Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.03.2010, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010 Handritið að The MenWho Stare at Goats erunnið upp úr sam-nefndri bók blaða- mannsins og rithöfundarins Ron Jonson en sú bók mun að einhverju leyti vera byggð á raunverulegum atburðum, tilraunum Bandaríkja- hers til þess að beita yfirskilvitleg- um aðferðum í hernaði og þjálfun hermanna í því að beita hugarork- unni. Í upphafi myndarinnar er ein- mitt tekið fram að margt sem fyrir augu ber sé byggt á raunverulegum atburðum. Og hefst þar með afar farsakennt ferðalag og háðsádeila á hernað, herþjálfun og veru Banda- ríkjamanna í Írak. Þá er einnig vís- að í pyntingaraðferðir Bandaríkja- manna á föngum í Guantanamo- búðunum (fangi læstur inni í litlum klefa látinn hlusta á risaeðluna Bar- ney úr Sesamstræti syngja sama lagið aftur og aftur). Í myndinni segir af blaðamann- inum Bob Wilton (McGregor) sem verður fyrir því óláni að eiginkona hans tekur saman við yfirmann þeirra beggja. Wilton ákveður að „gera það sem karlmenn gera við slíkar kringumstæður“, þ.e. halda í stríð. Hann dreymir um að komast til Íraks, færa fréttir af stríðinu og sýna eiginkonunni fyrrverandi að hann sé karl í krapinu. Wilton kemst þó ekki til Íraks, þarf að bíða í Kúveit og þar kynnist hann stór- furðulegum manni og fyrrverandi „ofurhermanni“, Lynn Cassady (Clooney). Cassady þessi var áður „jedíi“ (já, eins og í Stjörnustríði) í sérstökum hópi bandarískra her- manna, New Earth Army, her- manna sem þjálfaðir voru í því að beita friðsamlegum bardagaaðferð- um, beita hugarorkunni frekar en stríðstólum. Cassady segist m.a. geta gert sig ósýnilegan og leyst upp ský á himni og trúir Wilson fyr- ir því að hann sé í leynilegri sendi- för fyrir Bandaríkjaher. Wilton leggur í ferðalag um eyðimerk- urlandslag Íraks með þessum und- arlega, og að því er virðist vit- skerta, manni og þar lenda þeir í ýmsum vandræðum, er m.a. rænt. Cassady segir Wilton sögu sína á ferð þeirra að ónefndum áfanga- stað, hvernig ofurhermannaþjálf- unin fór fram í búðum Bills nokkurs Django (Bridges), fyrrverandi her- manns sem fékk vitrun á vígvell- inum í Víetnam þegar hann var skotinn í brjóstið. Hann sá ljósið, svo að segja, og tók að stúdera alls konar nýaldarspeki og hug- leiðsluaðferðir. Django þessi beitti heldur óhefðbundnum þjálfunar- aðferðum á Her hinnar nýju Jarðar, lét hermennina m.a. dansa og ganga á glóandi kolum. Wilton kemst fljót- lega að því að Cassady var misnot- aður af illgjörnum liðsmanni of- urhersins (Spacey) sem lét hann drepa geit með hugarorkunni og sendi hann þar með yfir til „myrku hliðarinnar“ (jebb, aftur Stjörnu- stríð). Wilton er engu að síður heill- aður af þeirri trú Cassady að hann búi yfir yfirskilvitlegum kröftum og getur ekki annað en dáðst að hon- um. Kvikmyndin ber nokkurn keim af gamanmyndum Coen-bræðra, fá- ránleikinn er í fyrirrúmi en þó með alvarlegum undirtóni, sem fyrr seg- ir. Sum atriðanna í myndinni eru óborganleg og má þar m.a. nefna atriði þar sem hermaður er beðinn um að komast að því hvar Manuel Noriega er niður kominn og sá seg- ir að leikkonan Angela Lansbury kunni svarið við því. Lansbury svar- ar því til að hún hafi ekki hugmynd um það! Clooney stendur sig frábærlega sem hinn galni Cassady, augnaráðið eitt fær mann til að skella uppúr og McGregor er flottur sem hinn blá- eygi blaðamaður. Jeff Bridges fer mikinn að vanda í sínu hlutverki, magnaður leikari þar á ferð og óborganlegt að sjá hann og Clooney dansa við lag Billys Idol, „Dancing With Myself“. Myndin fer þó ögn úr gríngírnum þegar líður undir lok, sem er miður, og alvarlegri undir- tónn tekur við. Þá má einnig setja út á sífelld skipti milli nútíðar og fortíðar, þ.e. ferðarinnar um eyði- mörkina og þjálfunarbúðanna, bet- ur hefði farið á því að dvelja lengur við hvort tveggja í senn og skrúfa enn betur upp í fáránleikanum þeg- ar líða tekur á myndina. En bláend- irinn er rökréttur miðað það sem á undan er gengið og sú staðreynd að myndin er byggð að einhverju leyti á raunverulegum atburðum krydd- ar söguna og sýnir hversu fáránlegt hernaðarbrölt getur orðið. Að stara geit í hel Sambíóin Álfabakka og Kringlunni The Men Who Stare at Goats bbbmn Leikstjóri: Grant Heslov. Aðalleikarar: George Clooney, Ewan McGregor, Jeff Bridges, Kevin Spacey. 94 mín. Band- ríkin, Bretland. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYND Clooney og geit Ofurhermaður drepur geit með hugarorkunni. Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Dear John kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Earth kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Shutter Island kl. 6 - 9 B.i. 16 ára Daybrakers kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára The Good Heart kl. 5:50 B.i. 10 ára Dear John kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Kóngavegur kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.10 ára Lovely Bones kl. 8 - 10:30 B.i.12 ára The Good Heart kl. 8 - 10:10 B.i.10 ára Avatar 3D kl. 4:40 B.i.10 ára Mamma Gógó kl. 6 LEYFÐ I love you Phillip Morris kl. 10 B.i. 12 ára Kóngavegur kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára Dear John kl. 8 B.i. 7 ára Nanny McPhee kl. 6 LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA HHH -Dr. Gunni, FBL HHHH -H.S.S., MBL HHHH -Ó.H.T. - Rás 2 SÝND Í XXXXX Ógleymanleg mynd í ætt við meistaraverkið Ferðalag keisaramörgæsanna SÝ Í REGNBOGANUM MARK WAHLBERG STANLEY TUCCI RACHEL WEISZ SUSAN SARANDON SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓSÝND Í SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓI HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY „DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ HHHH- EMPIRE FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK & KUNG FU PANDA PÁSKAMYNDIN Í ÁR Hvað myndir þú gera við bréf sem breytti öllu? FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNU M Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.