Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 17

Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 17
Hæð: 174 sentímetrar. Besta hlutverk: Miles í Sideways. Staðreynd: Á stóran bróður, Marcus, sem er einnig leikari. Eitruð tilvitnun: „Mér finnst ég ekki vera mjög áhugaverð persóna. Ég er fæddur til að vera aukaleikari.“ 1967Fæðist þann 6.júní í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum. 1989Útskrifaðist meðBA-gráðu í ensku frá Yale-háskóla. Giamatti var mjög virkur í leiklistarlífi skólans ásamt þeim Ron Livingston og Edward Norton sem gengu líka í Yale. Á síðasta ári grunnnámsins var hann valinn í hið eftirsótta Skull and Bones-leynifélag. 1991Útskrifaðist fráleiklistardeild Yale-háskóla með mastersgráðu í leiklist. Giamatti lék mikið í leikhúsum og á Broadway í upphafi tíunda áratugarins ásamt því að koma fram í nokkrum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. 1997Fékk fyrsta stórahlutverkið sitt í kvikmyndinni Private Parts. Lék í mörgum stórum kvikmyndum á næstu árum eins og til dæmis The Truman Show og Man On The Moon. Sama ár giftist Giamatti Elizabeth Giamatti. 1998Lék mann semhafði umsjón með talandi apa í kvikmyndinni Dr. Dolittle. Þremur árum seinna fór hann með hlutverk apa sem hafði umsjón með manneskjum í kvikmyndinni Planet Of The Apes. 2001Eignaðist soninnSamuel Paul. 2003Sló í gegn hjágagnrýnendum eftir að hafa leikið í kvikmynd- inni American Splendor. 2004Túlkaði eftirminni-lega þunglynda rithöfundinn í Sideways. Giamatti var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir frammistöðuna. 2005Var tilnefndurtil bæði Golden Globe og Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í kvikmynd- inni Cinderella Man. 2011Fékk Golden Globeverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Barney‘s Version. Paul Giamatti FERILLINN 17FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Monitor Galdraheimur Harry Potter til sýnis Aðdáendur galdrastráksins Harry Potter og félaga hans í Hogwarts geta glaðst því nú hefur verið opnuð sérstök sýning tileinkuð sögunum. Til sýnis eru fjölmargir leikmunir og leikmyndir úr kvikmyndunum um Potter og geta gestir sýningarinnar lifað sig inn í ævintýraheiminn. Meðal annars er hægt að heimsækja heimavist Harry, Gryff- indor, fara inn í herbergi hans og Ron og leggjast í rúm Harry. Einnig er hægt að heimsækja kofa Hagrid, setjast í risavaxinn hægindastólinn og ganga svo inn í Forboðna skóginn þar sem einhyrningar og fleiri furðuverur halda sig. „Þetta er eins og að vera nemandi við Hogwarts í einn dag,“ útskýrði Eddie Newquist, yfirmaður sýningarinnar, fyrir Reut- ers-fréttastofunni. Hönnun sýningarinnar hefur staðið yfir í mörg ár en hún tekur heljarinnar pláss, um 1300 fermetra. Sýningin verður í New York fram til 5. september á þessu ári en mun þá flytja sig um set til Evrópu. DANIEL RADCLIFFE OG GALDRAFÉLAGAR HANS

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.