SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Síða 26
26 5. júní 2011
H
eimurinn hrynur þegar fólk
greinist með alvarlega sjúk-
dóma. Daglegt líf breytist á
augabragði og hversdagslegir
hlutir verða fólki ofviða. Gróa Ásgeirs-
dóttir var rétt orðin fertug þegar hún
greindist með brjóstakrabbamein, haustið
2007. Á innan við viku var hún komin á
skurðarborðið og gekk í gegnum erfiða
aðgerð. Fæstir á þessum aldri leiða hug-
ann að endalokum lífs síns, heldur eru
frekar að byggja stoðir undir framtíðina,
sem síðan er á augabragði að engu orðin
þegar krabbamein finnst í brjósti. Myrkt
ský leggst yfir öll plön einsog Gróa orðar
það; „ósjálfrátt fer maður bara að und-
irbúa sína eigin jarðarför.“ En krabba-
meinsæxli setur ekki aðeins líf sjúklings-
ins á hvolf heldur einnig aðstandenda.
„Ég er svo heppin að eiga góða fjölskyldu
og vini sem stóðu og hafa staðið við bakið
á mér í blíðu og stríðu“. Í miðri krabba-
meinsmeðferðinni kviknaði sú hugmynd
hjá Gróu og vinkonum hennar, þeim
Guðnýju Pálsdóttur og Elísabetu Sveins-
dóttur, að snúa þessu svartnætti í birtu,
breyta neikvæðri orku í jákvæða. Á
sjúkrahúsinu þar sem Gróa lá með leiðslur
í höndunum og næringu í æð byrjaði
skipulag verkefnis sem átti eftir að færa
ýmsum góðum málefnum um 200 millj-
ónir króna á næstu árum. Þegar kraftur
þriggja kvenna er lagður saman er allt
mögulegt. Gróa er þakklát starfsfólkinu á
spítalanum. „Þetta fólk sem vinnur á
krabbameinsdeild Landspítalans ætti að fá
fálkaorðuna og það á hverju ári, alltaf,“
segir Gróa. „Það er ómetanlegur stuðn-
ingur sem það veitir á erfiðleikatímabili í
lífi manns.“ Sumarið 2008 ákváðu vin-
konurnar að fara í söfnunarátak með því
að selja gloss til styrktar Krabbameins-
félaginu og þakka þar með fyrir góða
umönnun. Hugmyndin um glossin þótti
góð þar sem allar konur elska góð gloss og
nota það einmitt til að lífga upp á sál og
bæta útlitið. Átakið fékk nafnið „Á allra
vörum“ og í dag þekkja það flestir lands-
menn. Farið var í samstarf við heildsöluna
Halldór Jónsson ehf. sem flytur einmitt
inn snyrtivörur frá Dior og fleirum. Í
þessu fyrsta átaki gerðu þær sér lítið fyrir
og seldu yfir 20.000 glossa á okkar litla
landi. Í miðju átakinu bauðst þeim að vera
með söfnunarþátt á Skjá einum þar sem
stöðin var tilbúin til að gefa eftir allan
kostnað við útsendinguna. Maríanna
Friðjónsdóttir var fengin til starfans og
hún var ekki lengi að safna saman fagfólki
úr sjónvarps- og kvikmyndageiranum
Kraftaverkakonurnar Guðný, Gróa og Elísabet eru upphafsmenn átaksins Á allra vörum sem hefur á undanförnum árum safnað um 200 milljónum króna til góðra verka.
Með góðu glossi
gera þær góðverk
Átakið Á allra vörum hefur safnað um 200 millj-
ónum fyrir góðgerða stofnanir á undanförnum
árum. Í sumar mun átakið beina kastljósinu að
Neistanum, félagi hjartveikra barna. Þrjár konur
eru upphafsmenn átaksins en að því koma um
200 manns sem allir gefa vinnuna sína.
Börkur Gunnarssonborkur@mbl.is
Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir eru hér með Dorrit Mo-
ussaieff forsetafrú, en hún kaupir alltaf fyrsta glossið í söfnuninni.