Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Hafðir þú einhverja reynslu í að koma fram fyrir keppnina? Já, að vissu leyti. Ég hafði tekið þátt í uppfærslum bæði á Dalvík og hjá Leikfélagi Akureyrar. Eins og svo margir aðrir var ég líka í bílskúrshljómsveit þar sem ég glamraði og gargaði. Varstu stressaður fyrir að stíga á svið? Auðvitað var ég stressaður enda var eitthvað ójafnvægi á röddinni minni. Rétt fyrir keppnina hafði ég nælt mér í einhverja flensu og röddin var ekki upp á sitt besta. Til að spara hana söng ég alltaf áttund neðar á æfingum og í hljóðprufum sem var ábyggilega óþægilegt fyrir hljóðmennina. Svo á keppninni sjálfri tók ég lagið á blastinu hátt uppi með miklu meiri krafti. Hvernig var tilfinningin að sigra keppnina? Frábær. Þetta var rosa dæmi og maður ljómaði allur af gleði. Opnuðust fyrir þér margar dyr eftir sigurinn? Það mætti alveg segja það. Eins fáránlega og það hljómar snýst þetta alltaf um að vekja á sér athygli og það er það sem keppnin gerir. Fólk sér hvað maður getur og þetta er auðvitað ágætis viðurkenning. Hvert er að þínu mati eftirminnilegasta atriðið úr keppninni? Ég verð að minnast á atriði sem var nokkrum árum áður en ég keppti. Þá tóku einhverjir gæjar Muscle Museum með Muse. Þetta var áður en Muse voru þekktir á Íslandi svo margir hafa sagt að þessir strákar hafi kynnt Íslendinga fyrir Muse. Ruglaðist á textanum Guðrún Árný sigraði árið 1999 fyrir Flensborgarskólann í Hafnarfirði með laginu To Love You More. Hafðir þú einhverja reynslu í að koma fram fyrir keppnina? Nei, í rauninni ekki en á sama tíma var ég að stíga mín fyrstu skref í sýningu á Broadway sem við vorum bara nýbyrjuð að æfa. Ég hafði reyndar unnið Samfés árið 1996 þegar ég var í grunnskóla. Varstu stressuð fyrir að stíga á svið? Ég var svona hæfilega kærulaus því mér fannst þetta svo skemmtilegt. Ég man ekki eftir neinu stressi þá og er miklu stressaðri núna fyrir gigg. Þarna gerði ég mér ekki grein fyrir hvað þetta var stórt og var bara að hugsa um að muna textann. Hvernig var tilfinningin að sigra keppnina? Ég man það ekki alveg því mér brá svo mikið. Ég áttaði mig ekki á þessu og áður en ég vissi af stóð ég ein á sviðinu og byrjuð að flytja lagið aftur. Ertu með einhverja skemmtilega sögu frá keppninni? Þegar ég flutti lagið aftur mundi ég ómögulega textann og ruglaðist á fyrstu tveimur línunum. Svo komst ég á skrið og ég held að enginn hafi pælt í því þegar ég ruglaðist því ég komst svo vel inn í viðlagið. Opnuðust fyrir þér margar dyr eftir sig- urinn? Já og nei. Fólk fattaði kannski hvað maður gat og ég fór að fá eitt og eitt lítið verk- efni eins og að syngja í afmælum. Boltinn var farinn að rúlla áður en ég tók þátt í keppninni og ég tók þátt í níu sýningum á Broadway með námi í nokkur ár. GUÐRÚN ÁRNÝ SIGRAÐI LÍKA SAMFÉSMynd/Sigurgeir S SIGURVEGARAR FRÁ UPPHAFI 2010 Borgarholtsskóli 2009 Fjölbrautaskóli Vesturlands 2008 Verzlunarskóli Íslands 2007 Verkmenntaskólinn á Akureyri 2006 Fjölbrautaskóli Vesturlands 2005 Menntaskólinn í Reykjavík 2004 Menntaskólinn við Hamrahlíð 2003 Menntaskólinn á Akureyri 2002 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 2001 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði 2000 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 1999 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði 1998 Menntaskólinn við Hamrahlíð 1997 Menntaskólinn við Hamrahlíð 1996 Menntaskólinn í Kópavogi 1995 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 1994 Menntaskólinn í Kópavogi 1993 Menntaskólinn í Reykjavík 1992 Menntaskólinn í Reykjavík 1991 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði 1990 Fjölbrautaskóli Suðurlands Röddin bilaði á versta tíma Eyþór Ingi Gunnlaugsson sigraði árið 2007 fyrir Verkmenntaskólann á Akureyri með laginu Framtíð bíður. EYÞÓR INGI LJÓMAÐI EFTIR SIGURINN Mynd/Ernir SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.