SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 25

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 25
5. júní 2011 25 Þ að er gott hljóðið í Eiði Smára Guðjohnsen landsliðsmanni í knattspyrnu í samtali við Sunnudagsmoggann í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiði í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri en árin tvö síðan hann yfirgaf herbúðir Evrópumeistara Barcelona hafa verið býsna strembin, einkum átti hann erfitt uppdráttar hjá Mónakó og Stoke City. „Ég lifnaði allur við eftir þau vistaskipti,“ segir Eiður í viðtalinu og á þar við skiptin frá Stoke í Fulham í janúar síðastliðnum. Eftir að hafa verið úti í kuldanum hjá Stoke fékk hann fljótlega tækifæri til að sýna hvað í honum býr hjá Fulham og allt tal um að leikmaðurinn væri ekki í formi var augljóslega úr lausu lofti gripið. Aðrar ástæður hafa ráðið því að Tony Pulis vildi ekki tefla honum fram hjá Stoke. Eiður hefur ekki svör við því á reiðum höndum en gæti sjálfsagt ekki verið meira sama úr því hann er laus úr prísundinni. Í viðtalinu staðfestir Eiður að sér hafi liðið vel hjá Fulham og hann sé með tilboð um nýjan samning á borðinu. Skjótt skipast hins vegar veður í lofti og á fimmtudag sagði Mark Hughes knattspyrnustjóri Fulham starfi sínu lausu. Tíminn einn getur leitt í ljós hvort það hefur áhrif á framtíð Eiðs Smára. Eiður kemur nú aftur inn í íslenska landsliðið sem mætir Dönum í undankeppni Evr- ópumótsins á Laugardalsvelli í kvöld, laugardag. Því ber að fagna enda spennandi tilhugsun að sjá hann leika við hlið ungu leikmannanna sem óðum eru að taka að sér stærra hlutverk í liðinu. Óhætt er að fullyrða að Eiður hafi stundum liðið fyrir að hafa ekki nægilega tæknilega sterka leikmenn sér við hlið í landsliðinu en það gæti verið að breytast enda kjarninn í 21 árs-landsliðinu líklega mesti efniviður sem komið hefur fram í íslenskri knattspyrnu, alltént um langt árabil. Heimsbyggðin hefur fallið í stafi yfir framgöngu nýbakaðra Evrópumeistara Barcelona í vetur og flestir sammála um að liðið hafi lyft hinni göfugu íþrótt í nýjar hæðir. Gaman er að sjá Eið Smára votta Börsungum virðingu sína í Sunnudagsmogganum en hann þekkir þá betur en flestir eftir að hafa leikið í þrjú ár með félaginu. Það er ekki lítið afrek að æfa og leika með Lionel Messi, Xavi og Andrési Iniesta, einhverjum bestu knattspyrnumönnum sem drepið hafa fæti á þessa jörð, gildir þá einu hvort Eiður var alltaf í liðinu eður ei. Það er frækilegt afrek að vera þess umkominn að deila búningsklefa með þessum snillingum – mikið lengra getur knattspyrnumaður varla komist. Hetjur í lund Fleiri hetjur láta ljós sitt skína í blaðinu í dag – annars konar hetjur. Gróa Ásgeirsdóttir greindist með krabbamein fyrir fjórum árum. Mitt í baráttu upp á líf og dauða ákvað hún að láta gott af sér leiða og hleypti ásamt tveimur vinkonum sínum, Guðnýju Pálsdóttur og El- ísabetu Sveinsdóttur, af stokkunum átakinu Á allra vörum. Síðan hafa safnast um 200 millj- ónir króna fyrir góðgerðarstofnanir í landinu. 55 milljónir króna voru eyrnamerktar kaup- um á hvíldarheimili fyrir krabbameinsveik börn og aðstandendur þeirra, Hetjulund, sem nú er að verða tilbúið. Brýn þörf hefur verið fyrir heimili af þessu tagi og framtak Gróu og vin- kvenna hennar lofsvert. Það er aðdáunarverður hæfileiki að geta snúið neikvæðri orku upp í jákvæða – og stutt við bakið á fjölda fólks í leiðinni. Eiður lifnar við „Ég held að Vinnueftirlitið ætti að koma hingað, ég er búinn að vera með hellu í eyrum síðan í morgun.“ Höskuldur Þórhallsson. Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir forseti Alþingis vék honum úr ræðustóli undir miklum bjölluhljómi fyrr um daginn. „Ég er Ratko Mladic hershöfðingi. Ég er ákaflega veikur maður.“ Fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba þegar hann kom fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóð- anna í gær. „Nei, það er ómögulegt að slíkar myndir séu til.“ Karl Gústaf Svíakonungur svarar ásökunum um að til séu myndir af honum með tveimur nöktum konum á nektardansstað. „Hann lýgur, lýgur, lýgur. “ Deanne Rauscher höfundur bókar þar sem greint var frá myndunum. „Tími hæstvirts ráðherra er lið- inn.“ Forseti Alþingis þegar Jón Bjarnason sjáv- arútvegsráðherra var í ræðustóli. „Tóbak er ávanabindandi fíkniefni og krabbameinsvaldandi og hvers vegna á að vera að dreifa slíkum efn- um um allar grundir í óvörðu um- hverfi?“ Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands. „Hvað svo sem gerðist í Srebrenica átti hann engan hlut að máli. Hann bjargaði fjölda kvenna, barna og hermanna. ... Þótt aðrir hafi gert eitthvað án hans vitundar er það ekki hans mál.“ Darko Mladic, sonur Ratko, fyrrverandi hershöfðingja Bosníu-Serba sem sak- aður er um að bera ábyrgð á þjóðarmorðum í Bosníustríðinu 1993- 1995. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Fíkniefnalaust Ísland árið …? En tilgangurinn lætur ekki nægja að helga meðulin. Hann ruglar iðulega dómgreindina svo um munar. Fyrir allmörgum árum var velmeinandi ráðherra sem skipað hafði nefnd og lagði til í framhaldinu að því yrði lýst yfir með lúðrablæstri og viðhöfn að Ís- land yrði orðið fíkniefnalaust land, hið fyrsta í heimi, árið 2000. Hann var spurður í ríkisstjórn- inni hvort þetta háleita og eftirsóknarverða mark- mið væri virkilega raunhæft. Hann hélt nú það og vitnaði í vinnu nefndarinnar orðum sínum til full- tingis. Honum var þá í mikilli vinsemd bent á að svo vildi til að hann hefði einn ráðherra lyklavöld yfir rammgerðasta húsi sem væri haft lokað og læst, meira að segja einstök herbergi, og leitað á mönnum sem þangað kæmu. Samt hefði ekki tek- ist að halda þessu eina húsi, Litla-Hrauni, sem slíkum lögmálum lyti, fíkniefnalausu og reyndar virtist meira af slíkum efnum þar í umferð en að meðaltali í öðrum húsum á Íslandi. Það varð nokk- ur þögn á fundinum og svo voru önnur mál tekin fyrir. Þegar málið kom næst á borð ríkisstjórnar var búið að lengja örlítið í. Nú hét áætlunin: Fíkni- efnalaust Ísland árið 2002. Nú væri fróðlegt ef fjöl- miðlar, t.d. Fréttablaðið, gerðu góða úttekt á því hvernig þetta hefði gengið. En nú trúa alþingismenn því að apótekin séu allra meina bót. En í tilviki sterkra fíkniefna virðist viðbótin við smyglið, sem er mikið, ekki síst koma í gegnum apótekin, ef marka má nýlegar umræður um málið. En er ekki hugsanlegt að niðurstaðan sé sú að það verði ekki öll vandamál leyst með há- stemmdum yfirlýsingum, starfshópum, þings- ályktunartillögum og loks boðum og bönnum, sem jafnan er endapunktur alls hins. En kannski er slík umræða lyfseðilsskyld. Lopapeysurómantík á Laugavegi Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.