SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 27
5. júní 2011 27
sem sömuleiðis gaf alla sína vinnu. Úr
varð þáttur í beinni útsendingu og átakið
skilaði það árið yfir 50 milljónum króna.
Fyrir peningana náðist að greiða upp nýja
vél sem greinir brjóstakrabbamein á
frumstigi.
Fleiri átök
Þetta átak heppnaðist svo vel að þær
stöllur ákváðu að leggja í annað átak að ári
liðnu. „Sumarið 2009 ákváðum við að
styrkja SKB – Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna,“ segir Elísabet. „Í því átaki
söfnuðust tæplega 55 milljónir króna, en
þeir peningar voru eyrnamerktir kaupum
á hvíldarheimili fyrir sjúklinga og að-
standendur þeirra. Auk þess gaf Guð-
mundur Jóhannesson landeigandi á Ket-
ilsstöðum okkur lóðina undir heimilið,
nokkrir gáfu vinnu sína við uppgröft á
lóðinni og Guðmundur Gunnlaugsson
arkitekt sem hannaði húsið sömuleiðis.
Sennilega námu þessar gjafir á bilinu 15–
20 milljónum. Heimilið fékk nafnið
Hetjulundur og opnar nú á næstu vikum.
„ Við erum ákaflega stoltar af þessu verk-
efni og það er ólýsanlegt að sjá draum
þeirra og okkar rætast í byggingu þessa
yndislega húss,“ segir Gróa.
Þriðja söfnunin
Árið 2010 var komið að þriðju söfnuninni.
Núna ákváðu þær að beina kastljósinu að
endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðinni
Ljósinu, en þangað geta krabbameins-
sjúkir og aðstandendur þeirra leitað
stuðnings. „Við kynntum okkur hvar
peningarnir kæmu sér best,“ segir Guðný.
„Ljósið er fallegt og þangað er gott að
koma. Þetta er ekki stofnun, meira svona
heimili, þar sem tímanum er varið í fönd-
ur og allskonar námskeið sem eru í gangi á
meðan fólk er að safna kröftum. Starf-
semin er í leiguhúsnæði og við sáum fyrir
okkur að geta með söfnuninni tryggt
þeim grunn að framtíðarhúsnæði. Við
söfnuðum rúmlega 40 milljónum króna
með sölu á glossum og í söfnunarþætt-
inum,“ segir Guðný.
Af litlum neista....
Í lok sumars 2011 fer fjórða verkefnið af
stað hjá þessum ótrúlegu konum og hvaða
málefni fær notið krafta þeirra í ár? „Eftir
miklar vangaveltur og heimsóknir til ým-
issa félaga ákváðum við að fara í samstarf
við Neistann, félag hjartveikra barna,“
segir Gróa. Við höfðum samband við for-
svarsmenn Neistans og ræddum við
barnahjartalækna á Barnaspítala Hrings-
ins. Í þeim samtölum kom í ljós að vöntun
er á að endurnýja hjartaómskoðunartæki
fyrir fóstur og börn, en slíkt tæki er notað
oft á dag á spítalanum. Um 70 börn grein-
ast árlega með hjartagalla og með nýju
tæki mun takast betur og nákvæmar að
greina tilfelli. Það getur bæði sparað pen-
inga og bjargað lífum. Tækið kostar á milli
40 og 50 milljónir króna og vonandi tekst
okkur að ná því með hjálp þjóðarinnar líkt
og áður. Einnig er markmiðið að vekja at-
hygli á starfsemi Neistans sem er frábær,
enda halda þau utan um hjartveik börn og
fjölskyldur þeirra af miklum sóma“.
Galdurinn
Engan hefði órað fyrir hvað þessi litla
hugmynd vinkvennanna myndi leiða af
sér margt gott. „Nei, þetta var pínulítill
galdur,“ segir Guðný. „Þetta bara gerðist.
Ég held að þetta hafi bara átt að gerast, því
þetta gerði okkur öllum mjög gott. Þarna
var veikindunum snúið upp í tækifæri.“
„Já, það var skrítið hvernig þetta gerðist,“
segir Gróa. „Ég var hálf grá og guggin og
ósköp þungt yfir mér. Margir sögðu; æi
greyið og auðvitað þótt mér vænt um það
en það vill enginn vera í þeirri stöðu að
vera vorkennt. Í miðri meðferð var frá-
bært að geta hugsað um eitthvað annað og
ekki skemmdi fyrir að selja 20 þúsund
gloss fyrsta árið. „Það er ákveðin orka
sem fer í gang þegar konur sameina krafta
sína og þá fæst ýmsu áorkað. Við erum þó
ekki einar að verki. Sennilega koma á
milli 150-200 manns að einu svona átaki
og það er algjörlega ómetanlegt. Án þess
að nefna einn umfram annan verðum við
þó að nefna auglýsingastofuna Fíton sem
hefur stutt okkur ómetanlega með frá-
bærum herferðum ár eftir ár“, segir El-
ísabet. Það hefur svo sannarlega sýnt sig
að þegar þessar þrjár konur úr Kópavog-
inum komu saman einn daginn og spurðu
sig; hvað getum við gert sem er gott fyrir
aðra, þá átti það eftir að breyta lífi margra
til hins betra.
Fyrsta skóflustungan að Hetjulundi tekin. En núna er búið að klára húsið og heimilið verður opnað á næstu vikum.
Hópurinn sem stóð að sjónvarpsátakinu. Allir sem tóku þátt í því gáfu vinnu sína.
’
Þetta fólk sem vinnur
á krabbameinsdeild
Landspítalans ætti að
fá fálkaorðuna og það á
hverju ári, alltaf.