SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Qupperneq 12
12 5. júní 2011
Mánudagur
Margrét H. Blöndal
hreyfir eyrun og fer
inn í pabba sinn
Hjalti Már Björns-
son
Vill í ljósi allrar læknadóps-
umræðu benda á tvennt. Í fyrsta
lagi væri ekkert mál að hindra
misnotkun á ávísuðum lyfjum
með því að læknar hefðu aðgang
að miðlægum gagnagrunni um
ávísanir eftirritunarskyldra lyfja.
Þannig kerfi er til staðar þar sem
ég vann hér vestanhafs og þar
flettum við upp í öllum vafa-
tilvikum hverju viðkomandi ein-
staklingur hafði fengið ávísað af
sterkum lyfjum í gjörvöllu fylkinu.
Þriðjudagur
Einar Kárason Ég er
sammála kollega
mínum Þráni Ber-
telssyni um að það
hafi verið ónær-
gætið í morgun af
Sigga Svavars að kalla alþing-
ismenn hálfvita. En ef stjórn Al-
þingis tekur til umræðu bannið
um tóbaksreykingar í bíómyndum,
þá því miður er ekki um neitt að
ræða framar.
Fésbók
vikunnar flett
Hvað eru hinir að gera? spyr kannski
einhver – hvernig hyggjast aðrir fram-
leiðendur svara iPad? Málið er bara
að þeir vita það ekki sjálfir.
Fyrir ári eða svo skiptu framleið-
endur á spjaldtölvum hundruðum, en
svo hættu þeir flestir við, þeir áttu
einfaldlega ekkert svar. Hluti af því er
að Apple var búið að gera langtíma-
samninga við helstu framleiðendur á
snertiskjám og aðrir komust því ekki
að en líka að stýrikerfið sem þeir
hugðust nota, Android, er símastýri-
kerfi og ekki orðið nógu gott til að
geta staðist iPad snúning.
Hvað með Windows, segir þú, tja,
það er eiginlega ekkert með Wind-
ows. Windows 7 fyrir snjallsíma og
spjaldtölvur er enn á teikniborðinu að
mestu leyti og bíður eftir því að tölv-
urnar og símarnir verði öflugri.
Stærsti tölvuframleiðandi heims, HP,
er reyndar með spjaldtölvu í smíðum,
en hún átti upphaflega að vera með
Windows 7. Nú er ljóst að sú tölva, To-
uchPad, sem sjá má hér fyrir ofan,
verður með endurbættri útgáfu af
Palm-stýrikerfinu (man einhver eftir
því?) og kemur á markað síðsumars.
Það fyrsta sem menn taka eftir
þegar þeir taka sér iPad 2 í hönd
er hve vel græjan fer í hendi. Víst
er hún þung, en hún er líka þunn
og meðfærileg. Þegar búið er að
setja á hana kápu, eins og til að
mynda Smart Cover sem Apple
framleiðir, þá fer hún fáránlega
vel í hendi, hvernig sem maður
snýr henni.
Það er rétt að taka fram að þessi
texti er skrifaður á iPad og það
gekk bara vel, þakka þér fyrir.
Það er nefnilega hægt að gera
flest það sem mann langar á vél-
inni og hún er til að mynda frá-
bær ferðafélagi. Það gengur þó
dálítið hratt á rafhlöðurnar, sér-
staklega ef maður er með netið í
gangi, svo maður þarf að gæta
að því hvað er í gangi bakvið
tjöldin.
Með tölvunni fylgja
ýmisleg forrit sem
vonlegt er, vafri og
músíkspilari
o.s.frv. Aðalfjörið
er þó öll þau forrit
sem hægt er að
sækja sér í iTunes-
sjoppunni, mörg
ódýr, fleiri næstum
ókeypis og enn
fleiri ókeypis. Alls
eru til í búðinni ríf-
lega 350.000 forrit
til að gera allt það
sem manni getur
dottið í hug og
margt sem manni
hefði aldrei dottið í
hug.
Draumurinn er að
vera alltaf í sam-
bandi og það er
hægt með 3G gerð
iPadsins, sem var tekinn til kosta. Með 3G kort frá
Nova í græjunni voru allir vegir færir á meðan maður
hélt sig á mölinni. Það er líka hægt að nota þráð-
laust net þegar opið net er innan seilingar. Hvað
kostar apparatið? 114.990 kr. í Eplabúðinni.
... fáðu þér frekar iPad
Fyrsta spjaldtölva Apple, iPad, endurskilgreindi fyrirbærið. Skyndilega var
komin á almennan markað græja sem komið gat í staðinn fyrir flestar tölvur
við daglega notkun. Við þá sem eru að spá í að fá sér aukatölvu á heimilið,
fartölvu eða borðtölvu segi ég þetta: Fáðu þér frekar iPad.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Samkeppnin
Hvar eru hinar
spjaldtölvurnar?