Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 4
134 Við þetta hef ég engu að bæta. Hjörleifur telur hugsanlegts að þetta ljóð hafi verið i seinni Los Angelesbókinni. Það þykir mór mjög sennileg tilgáta, enda segir 1 formála Ólíkra sjónarmiða, að kvæðin seu ort 1 Vesturheimi- Það er eftirtektarverð staðreynd 1 ís- lenzkum bókmenntum, að hvergi hafa skáld okkar fengið fegurri og jafnvægari tón 1 skáldhörpu sína en í Los Angeles. Má þar benda a Sigurð Guðmundarson. II. ( Kvatt ) NÚ er fertugustuogþriðju árgöngu Skólablaðsins lokið. Blaðið tekur af ser gönguskóna og fer 1 fótabað. Hæglega hóglega hafa blöðin laumazt að ykkur með mannvitið og festuna. Ég fæ ekki varizt því að líta yfir afrekaskrá okkar, og sja, þar eru sigrar og fLest harla gott. Við ætluðum aldrei að sprengja hljoðmurinn og mikill urgangur. Nú missi ég titilinn. Gullaldarrit- nefndin leggur upp laupana. Hjörleifur hættir að skrifa. Mer verður á að kveðja. ( Takti endann Hjölli, teygjum lopann ). Hrærðum huga verður mér á að þakka þeim, sem lagt hafa blaðinu lið sitt 1 vetur á einn eða annan hátt. Ég þakka ritnefndinni, ég þakka aðvifandi skáldum og séníum, ég þakka aðvífandi teiknurum, ég þakka abyrgðarmanni, ég þakka fjölritunarfolki, eg þakka minningu þeirra er ég dái mest, eg þakka body- guard mínum Hjörleifi Sveinbjörnssyni, ég þakka öllum vinum minum hvar sem er í heiminum. Allt þetta folk hefur sýnt mér fádæmaalúð og hjálpsemi, rík- an skilning og samuð asamt goðri um- önnun og umburðarlyndi. Það hafa allir verið svo góðir við mijg og það eru allir svo góðir að ég er grati næst. Verið þið sæl. Þessu næst óska ég Jóhannesi Ólafs- syni og hjörð hans velfarnaðar í starfi. ÞÓrarinn Eldjárn. SMÁSAGNASAMKEPPNI SKÓLABLAÐSINS OG LISTAFÉLAGSINS Skilafrestur rann út 15. marz og höfðu þá borizt 11 sögur eftir 7 höfunda. Domnefnd var skipuð og sátu hana Vigdis Finnbogadóttir kennari, Björn Sigurbjörnsson 4. bekk og Jens P. Þoris- son 5. bekk. Að áliti nefndarinnar var engin saga talin verð fyrstu verðlauna, þannig að urslit urðu, sem hér segir : 2. verðlaun hlaut saga Hrafns Gunn- laugssonar Véfrétt í regninu, 3. verð- laun saga Péturs Gunnarssonar Myndir úr þorpi og 3. verðlaun hlaut sömuleiðis saga Gests Guðmundssonar Guð með nef úr gulli. TILKYNNING Aðalfundur verður haldinn að heimili mínu næstkomandi sunnudag. Fundarefni : 1) Átökin í FÁT - Félagi átómatista. 2) Stofnun skuggaráðuneytis í M. R. Velunnarar hvattir til að mæta. Mætið tímanlega. Þorvaldur Gunnlaugsson. j

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.