævintýramynd sem fjallar um vík-
ingastrákinn Hiccup sem sver sig
ekki alveg í ættina en í fjölskyldu
hans eru hugumdjarfir drekab-
anar. Líf Hiccup breytist þó fljótt
þegar hann kemst í kynni við pínu-
lítið öðruvísi dreka. Myndin verður
sýnd með ensku og íslensku tali og
einnig í 3D. Með helstu radd-
hlutverk fara Jay Baruchel, Gerard
Butler, Craig Ferguson, America
Ferrera og Jonah Hill.
Metacritic: 74/100
Variety: 79/100
Rotten Tomatoes: 97/100
Dear John
Hermaðurinn John kynnist náms-
meynni Savannah þegar hann er í
tveggja vikna leyfi frá herstöð sinni
í Þýskalandi. Ástin kviknar og Sav-
annah lofar að skrifa honum þá 12
mánuði sem hann á eftir af herþjón-
ustunni en atburðir 11. september
leggja stein í götu þeirra þegar
John ákveður að skrá sig aftur í
herinn. Með aðalhlutverk fara
Channig Tatum og Amanda Seyf-
ried.
Erlendir dómar:
Metacritic: 43/100
Variety: 50/100
Rotten Tomatoes: 28/100
I Love You Phillip Morris
Steven Russel er hamingjusamlega
giftur Debbie þar til bílslys fær
hann til að endurmeta líf sitt og
hann kemur út úr skápnum. Hann
stundar svik og pretti til að standa
undir dýrum lífstíl og endar brátt í
fangelsi þar sem hann hittir Phillip
Morris og verður yfir sig ástfang-
inn og lífið fer að snúast um að
frelsa ástvininn með öllum mögu-
legum og ómögulegum ráðum.
Myndin er byggð á sannsögulegum
atburðum. Með aðalhlutverk fara
Jim Carrey og Ewan McGregor.
Erlendir dómar:
Empire: 80/100
Variety: 68/100
Rotten Tomatoes: 79/100
Kvikmyndafrumsýningar»
Páskamyndirnar í ár
I Love You, Phillip Morris Ewan McGregor og Jim Carrey leika elskhuga í
gamanmynd sem byggð er á sannsögulegum atburðum.
How To Train Your Dragon Þrívíddarteiknimynd og mikið ævintýri.
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
39 þrep (Samkomuhúsið)
Fim 1/4 kl. 19:00 Lau 3/4 kl. 19:00 Fös 16/4 kl. 19:00 Ný sýn
Fim 1/4 kl. 22:00 Aukas. Lau 10/4 kl. 19:00 Lau 17/4 kl. 19:00 Síðasta s.
Síðasta sýning 17.apríl
Fúlar á móti (Marina - Gamli Oddvitinn)
Fös 2/4 kl. 21:00 1.sýn Lau 3/4 kl. 21:00 2.sýn
Horn á höfði (Rýmið)
Mið 31/3 kl. 16:00 1.sýn Fim 1/4 kl. 16:00 3.sýn Lau 3/4 kl. 16:00 5.sýn
Fim 1/4 kl. 14:00 2.sýn Lau 3/4 kl. 14:00 4.sýn
Leiklestraröð - Spænsk ástríða (Samkomuhúsið)
Mið 7/4 kl. 20:00
Lorca og heitur tangó
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Faust HHHH IÞ, Mbl
Gauragangur (Stóra svið)
Mið 7/4 kl. 20:00 Mið 21/4 kl. 20:00 K.8. Fös 21/5 kl. 20:00
Fim 8/4 kl. 20:00 Fim 22/4 kl. 20:00 K.9. Lau 22/5 kl. 20:00
Fös 9/4 kl. 20:00 Fös 23/4 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00
Lau 10/4 kl. 16:00 K.4. Fim 29/4 kl. 20:00 K.10 Sun 30/5 kl. 20:00
Lau 10/4 kl. 20:00 K.5. Fös 30/4 kl. 20:00 K.11 Fös 4/6 kl. 20:00
Fös 16/4 kl. 20:00 K.6. Fös 7/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00
Lau 17/4 kl. 16:00 K.7. Lau 8/5 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00
Lau 17/4 kl. 20:00 Mið 12/5 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Faust (Stóra svið)
Sun 11/4 kl. 20:00 Ný auka Lau 24/4 kl. 20:00 Ný auka Fim 6/5 kl. 20:00 Ný auka
Fim 15/4 kl. 20:00 Ný auka Sun 25/4 kl. 20:00 Ný auka
Sun 18/4 kl. 20:00 Ný auka Sun 2/5 kl. 20:00 Ný auka
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 10/4 kl. 12:00 Lau 17/4 kl. 14:00 Lau 24/4 kl. 12:00
Lau 10/4 kl. 14:00 Sun 18/4 kl. 12:00 Lau 24/4 kl. 14:00
Sun 11/4 kl. 12:00 Sun 18/4 kl. 14:00 Sun 25/4 kl. 12:00
Sun 11/4 kl. 14:00 Fim 22/4 kl. 12:00 Sun 25/4 kl. 14:00
Lau 17/4 kl. 12:00 Fim 22/4 kl. 14:00
Dúfurnar (Nýja sviðið)
Lau 10/4 kl. 20:00 Frum Fös 23/4 kl. 22:00 aukas Sun 9/5 kl. 20:00 k.13.
Mið 14/4 kl. 20:00 K.2. Mið 28/4 kl. 20:00 k.8. Mið 12/5 kl. 20:00 k.14.
Fös 16/4 kl. 19:00 K.3. Fim 29/4 kl. 20:00 k.9. Fim 13/5 kl. 20:00 k.15.
Fös 16/4 kl. 22:00 aukas Fös 30/4 kl. 19:00 k.10 Fös 14/5 kl. 20:00 k.16.
Lau 17/4 kl. 19:00 K.4. Fös 30/4 kl. 22:00 aukas. Fös 14/5 kl. 22:00
Lau 17/4 kl. 22:00 aukas Fös 7/5 kl. 19:00 k.11. Lau 15/5 kl. 19:00 k.17.
Mið 21/4 kl. 19:00 K.5. Fös 7/5 kl. 22:00 Lau 15/5 kl. 22:00
Fim 22/4 kl. 20:00 K.6. Lau 8/5 kl. 19:00 k.12.
Fös 23/4 kl. 19:00 K.7. Lau 8/5 kl. 22:00
frumsýnt 10. apríl
Rómeó og Júlía í leikstjórn Oskaras Korsunovas (Stóra
svið)
Fös 14/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00
Í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík
Eilíf óhamingja (Litli salur)
Mið 31/3 kl. 20:00 k.2 Fös 16/4 kl. 19:00 K.5 Sun 25/4 kl. 20:00
Fös 9/4 kl. 19:00 K.3 Fim 22/4 kl. 20:00 Fös 30/4 kl. 20:00
Sun 11/4 kl. 20:00 K.4 Fös 23/4 kl. 20:00
Fyrir þá sem þora að horfa í spegil. Snarpur sýningartími
Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið)
Lau 24/4 kl. 20:00 Frums Sun 2/5 kl. 20:00
Lau 1/5 kl. 19:00 Fös 7/5 kl. 20:00
Uppsetning Bravó - aðeins þessar 4 sýningar
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Mbl., GB
Nánar á leikhus
id.is
Sími miðasölu
551 1200
Síðasta sýning 25. aprí
l
Tryggðu þér miða á þes
sa frábæru fjölskyldusý
ningu!
NÝJASTA slúðursagan um 23. kvikmyndina um James Bond, þ.e. þá
næstu, er sú að leikkonan Rachel Weisz muni leika í henni. Hún á þó ekki
að leika sk. Bond-gellu heldur óþokka, glæpakvendi.
Vefurinn Cinema Blend segir frá þessu en varar þó við að allt geti þetta
breyst. Hvað sem því líður þykir líklegt að glæpakvendi verði í myndinni
en karlar hafa verið algengari en konur í hlutverkum óþokka í kvikmynd-
unum um njósnarann góða.
Reuters
Weisz Yrði föngulegt glæpakvendi, illvígt að innan en alúðlegt að utan.
Weisz glæpakvendi í Bond 23?