Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 15
Ég gekk á milli hamranna og döggin glóði á grasi, ég gekk með nakta fætur, sem votir urðu og kaldir. Dökkva sló á fjöllin, en draumar sungu 1 brjósti, þvá djúpt á milli hamranna liggja óskasteinar faldir. Ég gekk á milli hamranna og huldumanninn sá. Mitt hjarta barðist örar, hann ungur var og bjartur. Úr augum hans brann glóð, sem glöggt ég mátti skilja, þvi um gleði hans og frelsi var luktur hamar svartur. Svo söng ég hann úr berginu, sem blikaði og skein og barðist móti tónunum, en sterkari reyndust þeir. Gullnir fjötrar brustu, við gengum burtu saman í gleðivímu hétum þvi að skilja aldrei meir. Nú lifum við 1 mannheimum, og margt er þar til yndis, og manninn hef ég hjá mér sem ég ann af heitu hjarta. En oft um ljósar nætur, er kyrrðin ræður rikjum, reika ég 1 hljóðri sorg hjá hamrinum okkar svarta. Þvf depurðin í augunum á ástvininum mínum er örlaganna dómur, - um nætur það ég finn. Ég veit ei, hvað hann þráir, ég veit ei, hvers hann leitar, en ég veit ég megna ekkert, - hann verður aldrei minn. ANNA BJORC HAUOORSDOTTIR

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.