Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Monitor Margir af þekktustu listamönnum landsins tóku sín fyrstu bransaskref í Söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin á Akureyri laugardaginn 9. apríl. Stökkpallur hæfileikafólk fyrir Mynd/Golli Stór vísbending um framtíðina Margrét Eir sigraði fyrir 20 árum síðan fyrir Flensborgarskólann í Hafnarfirði með laginu Glugginn. Hafðir þú einhverja reynslu í að koma fram fyrir keppnina? Ég hafði verið eitthvað í leiklist og kór og svona en árið 1991 voru ekki jafn mörg tækifæri fyrir ungt fólk eins og í dag. Söngskólar og karaókí voru ekkert til þá. Varstu stressuð fyrir að stíga á svið? Ég var mjög stressuð en það er alltaf einstaklings- bundið hvernig stressið fer með mann og hvernig maður nýtir það. Hjá mér kom það út sem kraftur sem skilaði sér vel. Ekki að ég hafi haft hugmynd um það meðan á laginu stóð því ég var svo ofboðslega stressuð. Hvernig var tilfinningin að sigra keppnina? Þetta hljómar kannski klisjulega en ég átti alls ekki von á að sigra, það hafði ekki hvarflað að mér. Mér þótti alveg nóg að prófa að taka þátt og mér fannst eins og þetta hafi verið stór vísbending um hvað ég ætti að gera í lífinu. Þetta var mikil viðurkenning og gott tækifæri. Ertu með einhverja skemmtilega sögu frá keppninni? Ég hafði aldrei sungið í míkrófón áður en ég tók þátt í keppninni en fílaði þetta alveg rosalega vel. Fyrir mér var þessi keppni einskonar uppljómun og ég veit ekki hvort sigurinn hafi verið tilviljun eða einfaldlega örlögin að verki. Opnuðust fyrir þér margar dyr eftir sigur- inn? Já, ekki spurning. Keppninni er alltaf sjónvarpað og á þessum tíma var það frekar óvenjulegt og vakti mikla athygli. Ég byrjaði í hljómsveit skömmu síðar og komst í Hemma Gunn sem var náttúrulega æðislegt. Hvert er að þínu mati eftirminnilegasta at- riðið úr keppninni? Ég man til dæmis vel eftir því þegar Sverrir Bergmann vann, hann var flottur. Svo man ég eftir fullt af söngvurum sem hafa tekið þátt annað hvort í bakröddum eða sem aðalsöngvarar eins og til dæmis Selma Björns, Birgitta Haukdal og Magni. MARGRÉT EIR KOMST Í ÞÁTT HEMMA GUNN Hafðir þú einhverja reynslu í að koma fram fyrir keppnina? Nei, eiginlega enga. Ég tók reyndar fyrst þátt í undankeppninni á Króknum þegar ég var á fyrsta árinu mínu í framhaldsskóla. Þá hafði bróðir minn sigrað árið áður svo ég ætlaði að taka við titlinum. Því miður komst ég ekki í úrslitakeppnina það árið. Varstu stressaður fyrir að stíga á svið? Ég var með mikinn fiðring í maganum og mjög stressaður. Það hjálpaði samt að hafa marga stuðningsmenn að norðan í salnum sem hvöttu mig og voru með svaka læti þegar ég steig á svið. Hvernig var tilfinningin að sigra keppnina? Mér fannst það geðveikt og var mjög sáttur. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hversu stórt þetta var á sínum tíma. Við félag- arnir vorum aðallega spenntir að fá okkur pítsu fyrir eftir keppnina. Ertu með einhverja skemmtilega sögu frá keppninni? Það var mjög fyndið að árið sem ég sigraði kom stelpa og söng í dómarahléinu. Hún var nýbúin að sigra Samfés, söngva- keppni grunnskóla, og var langbest af öllum sem höfðu komið fram um kvöldið. Þarna var á ferðinni engin önnur en Ragnheiður Gröndal. Opnuðust fyrir þér margar dyr eftir sigurinn? Tvímælalaust, því þarna heyrði fólk mann syngja. Lagið varð líka svo gríðarlega vinsælt eftir keppnina. Hvert er að þínu mati eftirminni- legasta atriðið úr keppninni? Ég man til dæmis eftir Jóa úr tvíeykinu Jóa og Góa sem var að keppa á sama tíma og ég. Hann mætti í korselett og tók eitthvað lag úr Rocky Horror. Það vildi svo skemmtilega til að Gói var líka að keppa þarna í einhverj- um gulum jakkafötum. Pítsan eftir keppni mest spennandi Sverrir Bergmann sigraði árið 2000 fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra með laginu Án þín. ALLIR KANNAST VIÐ SIGURLAGIÐ ÁN ÞÍN Mynd/Árni Sæberg SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.