Austri


Austri - 15.12.1960, Síða 4

Austri - 15.12.1960, Síða 4
4 AUSTRI Jólin 1960. Við Fossvíkina var staðnæmzt. Þar var einstigi troðið niður og kaðlar settir til styrktar og örygg- is. Tveir fóru þarna niður og komu upp aftur eftir drykklanga stund með 2—3 flöskur fullar af rauðvíni og stóran ketil fulian af Sider. Var svo haldið áfram upp fjallið, en þar lá greinileg slðð, sem troðin hafði verið undanfarna daga. Veður var mjög kyrrt og milt svo okkur þyrsti ákaft og var öðru hvoru staðnæmzt til að dreypa á drykkjarföngunum, sem gengu fl.’ótt til þurrðar, því við munum hafa verið um 10 í hóp. Svo kom- um við skyndilega upp úr þokunni og var þá fagurt um að litast, glaða sólskin og skafheiðríkt. Sá- um við nú öll fjöll upp úr þok- unni beggja vegna Fljótsdalshér- aðs og allt norður á Digranes og Langanes en undir fótum okkar bylgjaðist þokuhafið langt inn eftir Héraðinu og norður og aust- ur svo langt, sem augað eygði. Var því líkast sem landið hefði skyndi- lega sokkið í sæ, svo aðeins hæstu fjöllin stæðu upp úr, og Fljóts- dalshérað væri orðið að feikna löngum og breiðum firði með ótal víkum og vogum. Bráðlega komum við fram á brún Ósbjarganna, þar sem þau eru hæst og hrikalegust. Gapti þar við okkur klauf ein í fjallsbrún- inni, þröng en þverbrött, og spöl- korn niðri í klaufinni ólgaði þokan dökk og illúðleg. Klauf þessi heitir Skinnbrókargil og eru um hana eftirfarandi munnmæli: Skinnbrók var tröllskessa og bjó í Ósbjörgum. Hún var nátt- tröll. Nótt eina hafði hún verið að draga til búsins suður á afrétt og kom undir morguninn sunnan frá Dyrfjöllum og fór mikið. Þó varð hún heldur naumt fyrir, því þeg- ar hún kom á brún bjargsins rann sólin upp. Kerling breyttist þá í stein, en við það sprakk stykki úr bjargbrúninni og varð eftir klauf sú, er síðan nefnist Skinnbrókar- gil. Kerlingin féll norður og aust- ur af fjallinu og varð að Ósfles- inni, en í fallinu hrukku af henni brjóstin og lentu þau vestur fyrir Selfljótsósinn og urðu að tveim- ur svörtum, kollóttum skerjum er nefnast Svertlingar. Nú áttum við að sigla í kjölfar kerlingar niður Skinnbrókargil. Gekk ferðin greiðlega, því mikil fönn var í gilinu. Sums staðar voru þó nærri lóðréttir stallar sem við stukkum eða renndum okkur á rassinum fram af, en hjarnið var svo mjúkt, að auðvelt var að stöðva sig og allt því hættulaust. Bráðlega komum við niður úr gilinu og sáum nú grilla í sjóinn fyrir neðan okkur. Ekkert brim var, aðeins dálítill lognöldugutl- a.ndi við klappirnar. Rétt vestan við, þar sem við komum niður, hafði skipið strandað. Nú var ekki eftir af því nema hluti af byrð- ingnum, sem lá á hvolfi alveg upp við landsteinana. Við héldum norð-austur með björgunum og alveg út á yztu nes. Innan um stórgrýtið og kletta- hleinarnar var stráð braki úr skip- inu, en allt var það brotið í smátt cg mjög ómerkilegt. Víða lágu dræsur af botnvörpum og slitur af köðlum, að nokkru orpið í kaf undir möl og grjóti. Við týndum saman eitthvað af spýtnadrasli, en yfirleitt held ég að dagsverkið hafi verið ákaflega lélegt. Þegar leið að kvöldi, söfnuð- umst við aftur saman neðan við Skinnbrókargilið. Þá skeði aðal viðburður dagsins. Einhverjum var litið fram á sjóinn. Skamimt urdan landi sá hann eitthvað á reki. Það líktist tunnu, sem mar- aði í hálfu kafi, og skaut við og við upp löggunum, þegar lognald- an vaggaði henni. Tunnusérfræö- ingarnir lögðu saman álit sitt og komust einróma að þeirri niður- stöðu, að þetta væri koníakskvart- il. En hvernig átti að nálgast þennan kjörgrip? Langt var að bíða þess, að það bærist að landi, því vel gat verið að straumurinn lægi frá. En við þessu voru til ráð. Spölkorn uppi í skriðunni stóð ,;tii báturinn af skipinu, hvítmál- uð, sterkleg skekta. Hann hafði náðst og verið settur þarna upp þegar eftir að skipið strandaði. Aoeins lítilfjörlegur gutlandi var við klappirnar, svo ekki rnundi Suðurnesjamönnum hafa vaxið það í augum að slcjóta fleytu á flot. Þarna voru líka nokkrir van- ir sjómenn. Báturinn var settur fram og eftir andartak var hann mannað- ur þremur röskum mönnum, á leið út að tunnunni. Einn stóð í stafni vopnaður miklum krókstjaka. Þegar bátinn bar að kútnum, lagði sá, er í stafni stóð, krókstjakan- um til hans og krækti undir lögg- ina. Víst var þetta koníakskvartil, en því miður vantaði í það annan fcotninn. Bátnum var snúið aftur til lauds og ekki hirtu bátsverjar kvartilið, þótt það vafalaust hafi verið bezta ílát. Svo var báturinn settur með erfiðismunum aftur á sinn stað og hópurinn lagði af stað heimleiðis. Við fikruðum okk- ur í halarófu, hægt og bítandi, upp Skinnbrókargilið. Ofarlega í gil- inu fengu þeir, er fyrir sárustu vonbrigðum urðu, þegar tunnan reyndist tóm, nokkrar sárabætur. Þar mættum við tveimur sveitung- um okkar og höfðu þeir slatta af koníaki á einum tveimur flöskum meðferðis. Líklega hefur eitthvað , gengið á birgðirnar hjá þeim á leiðinni, því góðglaðir voru þeir. Þeir sem vildu, skiptu koníakinu imilli sín, en ekki þáði ég neitt af þeirri vöru. Þegar leið á daginn hafði þokan horfið og hert frostið. Var nú komið hið brzta færi og gekk ferð- in fljótt og vel niður fjallið, niður á Krosshöfða. Þar tók ég skíði mín og hélt strax heimleiðis. Ekki minnist ég neinna samferðamanna á heimleiðinni, en frá Unaósi tók ég beina stefnu vestur yfir slétt- lendið og kom heim laust eft- ir miðnætti. Nokkru síðar var uppboð haldið á strandgóssi. Flest eða allt var lélegt og stórskemmt, sem þar kom fram. Dálítið af sjóvotu kexi, sem reynt var að afvatna og eta svo í mjólk. Eitthvað af kartöfl- um sem tíndar voru saman í fjör- unni, kaðlar, spýtnarusl og þess liáttar. Af drykkjarföngum kom lítið fram. Annað tveggja hafa þau verið miklu minni en orð fór af, eða þeim hefur verið komið undan eftirgrennslan yfirvaldanna. — Þá sögu heyrði ég, að ferða- maður einn hefði rekizt á koníaks- kvartil, grafið í snjó í garða í af- lögðum beitarhúsum, og að ein- staka menn hefðu oft verið góð- glaðir næstu mánuðina eftir að franska seglskipið Saint Freres strandaði undir Ósbjörgum þ. 4. marz, veturinn 1910. Ólafur Jónsson. Gledileg jól Farsælt komandi ár. Þakka viðskiptin. Valgard W. Jörgensen málarameistari. Apótek Neskaiipstaðar óskar öllum viðskiptamönnum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, og þakkar viðskiptin á árinu, sem er að líða. Frá Áfengisverzlun ríkisins Framvegis kaupum vér tómar flöskur, séu þær hreinar og ó- skemmdar og merktar einkennisstöfum vorum Á. V. R í glerið. Einnig kaupum vér ógölluð glös undan bökunardropum. Móttaka í Nýborg við Skúlagötu og í útsölum vorum á ísa- firði, Akureyri og Seyðisfirði. Fyrir hverja flösku verða greiddar kr. 2.00 og fyrir hvert glas kr. 0.50. Áfengisverzlun ríkisins.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.