Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 3
Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin í21. sinn um helgina. Keppnin fer fram í Höllinni á Akureyri laugardaginn 9. apríl og eins og venjulega má búast við æsispennandi úrslitakvöldi. Monitor kynnti keppendur til leiks í vikunni með myndbönd- um á Mbl.is svo þar er hægt að forvitnast aðeins um hvað verður í boði á laugardaginn. Ring býður upp á skemmtilega nýjung fyriráhorfendur keppninnar sem verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2. Hægt verður að senda skilaboð af Facebook og Twitter sem birtast á skjánum ásamt mynd og nafni viðkomandi aðila. Söngkeppnin fær yfirleitt gífurlega mikið áhorfsvo hér er á ferðinni gott tækifæri fyrir þá sem vilja koma sínum hrósum á framfæri fyrir framan fjölda manns. Á Facebook-síðu sinni biður Ring fólk um að senda ekki inn neinn sora því slíkt mun ekki birtast á skjánum góða. Vefsíðan Dohop.com er óendanlega sniðugt fyrirbæri. Nú fer sumarið að nálgast og þeir sem ætla að skella sér í sumarfrí til útlanda ættu að kíkja á þessa sniðugu síðu sem býður þér að leita að flugferðum til hvaða lands sem er. Siggi stormur spáir hitabylgju um helgina svo nú er um að gera að taka fram sundfötin, sólgleraugun og sandalana. Tilvalið væri að skella sér á Austurvöll með nestiskörfu og þeir allra kræfustu gætu skellt sér í Nauthólsvík í smá strandblak. Mundu samt eftir sólarvörninni! Til að toppa sumar- skapið er gráupplagt að smella nýj- ustu breiðskífu poppprinsessunnar Britney Spears í græjurnar. Femme Fatale inni- heldur fullt af góð- um part- ílög- um sem er vel hægt að dilla sér við í góða veðrinu. Monitor mælir með FYRIR FERÐALANGA 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Monitor Feitast í blaðinu Fermingarmyndir af þjóðkunnugum Íslendingum eru dregnar fram í dagsbirtuna. Stíllinn kíkti meðal annars í fataskápa áhugaverðs fólks og spjallaði við Elite-stúlkuna. Söngkeppni framhaldsskólanna. Gamlir sigurvegarar segja sína reynslusögu. 10 Gæludýr fræga fólksins. George Clooney átti einu sinni svín sem hét Max. 18 Viðtalið. Arnari og Ívari fannst píurnar í Danmörku sætastar. 12 7 Söngkeppni framhaldskólanna fer fram í beinni á Stöð 2 á laugardaginn. Fylgist með! FYRIR HELGINA Bandaríska hljómsveitin Deerhunter lýkur tónleikaferðalagi sínu um Evrópu á íslensku tónlistarhátíðinni Reykjavik Music Mess dagana 15. og 16. apríl. Hér er á ferðinni ein alflottasta jaðarrokksveitin sem er starfandi í dag og eru þeir þekktir fyrir magnaða tónleika sína. Nýjasta plata þeirra, Halcyon Digest, kom út á síðasta ári og fékk gríðarlega góða dóma í öllum helstu tón- listartímaritum heims. Síðan þá hafa Deerhunter verið á tónleikaferðalagi og voru staddir í Sviss þegar Monitor náði tali af þeim. Taka ullarnærfötin með „Tónleikarnir í Glasgow um daginn voru frábærir,“ sögðu þeir ánægðir með viðtökur nýju plötunnar. „Áhorfendurnir voru frábærir og tónleikastaðurinn líka,“ útskýra þeir og segjast spenntir að koma til Íslands. „Við erum mjög spenntir að koma enda hefur okkur langað til að heimsækja landið í langan tíma,“ fullyrða liðsmenn Deerhunter en segjast ekki hafa búið sig undir kuldann á landinu. „Okkur var sagt að koma bara með stuttermaboli en við ættum kannski frekar að pakka ullarnærfötunum.“ Lundar og eldfjöll Aðspurðir segjast meðlimir Deerhunter ekki vita mikið um Ísland en nefndu þó nokkur atriði sem þeir höfðu lesið sér til um á Netinu. „Bláa lónið, jöklar, Sykurmolarnir, lundi og eldfjöll,“ sögðu þeir um landið og nefndu einnig Sigur Rós og Björk. Þeir vildu ekki tjá sig frekar um landið og segjast vera hljómsveit sem kýs frekar að láta tónlistina tala. Gaman verður því að sjá hvort einhver lög á tónleikunum lýsi upplifun þeirra af Íslandi betur. Hægt er að nálgast miða á tónlistarhátíðina Reykjavik Music Mess á vefsíðu hátíðarinnar. Ásamt Deerhunter munu meðal annars koma fram Mugison, kimono, Agent Fresco, bandaríska hljómsveitin Lower Dens, danska sveitin FOSSILS, hin grænlenska Nive Nielsen og hinir finnsku Tomutonttu. Deerhunter er ein af hljómsveitunum sem koma fram á tón- listarhátíðinni Reykjavik Music Mess í næstu viku. David Bernd- sen Vill einhver kaupa yarisinn minn..árgerð 2006? 3. apríl kl. 16:06 Ari Eldjárn Einn leikarinn í Tíma Norn- arinnar talar næstum alveg eins og Bubbi Morthens! 3. apríl kl. 21:01 Rúnar Freyr Gíslason ímyndar sér hvernig stemmningin var hjá strákunum í Dress- mann auglýsingunni þegar þeir hlæja allir 12 saman í Stones-bolunum og eru voða hressir, en samt að reyna að vera sætir í leiðinni. 5. apríl kl. 22:21Efst í huga Monitor Hvaða atriði fannst þér flottast? Pálmi Gestsson I’shave. 4. apríl kl. 19:12 XXX X X XX Mynd/Golli Í SPILARANN Láta tónlistina um að tala Tobba Marin- ósdóttir mikið hrikalega er leiðinlegt að leita að íbúð! Ef ég sé fleiri ljót baðherbergi skalla ég klósettið ! 5. apríl kl. 20:59 Vikan á... RÁN-DEER HLJÓMSVEIT HÉR Á FERÐ 4 DEERHUNTER Stofnuð: 2001. Uppruni: Atlanta, Georgia. Meðlimir: Bradford Cox, Moses Archuleta, Josh Fauver og Lockett Pundt. Plötur: Turn It Up Faggot (2005), Cryptograms (2007), Microcastle/ Weird Era Cont. (2008) og Halcyon Digest (2010). BRADFORD COX -Hefur meðal annars komið fram á tónleikum Deerhunter í sumarkjól og útataður í blóði. -Er næstum því tveir metrar á hæð og vegur líklega ekki meira en 50 kíló. -Þjáist af Marfan-heilkenni sem veldur því að útlimir hans eru lengri en hjá venjulegu fólki. -Átti fáa vini í æsku og hefur lýst sjálfum sér sem Edward Scissor- hands. -Gefur út tónlist undir nafninu Atlas Sound sem er sólóverkefni hans.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.