SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Síða 23

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Síða 23
5. júní 2011 23 Þ að er merkilegt hvað það kost- aði mikla vinnu og þras að koma gúmmíbjörgunarbátnum – sem var fyrst hugsaður til að bjarga flugáhöfnum og farþegum flugvéla – um borð í íslenska flotann, það hefur reyndar alltaf verið þannig að erfitt hefur reynst að koma nýjum neyðarbúnaði í skip. Alltaf hafa verið einhverjir sem hafa barist og það hatrammlega á móti nýjum öryggisbúnaði sem reynt er að koma um borð í skip, þó að augljóst sé að hann geti bjargað mannslífum. Aðra sögu er að segja um önnur tæki og tól sem þarf að fá eða endurnýja í skipum. Ég ætla í þetta sinn að halda mig við gúmmíbjörg- unarbátinn. Upphaf gúmmíbjörgunarbáta í Vestmannaeyjum Á fundi í skipstjóra- og stýrimannafélag- inu Verðandi hinn 9. janúar 1945 urðu umræður um öryggismál sjómanna. Tal- aði Sighvatur Bjarnason, þá skipstjóri á Erlingi II. VE 325, fyrir tillögu um þau mál og lauk henni með þessum orðum: „Einnig að stjórn félagsins verði falið að leitast fyrir um hvort ekki væri hægt að fá gúmmíbáta sem hver mótorbátur hefði meðferðis til öryggis.“ Hér er fyrst hreyft hugmyndinni um notkun gúmmíbjörg- unarbáta í íslenskum fiskiskipum. Á þriðja landsþingi Slysavarnafélags Ís- lands 1946 flutti Sigríður V. Magnúsdóttir fyrir hönd slysavarnadeildarinnar Ey- kyndils í Vestmannaeyjum tillögu um gúmmíbáta sem björgunartæki og var sú tillaga flutt oftar á sama vettvangi. Það var í vertíðarbyrjun árið 1951 sem fyrsta gúmmíbjörgunarbátnum var komið fyrir um borð í m/b Veigu VE 291 frá Vest- mannaeyjum. Hann var staðsettur uppi á stýrishúsi og komið þar fyrir í trékassa. Undanfari þess var mikil vinna og deilur við embættismenn til þess að fá leyfi til að setja þetta björgunartæki, sem kallað var ýmsum nöfnum, um borð í Eyjabát. Að lokum samþykkti þáverandi skipaskoð- unarstjóri, Ólafur Sveinsson sem örugg- lega var skynsamur maður, að það mætti hafa gúmmíbjörgunarbát um borð og tók hann þar með rökum Eyjamanna eftir að hann hafði kynnt sér rök þeirra og skoð- að gúmmíbjörgunarbát sem var til sölu hjá Söludeild varnaliðseigna og Kjartan Ólafsson, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, var að kaupa. En þar með var málinu ekki lokið, nú komu sérfræð- ingarnir hver af öðrum og fundu þessu allt til foráttu, voru skrifaðar margar greinar um málið, bæði í landsmálablöð og héraðsfréttablöð, þar sem menn deildu á Vestmannaeyinga fyrir að verja þá ákvörðun að setja þessa „togleð- ursbáta“ í skip sín. Eitt af rökum þeirra var að í engu öðru landi hefði þetta verið leyft. Páll Þorbjörnsson var einn af hörðustu Eyjamönnum sem tóku þátt í þessum ritdeilum. Hann svaraði þessum mönnum fullum hálsi og kom með góð rök fyrir því hvers vegna Eyja- menn vildu gúmmíbáta um borð í sín skip. Það væri einfaldlega ekki hægt að koma fyrir plássfrekum flekum né stórum trébjörg- unarbátum fyrir alla um borð í þessum litlu fiskibátum, þeir myndu heldur ekki gera neitt gagn. Það er of langt mál að rekja þessa sögu sem reglulega gegnum árin endurtekur sig ef einhver kemur með nýjungar hvað varðar öryggismál sjómanna, og þá sérstaklega ef þær koma fyrst frá Vestmannaeyjum en þaðan hafa þær flestar komið. Eftirfarandi er bein tilvitnun í grein, tekin úr Alþýðublaðinu 16. apríl 1952 þar sem kemur fram að jafnvel besta fólk með góðan ásetning getur gert mistök eins og eftirfarandi samþykkt SVFÍ frá árinu 1952 ber með sér en þar samþykkti Slysavarn- arþingið eftirfarandi ályktun: Samþykkt 6. landsþings S.V.F.Í. árið 1952. Á síðasta degi þingsins 2. apríl var málið afgreitt næstum einróma með samþykkt svo- hljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Sjötta landsþing Slysavarnarfélags Ís- lands ályktar: Samkvæmt öruggum heimildum hefur skipaskoðun ríkisins leyft að flothylki úr togleðri verði sett í fiskibáta af öllum stærðum, sem gerðir eru út frá Vestmannaeyjum, og koma flothylki þessi í stað hinna lögskipuðu skipsbáta og þeir því ekki hafðir með í sjóferðir, lengri eða skemmri. Lands- þingið mótmælir þessari ráðstöfun. Í fyrsta lagi sem mjög hættulegri fyrir ör- yggi mannslífa á sjónum, í öðru lagi sök- um þess, að flotholt sem þessi hafa í engu landi, sem kunnugt er um, fengið við- urkenningu sem örugg björgunartæki, er komið gæti í stað skipsbáta þeirra og björgunarbáta, sem krafizt er að al- þjóðalögum að notaðir séu á smærri og stærri skipum. Í þessu sambandi leyfir landsþingið sér að draga það mjög í efa, að til séu heimildir fyrir því í íslenskum lögum og reglum um útbúnað skipa, er heimili eða leyfi undanþágur sem þessar, sem hér um ræðir. Skorar því landsþingið á Skipaskoðun ríkisins og önnur viðkom- andi stjórnvöld að nema úr gildi fram- angreinda stórhættulega og að áliti þingsins heimildalausa undanþágu, sem veitt hefur verið.“ Skipaskoðunarstjóri ræddi við slysavarnanefnd þingsins eins og drepið er á hér að framan. Þær við- ræður leiddu það í ljós að upplýsingar þær sem stjórn SVFÍ hafði gefið voru rétt- ar: Mun skipaskoðunarstjóri hafa látið það í ljós að krafa frá samtökum útgerð- armanna og sjómönnum í Vest- mannaeyjum hefði knúið sig til þess að veita undanþágu um að nota togleðurs- flothylki í stað skipsbáta á öllum fiskibát- um þar. Enn fremur yrði þetta leyft á sams konar skipum við Faxaflóa. Hér mun engin stigsmunur gerður hvort skipið er 20 rúmlestir eða 100 rúmlestir að stærð eða meira. Nefndarmenn skildu ummæli skipaskoðunarstjóra á þann veg að þessi flothylki skyldu notuð á skipum sem stunduðu veiðar á djúpmiðum, ef til vill á Grænlandsveiðum. Þá taldi skipa- skoðunarstjóri að heimilt væri að veita undanþágu sem þessa. Þannig er skrifað um þetta í Alþýðublaðinu 16. apríl 1952 þegar Vestmannaeyingar höfðu tekið þá ákvörðun að setja gúmmíbjörgunarbát um borð í sína báta. Framhaldið vitum við. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir að þessi fyrsti gúmmíbjörgunarbátur m/b Veigu Ve 291 bjargaði mannslífum. Laug- ardaginn fyrir páska hinn 12. apríl 1952 fórst vb. Veiga sem var 24 lesta bátur á netaveiðum vestan við Eyjar. Þar björg- uðust 6 menn úr áhöfn í umræddan gúmmíbjörgunarbát en tveir menn drukknuðu. Þetta eru fyrstu sjómenn- irnir sem björguðust í gúmmíbjörg- unarbát við Íslands strendur. Tæpu ári seinna eða 23. febrúar 1953 fórst Guðrún VE og með henni 5 menn en 4 komust lífs af í gúmmíbjörgunarbát. Þarna hafði á aðeins tveimur árum 10 sjómönnum frá Vestmannaeyjum verið bjargað í gúmmí- björgunarbáta og þar með höfðu þeir sannað gildi sitt. Þó var það ekki fyr en 8. maí 1957 eða 6 árum seinna sem Alþingi samþykkti lög um að öll íslensk skip skyldu hafa gúmmíbjörgunarbáta fyrir alla áhöfnina. Ásgeir Þ. Óskarsson, sem átti og rak Gúmmíbátaþjónustuna í Reykjavík í fjöldamörg ár og skoðaði á sínum tíma allt að 40% af öllum gúmmíbátum á Ís- landi, kom með góða gjöf til Sigl- ingastofnunar fyrir 2 árum þ.e.a.s. möppu sem hann gaf Siglingastofnun Ís- lands til varðveislu. Ásgeir hefur þar látið skrá öll þau sjóslys þar sem menn hafa bjargast í gúmmíbjörgunarbáta. Þessi upptalning nær frá árinu 1952 til 2000 og kemur þar fram að 1196 sjómenn höfðu bjargast á þessu tímabili í gúmmíbjörg- unarbát. Ég fékk leyfi Ásgeirs til að ljós- rita öll þessi gögn, en aðalmappan er vel geymd í skjalasafni Siglingastofnunar Ís- lands. Eftir gögnum Rannsóknarnefndar sjóslysa, úrklippum og árbókum SVFÍ hafa frá árinu 2001 til dagsins í dag bjarg- ast að minnsta kosti 43 sjómenn í gúmmíbjörgunarbát, þannig að heild- artalan er þá komin í 1.239 sjómenn. Þetta er ekki fáar bjarganir þegar haft er í huga að sjómenn eru ekki svo fjölmenn starfsstétt. Gúmmíbjörgunarbátur af gömlu gerðinni. Ljósmynd/Friðrik Jesson Farsæl flothylki úr togleðri Gúmmíbjörgunarbáturinn er með bestu björg- unartækjum sem fundin hafa verið upp, og ætluð til að bjargar sjómönnum í neyð. Frá árinu 1952 hefur hann bjargað 1.239 mönnum hér við land. Sigmar Þór Sveinbjörnsson Fiskibátur með kassa uppi á stýrishúsi þar sem gúmmíbáturinn var geymdur. Ljósmynd/Sigurgeir Sigmar Þór Sveinbjörnsson ’ Alltaf hafa verið ein- hverjir sem hafa bar- ist og það hatramm- lega á móti nýjum öryggisbúnaði sem reynt er að koma um borð í skip, þó að augljóst sé að hann geti bjargað mannslífum. Höfundur er áhugamaður um öryggismál sjómanna.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.