SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 20

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 20
20 5. júní 2011 „Hlutirnir ganga allt öðruvísi fyrir sig. Ég hafði aldrei veitt loðnu og aldrei síld. Ég hafði aldrei kastað nót. Ég hafði verið skipstjóri á frystitogara og bara notað troll.“ Á árum áður segir Guðmundur að einhver „uppsjáv- arkarl“ hafi verið fenginn til að leysa skipstjórana af þegar þeir fóru í frí, ekki stýrimaðurinn á skipinu. „Ég held að Samherji hafi breytt því. Uppsjávarveiðar eru allt annar hlutur en að vera á bolfiski, en þeir Sam- herjafrændur treysta sínum eigin mönnum.“ Á uppsjávarveiðum, sérstaklega á loðnu, er töluvert um hópveiði sem hann kallar. Að skipin séu í hóp á litlu svæði. Er þá keppt í því hver er fyrstur að fylla? „Það er alltaf einhver keppni, en ekki eins og þegar veiðar voru frjálsar; þá var sagt frá því í útvarpinu hver hafði veitt hvað en það er allt öðruvísi í dag. Menn velta því stundum fyrir sér af hverju einhver veiðir ekki meira en raun ber vitni, en það er þá líklegast vegna þess að hann hafði ekki meiri kvóta, frekar en að gengið hafi illa að veiða. Það er allt eins líklegt að hann hafi fiskað vel á meðan hann var að en hætt, því að kvótinn var búinn. Þetta er allt annað en var í gamla daga.“ Þegar spurt er um vinnudag Guðmundar skipstjóra segist hann vakna á milli átta og níu á morgnana og sé að til miðnættis. „Sumir segja að það sé allt of langur vinnu- dagur en þetta kemst upp í vana; þegar maður er á sjó hugsar maður um vinnuna öllum stundum. Formlegur vinnutími skipstjórnenda er 12 tíma vaktir. Stýrimaðurinn kemur upp í brú um miðnætti og er á vakt til hádegis.“ Hásetar á Vilhelm vinna í átta tíma og fá síðan átta tíma hvíld. Lengi voru það sex og sex en með núverandi fyr- irkomulagi fá menn meiri tíma til hvíldar, því gjarnan er kíkt aðeins á sjónvarpið eða farið í tölvuna áður en menn fara að sofa eftir vakt. Starf skipstjórnenda hefur mikið breyst í áranna rás, segir Guðmundur. Töluverður tími fari nú orðið í skrif- stofuvinnu, eins og hann tekur til orða. Á tóninum má greina að honum þyki breytingin ekki skemmtileg. „Það er rétt og gaman væri að gera samanburð á pappírsvinnunni 1990 og 2010. Mér finnst Fiskistofa orðin of mikið bákn og eins og fólk haldi að við séum alltaf að reyna að svindla. Við skráum allan afla, sem er eðlilegt, en ein nýleg breyting er sú að við verðum að skila skrá yfir áhöfn áður en farið er frá bryggju. Áður sendum við þær upplýsingar á skrifstofuna og hún kláraði þetta daginn eftir.“ Okkur er ekki treyst „Við lönduðum á Norðfirði í fyrrasumar og í hvert ein- asta skipti kom maður frá Fiskistofu um borð. Það er svipað og ef maður keyrði aldrei öðruvísi en með lög- regluna á eftir sér. Okkur er ekki treyst.“ Finnst honum það óþægilegt? „Já, mér finnst það og get fullyrt að menn standa ekki í neinu svindli. Ég bölsótast oft yfir því sem þarf að gera og mér finnst óþarfi, en hef alltaf fengið sömu skilaboð frá útgerðinni: Þú skalt gjöra svo vel og fara eftir lögunum. Það skiptir ekki máli hve vitlaus okkur þykja þau, við förum eftir þeim! Aldrei á minni skipstjóratíð hef ég verið beðinn um að falsa pappíra eða gera eitthvað annað ólöglegt. Slíkt hefur aldrei verið nefnt í mín eyru.“ Aðspurður segir Guðmundur samfélagið um borð mjög gott. „Og með virðingu fyrir öllum öðrum hef ég gaman af þeim ungu strákum sem koma um borð. Það er mikið líf í kringum þá og ég hef alltaf haft tilhneig- ingu til að fá unga menn í áhöfnina.“ Afþreying er mikil, margir hafa gaman af því að horfa á enska fótboltann en honum þykir sumir þó helsti duglegir í tölvunni. „Ég er af gamla skólanum og hef verið frekar andsnúinn töluvæðingunni, til dæmis því að allir séu á Facebook og mér finnst það skrýtið þegar komið er í borðsalinn að allir fari beint í tölvuna. Ég geri það ekki en skipti mér ekki mikið af – nema hvað ég hef bannað mönnum að tala um aflann á Facebook. Sumu verður að halda innan samfélagsins um borð.“ Einstaka konur hafa verið í áhöfn hjá Guðmundi. „Það hafa komið stelpur til mín á sjó annað slagið og mér finnst það góðra gjalda vert og þær eru alveg jafn góðar til vinnu og strákarnir, en ég er samt ekki sérlega hrifinn af því að ein stelpa sé um borð. Þú getur ímyndað þér hvernig það yrði að vera einn með 24 kvenmönnum um borð í skipi.“ Er þetta mikið karlasamfélag? „Já, og vinnan hentar ekki öllum, hvorki körlum né konum. Vinna á frystitogara er mjög mikil. Menn átta sig oft ekki á því að menn vinna frá því þeir fara um borð og þangað til komið er í land aftur. Flestir fara annan hvern túr, eru mánuð úti og svipað í landi en ég hef trú á því að þeir vinni álíka mikið yfir árið og fólk í landi miðað við að það sé í fríi um helgar.“ Talið berst þá aftur að sjávarútveginum sem slíkum og fyrirhuguðum breytingum sem ræddar eru á Alþingi þessa dagana. Þetta er Guðmundi mikið hjartans mál, eins og flestum sem tengjast sjávarútvegi. Hann óttast hið versta. „Ég er hræddur um að margt af 101-Reykjavíkur- fólkinu, sem tjáir sig hvað mest um sjávarútvegsmál, hafi ekki hugmynd um hvað málið snýst. Fólk talar nú um að hverfa aftur til þess kerfis sem var áður en kvótakerfið var sett á; fólk vill sjá sjarmann. Hvaða sjarma? Vill fólk sjá skip koma að landi með full dekk af fiski? Það má sjá á gömlum myndum en þannig vinnur enginn í dag. Enda er hráefnið í dag miklu betra en þegar vinnubrögðin voru þessi. Gamli sjarminn kemur aldrei aftur.“ Hagræðingin sem orðið hafi í gegnum árin skipti gríðarlega miklu máli, segir hann. „Árið 1990 var frystihús í Bolungarvík, frystihús í Súgandafirði, tvö á Ísafirði, eitt í Hnífsdal, eitt á Súða- vík, Flateyri og Þingeyri. Þetta verður aldrei aftur eða yrði að minnsta kosti mikil afturför því hagkvæmnin yrði svo lítil. Þá yrði staðan eins og í gamla daga: útgerð- armenn á tröppum Stjórn- arráðsins að biðja um aðstoð. Ég er á þeirri skoðun að hlúa eigi að greininni eins og hún er, auðvitað má laga ein- hverja vankanta; auðvitað má til dæmis segja að framsalið hafi farið illa í þjóðina.“ En þú hlýtur að skilja að fólki svíður það að menn gátu selt kvóta og farið með milljarða út úr greininni? „Ég skil það vel og þá menn hefði átt að skattleggja. Það var hins vegar ekki gert. En það talar enginn um það núna að fyrirtækin keyptu skip dýrum dómum til úreldingar, til að minnka flotann. Hann var orðinn allt of stór. Nú er óvissan mikil og ekkert gerist.“ Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti þjóð- arinnar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Finnst þér það ekki skipta máli? „Nei, mér finnst það ekki skipta máli. Það eru engin rök, vegna þess að ég er sannfærður um að almenn- ingur þekkir þessi mál ekki nógu vel. Það er mikið bloggað um að útgerðarmenn séu asnar og vitleysingar en fólk veit ekki hvað það er að tala um. Málið snýst ekki um að fara út á sjó á litlum bát og koma með 700 kíló af þorski í land. Það mun ekki bjarga okkur.“ Ertu ekki bara að hugsa um þig sem sjómann? „Nei, ég er að hugsa um þjóðfélagið í heild. Ég er sannfærður um, þótt ég hafi ekki skoðað það ofan í kjölinn, að ekki komi minni afli á land á Bolungarvík nú en áður en kvótakerfinu var komið á. Hann er bara allur seldur á mörkuðum. Þannig er þetta í dag. Þótt allur kvótinn yrði fluttur til Raufarhafnar er ekki þar með sagt að hann kæmi allur á land þar. Unga fólkið flyst ekki þangað til að vinna í fiski. Það vinna reyndar ekki sérlega margir í frystihúsi. Það er bara eitthvað sem enginn þorir að tala um.“ Hann nefnir strandveiðar: „Það átti að vera rosalega flott; allir þessi smábátar sem leggja að bryggju. Ólína Þorvarðardóttir vill heyra vélargnýinn á vorin. Stað- reyndin er sú að allt eru þetta hraðskreiðir bátar sem veiða allan aflann á nokkrum dögum. Þetta eru meira og minna sportveiðimenn sem taka frá hinum almenna atvinnusjómanni. Dæmi eru um að menn sem seldu sig út úr greininni stundi strandveiðar og nú vill þessi þrýstihópur strax fá að veiða meira en verið hefur.“ Guðmundur kveðst óttast að margar útgerðir verði hreinlega „drepnar“ ef fyrirhugaðar breytingar verði að veruleika. Hvað þykir honum verst við hugmyndirnar? „Mér finnst verst að taka eigi heimildir af mönnum og setja í potta sem ráðherra ákveður sjálfur hvert fara. Mér finnst allt í lagi að taka veiðileyfagjald, talað er um að 30% af því komi út til byggðanna eftir nokkur ár miðað við veiðireynslu, en ef grannt er skoðað verða frystitogarar ekki inni í því viðmiði. Því mun hluti veiðileyfagjaldsins ekki koma til Akureyrar, svo ég nefni dæmi, og Skagstrendingar fá ekkert vegna þess að þar hefur bara verið frystitogaraútgerð. Veiðileyfagjald verður vissulega innheimt af útgerðinni á Skagaströnd en þangað rennur ekkert aftur. Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir þessu. Þróunin yrði því mjög slæm og ég er undrandi á því hve fólk er rólegt yfir þessu, til dæmis hér á Akureyri. Ef breytingarnar verða að lögum myndi þetta fyrirtæki, Samherji, strax missa nokkur þúsund þorskígildistonn. Akureyringar ættu að berjast gegn kvótafrumvörpunum fram í rauð- an dauðann. Halda menn að ekkert breytist ef kerfinu verður breytt eins og rætt er um? Ég er hræddur um að ansi margir myndu missa vinnuna og margar fjölskyldur þar með lífsviðurværið. Ætli stærstu skipin yrðu ekki fljót- lega seld úr landi. Ég veit að margir væru til í að kaupa þau.“ Útgerðin á hausinn á 15-20 árum Mikið hefur verið talað um að nýliðun sé lítil sem engin í útgerð. Finnst þér ekki ósanngjarnt að ungir útgerðarmenn eigi erfitt með að komast að í greininni? „Þeir hafa komist að og munu gera það áfram, nema fyrirhugaðar breytingar verði að veruleika. Þá komast þeir örugglega ekki að því veðsetningin er engin og þá fá menn ekki lán. Eftir það kemst enginn inn í greinina nema vera með fulla vasa fjár.“ Hvers vegna heldurðu að umræðan sé eins og hún er? Stafar þetta af öfund að einhverju leyti; finnst fólki að útgerðarmenn séu of ríkir? „Ég vona að útgerðarmenn standi þokkalega. Það væri ekki gott ef þeir stæðu illa en grimmdin út í þá finnst mér ótrúlega mikil. Og svo er aldrei talað um sjómennina og fólkið í frystihúsunum; bara um hve út- gerðarmennirnir séu vondir. Hvað er svona slæmt við þá? Að þeir geri út skip og útvegi fjölda manns at- vinnu? Er það svo slæmt?“ Um borð í Vilhelm eru 24 þegar aflinn er frystur en 12-14 þegar veitt er í bræðslu. Heldur rólegt hefur verið hjá áhöfninni undanfarið svo vægt sé til orða tekið. „Trúir þú því að þetta skip hafi legið hér við bryggj- Karlinn í brúnni. Guðmundur á vinnustaðnum, brúnni á Vilhelm Þorsteinss ’ Eftir skóla henti maður töskunni inn í kjallarann heima og fór niður á bryggju. Þá snerist lífið um það hve mikið bátarnir fiskuðu, hver mest á hverjum degi og hver hafði veitt mest í mánuðinum

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.