SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 24

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 24
24 5. júní 2011 B réfritari gerði þrjár atlögur að því að verða reykingamaður. Í menntaskóla var reynt við sígaretturnar en þær og hann náðu ekki saman og var það ekki ein- göngu sígrettunum að kenna. Á fyrstu árum í há- skóla var aftur reynt og nú var það pípan og hafði verið fjárfest í tveimur áður en gefist var upp. Ástæðan fyrir píputilrauninni var örugglega sú að bréfritara langaði til að vera gáfulegur og þar sem verulega vantaði upp á það var pípunni stungið inn í andlitið. Nú eru það þrír hálfir vindlar á ári sem látnir eru duga og einn þeirra er notaður til að kveikja upp í flugeldinum á gamlárskvöld. En eins og honum frægari menn þá reykir undirskrifaður ekki oní sig við þessi sjaldgæfu tækifæri. Umfeðmingur almennings Samkvæmt þeim tillögum sem opinberir for- ráðamenn okkar, ríkisvaldið, umfeðmingur al- mennings, hafa gert væri sjálfsagt hægt að þeim breytingum loknum að fá að kaupa þessa þrjá vindla í apótekinu, eftir að komið væri vottorð frá lækni sem staðfesti að kaupandinn hefði reynt tvisvar að hætta að reykja. Að vísu hafði sá í þessu tilviki a.m.k. tvisvar reynt að byrja að reykja, en læknirinn hlýtur að horfa í gegnum það misræmi þegar svo mikið er í húfi. Ómögulegt er að neita því að snöggtum betra er að koma á veitingahús sem laus eru við tóbaksreyk, jafnvel „ilm“ eftir fyrrver- andi tóbaksreyk. Rökin sem notuð voru gagnvart veitingasölum snerust um skaða af óbeinum reyk- ingum, bæði gagnvart kúnnum og starfsmönnum. Gild rök á móti voru þau að láta starfsmenn og gesti ráða því hvort þeir vildu vera í reyknum eða ekki. Hvað sem þeim prinsippum líður þá er sjálf- sagt obbi fólks feginn því að geta starfað og notið matar í reyklausu umhverfi. En geðslegra hefði verið ef koma hefði mátt slíku í kring í nægj- anlegum mæli án allsherjar valdboðs. En þau voru einkum byggð á því að þar sem að reykingar eins væru ekki aðeins skaðlegar fyrir hann sjálfan held- ur með óbeinum en mælanlegum og sönnuðum hætti einnig fyrir aðra mætti almannavaldið grípa inn í með valdi og refsingum yrði því valdi ekki hlýtt. Þess vegna var nef- og munntóbakið skilið eftir utan við það svið sem refsivöndurinn náði til. En nú er seilst þangað og þá eru næstu röksemd- irnar tíndar upp úr skúffunum sem hentugt þótti að hafa lokaðar í fyrstu atrennu. Þær lúta að þeim kostnaði sem nef- eða munntóbaksmaðurinn veldur almannakassanum með því að eyðileggja eigin heilsu og nota svo heilbrigðisþjónustuna til að lappa upp á hana. Hvar eru þá mörkin? En þegar þarna er komið er brautin orðin hál. Því þótt sönnunarfærslan sé sjálfsagt fær fyrir slíkum málatilbúnaði þá myndi hún taka með sama hætti til margs annars sem mannfólkið tekur sér fyrir hendur og opna fyrir óendanleg boð og bönn. Ekki þarf að minnast á ofát sem mörg okkar eru sek um þótt í mismiklum mæli sé. Sjálfsagt væri hægt að flytja matvörurnar inn í apótekin og kaupandinn yrði að standast vikt til að fá afgreiðslu. Eins má fá Læknafélagið til að samþykkja að framvegis muni meðlimir þess skrifa upp á smjör og beikon og vega og meta hvort rítalín gæti gert viðkomandi átvagli sama gagn. En það úrræði snýr þá eingöngu að matvælum og augljóst er að það dugir skammt. Hafa menn gert sér grein fyrir hve heilbrigðisþjón- ustan þarf að punga út miklu fé vegna vaxtar hestaíþróttarinnar og slysa sem þeirri áráttu fylgja? Ekki þarf að tala um skíðaferðirnar. Auðvitað gæti hjálpartækjabúðin tekið þungann af apótekunum með þetta síðasta ef skíðamönnum yrði gert að sækja skíðastafina þangað eftir að hafa fengið vott- orð frá lækni um að þeir hafi tvisvar reynt að hætta að renna sér en runnið jafnoft á rassinn með það. Og síst má gleyma sólarströndum og sortuæxlum. Auðvitað hefur efnahags- og viðskiparáðuneytið burði til að létta þunganum af apótekunum vegna þess þáttar, en það er eins víst að það sé eingöngu tímabundið. Auðvitað gæti Seðlabankinn hlaupið undir bagga og notað gjaldeyrishöftin til að tryggja að einvörðungu fölir menn og litlausir fengju er- lendan gjaldeyri og mætti þá miða við nærtækar fyrirmyndir. En það er kaldhæðnislegt að stundum er það einmitt góður árangur hins opinbera á einu sviði sem skapar vandamálið á öðru. Þegar var búið að koma reykingafólki í stöðu úrkasts, hangandi fyrir utan vinnu- og veitingastaði í öllum veðrum, hrakið og smáð, svo það líkist helst húsnæðisleys- ingjum fátækrahverfa í stórborg, varð neftóbakið bjargvætturinn. Nikótínið fann sér nýja leið. Og hún vitnar ekki gegn sér eins og sígarettan forðum og yfirvöld þurfa að komast ofan í notandann til að ná lykt af ódæðinu af öryggi. Því er ófært að fá lög- reglunni verkefnið og ekki duga apótekararnir í þetta heldur. Þá er að banna framleiðsluna. Og sjálfsagt eru til þeir menn sem virkilega trúa því að það muni duga. Fólk tekur að sér að verða burð- ardýr fyrir ókunnuga dópsala þótt þungir fangels- isdómar hangi yfir því. Varla munu menn leggja til að margra ára fangelsi liggi líka við því að smygla tóbaksdós til landsins. En óneitanlegt er að til- gangurinn er góður. Tilgangurinn helgar meðulin og því er eðlilegt að mönnum verði hugsað til apó- tekanna þegar úrræða er leitað. Reykjavíkurbréf 04.06.11 Tilgangurinn helgar meðulin. Látum því apótekin um þetta

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.