Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@monitor.is stíllinn Stíllinn heldur áfram að kíkja í fataskápinn hjá áhugaverðu fólki. Gufubaðsklúbbur í Vesturbæjarlaug Hitar upp fyrir Primavera Inga Harðardóttir er 17 ára nemi í grafískri hönnun í Borgarholts- skóla og vinnur einnig í Topshop. Í sumar stefnir hún á að flytja til Danmerkur en fyrst ætlar hún að skella sér á tónlistarhátíð í Barce- lona. Inga er mikil fatamanneskja og er ávallt smart til fara. „Ég versla fötin mín oftast í Topshop, en mér finnst auðvitað skemmti- legast að fara til útlanda og versla þar, spóka mig um og detta inn á einhverjar skemmtilegar flíkur“. Í ipodnum? „Í honum er aðallega tónlist frá Primavera, tónlistar- hátíðinni sem ég er að fara á í Barcelona í maí. Ég er bara að hita mig upp fyrir hana.“ Besti bitinn? „Það er óneitanlega sushi á Sushismiðjunni við höfn- ina. Það er eitthvað við þennan stað, kósí að fara niður á höfn, hrikalega gott sushi og andrúms- loftið þarna svo þægilegt.“ Dagur í lífi Ingu? „Vakna snemma og fara í skólann, eftir það kíkja kannski aðeins niður í bæ og taka myndir fyrir verkefni í skólanum. Mér finnst líka ótrúlega gott að kíkja á Berglaugu, en það er einmitt uppáhaldskaffihúsið mitt. Síðan er ferðinni heitið heim í kot eða eitthvað annað, ef það er eitthvað skemmtilegra í boði.“ Bæjarins beztu eru skylduát! Alexander Ólafsson er 21 árs nemi við Fjölbraut í Ármúla og vinnur sem barþjónn á Kaffibarnum. „Ég versla fötin mín yfirleitt á netinu, en þegar ég fer út nýti ég tækifærið og þefa uppi einhverja spennandi fata- markaði,“ segir Alexander. Í ágúst er leiðinni svo haldið til Montréal og verður ferðin mánaðarlöng. Í ipodnum? „Í tilefni þess að sumarið sé að ganga í garð þá skipti ég vetrartónlistinni út fyrir sumarsnilldina. Það helsta er nýja Cold Cave (Cherish The Light Years), Bob Hund (Omslag: Martin Kann), Masshysteri (S/T) , Merchandise (Strange Songs In The Dark) og síðast en ekki síst meistaraverkið Ten Ragas to a Disco Beat með Charanjit Singh.“ Besti bitinn? „BB (Bæjarins Beztu) er hið svokallaða skylduát Reykjavík- urborgar. Hún er eitt af sjö undrum veraldar og er uppskriftin metin á níutíuþúsund milljarða dollara.“ Dagur í lífi Alexanders? Dæmigerð- ur dagur hjá mér felst í því að vakna snemma í skólann, eftir það fer ég alltaf í saunu í Vesturbæjarlauginni. Ég og vinur minn erum í sauna- klúbbnum “Sauna Youth” og berj- umst gegn staðalímyndinni um að gamlir bumbukallar séu einu gestir saunuklefanna. Á kvöldin kíki ég á höfuðstöðvarnar (KB) með vinum mínum og ræðum hversu gaman það var í saunu fyrr um daginn. Stíll- inn talaði við Ingu Harðardótturog Alexander Ólafssonog fékk að kíkja í fataskápinnþeirra en þau eru alltaf flottklædd. Bæði stefna þau á aðfara til útlanda í lengri tíma í sumar. Myndir/Sigurgeir VESTI: SPÚTNIK HETTUPEYSA: AMERICAN APPAREL BOLUR: TRASH TALK BUXUR: AMERICAN APPAREL SKÓR: VANS HVERSDAGS BOLUR: AMERICAN APPAREL BUXUR: AMERICAN APPAREL SKÓR: URBAN OUTFITTERS ÚT Á LÍFIÐ JAKKI: J CREWSKYRTA: H&M BUXUR: AMERICAN APPAREL SKÓR: TARGET (BESTU KAUP SEM ÉG HEF GERT) UPPÁHALDS KÁPAN: TOPSHOP REBBINN: TOPSHOP BUXUR: DAY SOKKABUXUR: URBAN SKÓR: DANMÖRKU UPPÁHALDSSKÓR: TOPSHOPBUXUR: TOPSHOP KJÓLL: E-LABEL MUSSAN: FANN HANA Í KJALLARANUM HEIMA HATTUR: FANN HANN LÍKA Í KJALLARANUM ÚT Á LÍFIÐ SKÓR: URBAN BUXUR: ACNE BOLUR: TOPSHOP YFIRBOLUR: MONKI HVERSDAGS

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.