SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Side 2

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Side 2
2 5. júní 2011 Við mælum með … Laugardagur 11. júní Fyrsti leikur Íslands á lokamóti Evrópumóts landsliða sem skip- uð eru leikmönnum 21 árs og yngri verður gegn Hvít-Rússum og hefst kl. 16. Íslendingar eru í riðli með Dan- mörku, Sviss og Hvíta- Rússlandi og eru taldir eiga góð- an möguleika á að komast upp úr sínum riðli og keppa um sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári. Morgunblaðið/Ómar … litlu strákunum okkar 23 Farsæl flothylki úr togleðri Gúmmíbjörgunarbáturinn er með bestu björgunartækjum sem fundin hafa verið upp og ætluð eru til bjargar sjómönnum í neyð. 26 Með góðu glossi gera þær góðverk Átakið Á allra vörum hefur safnað um 200 milljónum króna fyrir góð- gerðarstofnanir á undanförnum árum. 28 Leiðbeining til stjórnmálamanna Björn Bjarnason segir bók sína um Baugsmálið eiga brýnt erindi í póli- tíska samtíð okkar. Hann víkur einnig að fjölmiðlamálinu. 36 Þetta er ævintýraheimur Í meira en tuttugu ár hefur Árni Björn Jónsson komið að kasta flugum sínum fyrir urriðann í opnunarholli Laxár í Lax- árdal. 38 Káta Kaliforníustelpan Blake Lively skaust upp á stjörnuhimininn sem slúðurstúlkan Serena van der Woodsen. Hún hefur líka vakið athygli fyrir flottan fatastíl og er andlit Chanel. 40 Mjög áhugasamir um vestræna tónlist „Þetta var í einu orði sagt frábær ferð,“ segir Nína Margrét Gríms- dóttir sem lauk á dögunum við sína aðra tónleikaferð um Kína. Lesbók 44 Glíman við einmanaleikann Bandaríski rithöfundurinn David Foster Wallace var flestum harm- dauði þegar hann féll fyrir eigin hendi fyrir þremur árum. 32 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. 34 32 Þær voru skrautlegar konurnar sem mættu á dömudaginn á Epsom- veðreiðunum í Bretlandi. Á þessum degi mæta konurnar með hatta og eru uppáklæddar að fylgjast með spennandi keppninni. Gjarnan er líka kampavínsglas í hendi, svona til að kæla sig niður, en gott veður var á dömudaginn í þetta sinn. Veröldin Þessi er að sjálfsögðu með hatt og er bæði með kampavín og myndavél í hendi. Ekki spilla vel lakkaðar neglurnar fyrir. Reuters Dýrlegt á dömudegi 8.-11. júní Páll Óskar Hjálmtýsson flytur öll sín vinsælustu lög ásamt Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í Eldborg Hörpunnar. Alls verða tónleikarnir fimm talsins. Kl. 20 alla dagana fjóra og að auki kl. 16 á laugardeginum. 9. júní Íslenska óper- an efnir til prufusöngs fyrir þrjú hlut- verk í Töfra- flautunni eftir Mozart, sem frumsýnd verður í Hörpu í haust. Um er að ræða hlutverk „drengjanna þriggja“, „Drei Knaben“. Leitað er að ungum drengjum eða stúlkum með bjartar raddir, þó ekki yngri en 10 ára. A f einhverjum sökum er ég annaðhvort staddur í New York eða Noregi þetta misserið. Síðasta ferð mín til Noregs (sú þriðja á hálfu ári!) var þó ekki til höfuðborgarinnar í þetta sinnið, heldur til Bergen. Borgina þekkti ég mætavel sem höfuðvígi svartþungarokksins en nú var strákurinn gerður út af örkinni til að fylgjast með Þjóð- leikhúsinu setja upp Gerplu Balt- asars Kormáks á alþjóðlegu leik- listarhátíðinni þar í borg. Ég segi nánar frá þeirri upplifun annars staðar í blaðinu en hér langar mig, þó ekki sé nema í eitt „augnablik“, að skoða hátíðina aðeins sem slíka en hún var með eindæmum metnaðarfull. Per Boye Hansen, listrænn stjóri hátíðarinnar, setti upp ákveðið tema í þetta skiptið sem skýrir að mörgu leyti veru Gerplu á hátíðinni. Í gegnum leiksýningarnar var rýnt í tengsl hefða og nýsköpunar og þar á Gerpla svo sannarlega heima en ekki var Laxness bara að pota í arfinn heldur er Baltasar líka að pota í arf Laxness með fram- úrstefnulegri uppsetningu sinni. Ef Norðmennirnir vildu velta sér upp úr þessum tengslum hins gamla og nýja þá fengu þeir tvö- faldan skammt frá Íslandi! Há- tíðin er annars þekkt fyrir áherslur sínar á nýjar leikgerðir. Þannig fékk hún í ár svissneska leikstjórann Christoph Mar- thaler til liðs við sig en söng- leikur hans, ±0, sem fjallar um sögu Grænlands hefur vakið mikla athygli og var Bergen fyrsta stopp í umfangsmiklum Evróputúr. Önnur leikrit voru sýnd sem líkt og Gerpla settu snúning á aldagömul verk. Norski leikstjórinn Eirik Stubø hefur t.a.m. sett óperu Igors Stravinskí, Oedipus Rex, í norska yfirhalningu (hátíðin var opnuð með þeirri sýningu) og hinn efnilegi Tore Vang Lid sýndi „endurgerð“ sína á leikriti hins þýska Gerharts Hauptmann, Be- fore Sunrise. Dansmenntir fengu einnig að svífa um, Ísraelinn Sharon Eyal skrifaði verk sér- staklega fyrir nútímadansflokk Noregs, Carte Blanche og fransk- túnisíski dansarinn Héla Fat- toumi sýndi algerlega magn- þrungið verk þar sem hún setur múslímska þjóðbúninga undir mælikerið. Svo frétti ég það svona á skotspónum að um leið og þessi yfirgripsmikla leiklist- arhátíð var í gangi var verið að keyra djasshátíð. Bergen er greinilega að kafna úr menningu. Og er það vel. Sjónlistirnar voru þó í brennidepli í þetta skiptið. Djassinn á næsta ári? Einhver? Augnablikið Den National Scene að næturlagi. Þetta glæsta leikhús er eitt þriggja þjóðleikhúsa Norðmanna og það elsta. Burðugt er leikhús- lífið í Björgvin

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.