SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Síða 16

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Síða 16
arfrí. Það gekk samt ekki og þá kom upp frekar erfið staða.“ – Voru fleiri lið en Stoke inni í myndinni? „Já. Stoke var samt tilbúið að borga hæsta verðið og Móna- kó þrýsti þess vegna svolítið á að ég færi þangað.“ – Hvernig er formið á þér núna? „Ég er bara í fínu standi. Ég ætla svo sem ekki að segja að ég sé í mínu besta leikformi, ég hef bara byrjað inni á í fjórum til fimm leikjum hjá Fulham. Til að ná mínu besta formi hefði ég þurft að spila í hverri viku, þannig lagað séð, en ég er á réttri leið. Verst var að tímabilið skyldi enda – það var rétt að byrja hjá mér.“ – Í tvö ár hefurðu verið á flandri en konan og synirnir þrír búa ennþá í Barcelona. Hefur það ekki verið erfitt? „Jú, það er erfitt að vera sundur sem fjölskylda og ef til vill hefur það spilað inn í mitt gengi í fótboltanum. Á móti kemur að þegar knattspyrnumaður er kominn á þennan aldur, bú- inn að ná sínum helstu markmiðum og toppa, hlýtur hann að setja hag fjölskyldunnar á oddinn. Við erum mjög sátt við þá ákvörðun að leyfa drengjunum að búa áfram í Barcelona. Þar líður þeim vel. Hefði fjölskyldan fylgt mér hefði hún þurft að rífa sig upp og flytja á fjögurra mánaða fresti. Það er ekki gott fyrir börn. Það segir sig sjálft.“ – Kemur til greina að fjölskyldan flytji til Lundúna, semj- irðu áfram við Fulham? „Það er of snemmt að taka afstöðu til þess. Verði ég hins vegar áfram í London munum við örugglega skoða málið mjög vandlega, meta kosti og galla.“ Með syninum í landsliðinu? – Að fleiru er líka að hyggja. Tveir eldri synir þínir, Sveinn Aron og Andri Lucas, eru til að mynda í knattspyrnuaka- demíu Barcelona. „Mikil ósköp. Það er auðvitað frábært tækifæri fyrir þá að vera í þeirri frægu akademíu. Sá elsti er þrettán ára og alvar- an á bak við æfingarnar er mikil. Hann æfir nánast eins og at- vinnumaður.“ – Erum við þá að tala um Guðjohnsen-feðga í landsliðinu eftir allt saman? Nú hlær Eiður Smári dátt – að spurningunni sem hefur fylgt honum svo til alla ævi. „Það væri kannski nær að pabbi tæki fram skóna aftur,“ segir hann síðan í léttum dúr. Eftir stutta þögn heldur hann áfram, alvarlegri í bragði: „Strákurinn hefur mikinn metnað og virðist vera harðákveðinn í að verða knattspyrnumaður. Maður veit samt aldrei hvað verður. Auðvitað yrði gaman að spila með syni sínum í landsliðinu en þetta er ekkert sem ég velti fyrir mér dagsdaglega. Satt best að segja á ég fullt í fangi með að halda sjálfum mér inni í landsliðinu þessi misserin …“ Hann hlær. Þjálfun kemur til greina – Þú ert á 33. aldursári, hvað vonastu til að spila lengi í viðbót? „Ég er í býsna góðu standi, í fínu formi og laus við meiðsli. Ég hef alltaf jafngaman af því að fara á æfingar og á meðan áhuginn er fyrir hendi og skrokkurinn í lagi mun ég halda áfram.“ – Hvað tekur þá við? „Það er ekki gott að segja. Ég verð þó mjög líklega viðloð- andi fótbolta áfram.“ – Kæmi þjálfun til greina? „Já, tvímælalaust. Ég er farinn að velta allskonar hlutum fyrir mér, gæti til dæmis hugsað mér að byrja sem aðstoð- arþjálfari einhvers staðar og möguleikarnir liggja víða þar sem ég tala ein fimm eða sex tungumál.“ – Muntu setjast að á Íslandi í framtíðinni? „Ég sé það ekki fyrir mér, alla vega ekki eins og staðan er núna. Það er alltaf gaman að koma heim, sérstaklega á sumr- in, en ég er búinn að búa svo lengi erlendis að mín sóknarfæri eru miklu frekar þar.“ Svo mörg voru þau orð. Við Eiður Smári yfirgefum „lo- unge-ið“ á Hilton og stígum aftur inn í lyftuna. Hann fer út á fimmtu hæð – ég fer alla leið niður. Útför Englandsmeistara Manchester Unit- ed var gerð frá Wembley-leikvanginum í Lundúnum um liðna helgi. Séra Pep Guar- diola þjónaði fyrir altari og Lionel Messi lék einleik, dyggilega studdur af Kamm- ersveit Katalóníu. Fátt í þeirri athöfn kom Eiði Smára í opna skjöldu. „Ég man ekki nógu langt aftur til að geta fullyrt að Barcelona-liðið í dag sé besta lið sem uppi hefur verið en í nútímaknatt- spyrnu, hvenær svo sem hún byrjaði, er þetta mjög líklega besta liðið,“ segir hann. Að dómi Eiðs Smára eru Börsungar vel að afrekum sínum komnir. „Auðvitað eru þeir með Messi og tvo til þrjá aðra af- burðaknattspyrnumenn en það er ekki bara það. Aðalatriðið í mínum huga er hvernig þeir leika leikinn, hugarfar félags- ins gagnvart fótbolta er alveg einstakt. Það mun aldrei breyta sínum stíl til að þóknast ákveðnum leikmanni eða leik- mönnum. Í því liggur fegurðin.“ Hann segir Johan Cruyff að öðrum ólöst- uðum manninn á bak við þessa hug- myndafræði og kynslóðin sem leikur með liðinu nú sé að njóta ávaxtanna. Eiður Smári lék einn vetur undir stjórn Peps Guardiola og segir hann einstakan. „Hann var frábær leikmaður og ekki síðri þjálfari. Hann býr að því að geta sett sig í spor leikmanna enda upplifði hann allar þessar tilfinningar sjálfur sem leikmaður og veit upp á hár hvaða merkingu það hef- ur fyrir Katalóna að leika með Barcelona- liðinu.“ Framganga Lionels Messis á und- anförnum tveimur leiktíðum hefur verið með þvílíkum ólíkindum að æ fleiri velta því nú fyrir sér hvort hann sé orðinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Eiður Smári vill ekki ganga alveg svo langt. „Það er erfitt að segja að hann sé sá besti sem uppi hefur verið. Hann er klárlega besti leikmaður sinnar kynslóðar og óhætt að nefna hann í sömu andrá og Pelé og Maradona.“ Messi berst ekki á, virkar þvert á móti hógvær og hlédrægur. Eiður Smári stað- festir það. „Hann er jarðbundinn og mikill fjölskyldumaður. Fólk kann að meta það. Saga hans er líka mjög rómantísk, hvern- ig hann flutti kornungur frá Argentínu til Spánar og menn óttuðust að hann ætti ekki eftir að stækka nóg til að geta spilað fótbolta með þeim bestu. Þá tók félagið hann undir sinn verndarvæng og hann hefur aldeilis endurgoldið traustið.“ Eiður Smári og Xavi fagna Evróputit- ilinum í Róm fyrir tveimur árum. Einstakt hugarfar – einstakt lið

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.