SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Qupperneq 44
44 5. júní 2011 Alan Campbell - Sea of Ghosts bbbnn Þó margir hafi kunnað að meta Deepgate-bókaröð Alans Cam- bells fannst mér þær svo uppskrúfaðar að ég nennti meira að segja ekki að lesa síðustu bókina þar sem allt var útskýrt að mér skilst. Sea of Ghosts er mun betur heppnuð bók, vissulega flókin og harkaleg, en það sem undir liggur er mjög forvitnilegt. Í sem skemmstu má.li segir bókin frá uppgjafa her- manni sem er hart leikinn af konungi sínum og hrökklast í útlegð. Fyrir tilviljun nær hann að frelsa dóttur sína og barnsmóður, en þegar kemur í ljós að dóttirin býr yfir leyndu og óttalegu afli flækir það líf hans til muna sem vonlegt er. Bókin stendur ágætlega sem stök, en þó er flest óuppgert við lok hennar. Cherie Priest - Boneshaker bbmnn Steampunk kalla menn bækur eins og þessa og mikið um að vera í þeim afkima bókmenntanna. Boneshaker gerist í Bandaríkjunum á öndverðri átjándu öldu, en allt er þó með öðrum blæ en var í raunveruleikanum. Menn hafa nefnilega náð mun lengra í vísindum og fræðum, aðallega þó vélfræðum, og fljúga um á loftskipum og smíða flókin tæki eins og jarðbor sem er og upphaf sögunnar. Málið er nefnilega að jarð- bor mikill veldur gríðarlegum skemmdum á borginni Seattle með þeim afleiðingum að þúsundir farast og eins hleypir hann af stað eiturgasi sem gerir alla að uppvakningum sem lenda í því. sem anda því að sér. Sonur óþokkans sem stýrði bornum heldur inn í rústirnar til að grafast fyrir um sekt föður síns og móðir hans eltir. Krassandi saga en fulllöng. Keith Thomson - Twice a Spy bbmnn Fyrsta bók Keiths Thomas vakti víða athygli, enda sneri hún skemmtilega útúr hefðbund- inni spæjarasögu – faðir söguhetjunnar er með heilabilun. Að því er söguhetjan best veit var faðirinn sölumaður sem sérhæfði sig í ryksugum, en hefur verið á eftirlaunum um hríð. Hið rétta er að hann var þrautþjálfaður leyniþjón- ustumaður og þegar það spyrst út hve veikur hann er orðinn ákveða yfirmenn hans að koma honum fyrir kattarnef. Það verður feðgunum til bjargar að þó heilabilunin sé komin á alvar- legt stig koma skynsemisglennur inn á milli og kemur sér vel á æsilegum flótta. Seinni bókin er meira af því sama, en ekki eins vel heppnuð; mun nær hefðbundinni hasarbók en fyrri bókin. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Worth Dying For - Lee Child 2. 9th Judgement - James Patterson 3. Angelology - Danielle Trus- soni 4. Mini Shopaholic - Sophie Kinsella 5. Tigerlily’s Orchids - Ruth Rendell 6. Sunset Park - Paul Auster 7. The Reversal - Michael Connelly 8. Minding Frankie - Maeve Binchy 9. Happy Ever After - Nora Ro- berts 10. The Cobra - Frederick For- syth New York Times 1. Water For Elephants - Sara Gruen 2. The Help - Kathryn Stockett 3. 10th Anniversary - James Patterson & Maxine Paetro 4. Something Borrowed - Emily Giffin 5. Dead Reckoning - Char- laine Harris 6. Buried Prey - John Sand- ford 7. The Jefferson Key - Steve Berry 8. The Sixth Man - David Bal- dacci 9. A Game of Thrones - George R.R. Martin 10. Something Blue - Emily Giffin Waterstone’s 1. Lord of the Flies - William Golding 2. The Short Second Life of Bree Tanner - Stephenie Meyer 3. The Midnight Palace - Car- los Ruiz Zafon 4. Breaking Dawn - Stephenie Meyer 5. The Girl Who Kicked the Hornets’ Nest - Stieg Lars- son 6. Kiss of Death - Rachel Caine 7. Passion - Fallen - Lauren Kate 8. A Dance with Dragons - George R.R. Martin 9. Midnight - L.J. Smith 10. The Lost Symbol - Dan Brown Bóksölulisti Lesbókbækur Á sinni tíð var bandaríski rithöfund- urinn David Foster Wallace risinn meðal ungra rithöfunda þar vestan hafs. Hann var mælskur og hug- myndaríkur, gagnrýninn og djarfur og kallaður „rödd X-kynslóðarinnar“. Það kemur því ekki á óvart að bandarískur bókmenntaheimur hafi fengið áfall þegar Wallace hengdi sig á heimili sínu í Claremont í Kaliforníu í september 2008. Þó það hafi verið á margra vitorði að Wallace væri þunglyndur, enda ræddi hann það op- inskátt, vissu fáir hve veikur hann var og hann skrifaði aldrei um það. Helsjúkt samfélag David Foster Wallace var ekki bara snjall rithöf- undur, heldur var hann líka afburða námsmaður og efnilegur stærðfræðingur þegar hann ákvað að gerast frekar rithöfundur. Hann lauk námi við Amherst-skólann í Massachusetts og síðan meist- araprófi frá Arizona-háskóla. Að því loknu hélt hann í heim- spekinám við Harvard-háskóla, en lauk því ekki. Fyrsta skáldsaga hans, The Broom of the System, kom út 1987 og smásagnasafnið Girl with Curious Hair 1989, en vöktu ekki mikla athygli. Infinite Jest, sem kom út 1996, vakti aftur á móti mikla athygli, en í bókinni segir hann meðal annars frá eitur- lyfjaneyslu og glímunni við fíkn, en líka frá helsjúku samfélagi. Bókin gerist í heimi þar sem ríkið Norður-Ameríka nær yfir Banda- ríkin, Kanada og Mexíkó, en stór hluti landsvæð- isins er svo mengaður af eitur- og spilliefnum að ekkert fær þrifist þar. Allt er falt í þeim heimi, sem sést meðal annars af því að fyrirtæki kaupa réttinn á heiti ára og bókin gerist á ári Depend-nærfata. Markmiðið að hjálpa fólki Infinite Jest er mikil að vöxtum, ríflega þúsund síður, en næstu bækur Wallace voru smásagna- söfn, Brief Interviews with Hideous Men, sem kom út 1999 og 2004 kom út Oblivion: Stories. hann var með aðra skáldsögu í smíðum þegar hann féll frá, The Pale King, sem hann hafði unnið að í um áratug. Sú bók kom út í síðasta mánuði og hefur mjög verið rædd vestan hafs. Handritið að bókinni kom í ljós þegar eiginkona Wallace fór í gegnum pappíra hans, en einnig voru uppköst að bókinni á tölvu hans. Vinur Wallace, Michael Pietsch, tók svo að sér að búa verkið til prentunar. Afrakst- urinn er ríflega fimmhundruð síðna bók í fimmtíu köflum. Wallace byrjaði á The Pale King 2007, en nafnið á bókinni er ekki frá honum komið, hann kallaði hana „fyrirbærið langa“ ef hann nefndi það við félaga sína. Bókin segir frá skattaeftirlitsmönnum í Illinois og því hvernig þeir glími við leiðindi hversdagsins. Það var og markmið Wallace að hjálpa fólki að eiga við einmanaleika, „skáldskapur er um það hvað það er að vera maður og góðar bók- menntir eiga að leiða til þess að við séum ekki eins einmana“. Bandaríski rithöfundurinn David Foster Wallace, höfundur The Pale King sem kom út fyrir stuttu. Glíman við ein- manaleikann Bandaríski rithöfundurinn David Foster Wallace var flest- um harmdauði þegar hann féll fyrir eigin hendi fyrir þrem- ur árum. Fyrir stuttu kom út ókláruð skáldsaga sem hann lét eftir sig. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.