Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 16

Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 16
Source Code Leikstjóri: Duncan Jones. Aðalhlutverk: Jake Gyllenhaal, Michelle Monaghan og Vera Farmiga. Dómar: IMDB: 8,1 / Metacritic: 7,3 / Rotten Tomatoes: 89% Aldurstakmark: 16 ára. Lengd: 90 mínútur. Kvikmyndahús: Sambíóin. Hermaðurinn Colter (Gyllenhaal) vaknar upp í líkama óþekkts manns og uppgötvar að hann er hluti áætlunar um að leita uppi aðila sem ber ábyrgð á sprengju- tilræði um borð í farþegalest. Yfirvofandi er önnur sprengjuárás sem Colter þarf að koma í veg fyrir. Barney’s Version Leikstjóri: Richard J. Lewis. Aðalhlutverk: Paul Giamatti, Dustin Hoffman, Rosamund Pike og Minnie Driver. Dómar: IMDB: 7,4 / Metacritic: 6,7 / Rotten Tomatoes: 79% Aldurstakmark: 12 ára. Lengd: 134 mínútur. Kvikmyndahús: Sambíóin. Barney Panofsky er sjónvarpsfram- leiðandi sem hefur komið víða við á ævi sinni. Hann er að fara að kvæn- ast en í brúðkaupsveislunni hittir hann konu sem hann fellur fyrir og stingur af til að eltast við hana. kvikmyndir 16 Monitor 7. APRÍL 2011 Danny McBride, sem leikur í Your Highness, fer með aðalhlutverkið í sjónvarps- þáttunum Eastbound & Down. Mjög fyndnir þættir sem óhætt er að mæla með. Your Highness Leikstjóri: David Gordon Green. Aðalhlutverk: Danny McBride, Natalie Port- man, James Franco og Zooey Deschanel. Dómar: Engir komnir. Aldurstakmark: 12 ára. Lengd: 102 mínútur. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó og Laugarásbíó. Þegar tilvonandi eiginkonu prinsins Fabious (Franco) er rænt af seiðmanninum Leezar leggur hann í björgunarleiðangur með hinum vesæla og gagns- lausa bróður sínum, Thadeous (McBride) og hinni undurfögru Isabellu (Portman). Mynd eftir sama leikstjóra og gerði Pineapple Express. ÉG BERST Á FÁKI FRÁUM FRAM UM VEG Frumsýningar helgarinnar Tegund: Hasarleikur PEGI merking: 3+ Útgefandi: Sony Computer Dómar: Game Informer: 8,5 / IGN: 5 / GamePro: 5 Heroes Hetjur á hreyfingu TÖ LV U L E I K U R Síðan að Move-hreyfigræjan kom út fyrir PlayStat- ion 3 hafa nokkuð margir leikir komið út þar sem leikmenn nota græjuna til að stýra. Hafa gæði leikj- anna verið æði misjöfn, allt frá hinum stórkostlega Sports Champions að hinum afleita Kung Fu Rider. Á dögunum kom út nýr leikur fyrir græjuna eða PlayStation Move Heroes á PlayStation 3, en hér er á ferðinni safn mini-leikja sem saman mynda eina heild bundna saman með söguþræði. Í þessum leik hafa Sony-menn ákveðið að sameina margar af sínum allra stærstu hetjum, en leikmenn fá tækifæri á að stýra Ratchet & Clank, Jak & Daxter, Sly Cooper og vini hans Bentley. Undarleg geimvera hefur sameinað alla kappana og eru verð- launin að þeir fá allir að snúa aftur til síns heima. Spilun leiksins er sæmilega fjölbreytt, en leik- menn þurfa að nota Move-stýripinnana til að sveifla svipum, kasta diskum, fella hluti líkt og í keilu, skjóta á alls kyns kvikindi og fljúga um á geimskipi svo fátt eitt sé nefnt. Move-græjan virkar ágætlega í þessum leikjum og sýna þeir að vissu marki hversu nákvæm og sniðug græjan er, en það vantar eitthvað aðeins uppá að spilun leiksins gangi upp og verði skemmtileg til lengdar. Hinir eldri þurfa betri líkamsrækt Grafíkin í PlayStation Move Heroes er ágæt, en ekkert stórkostleg. Í raun er hér allt í ágætu meðallagi og ekkert betra en það. Sama á við um hljóð og tónlist leiksins en þar er allt í meðallagi og litlu bitastæðu bætt við. Þegar öllu er á botninn hvolft er PlayStation Move Heroes góð skemmtun fyrir 12 ára og yngri þar sem spilun er öll miðuð við þann aldur, en þeir sem eru mikið eldri en það ættu að finna sér aðrar aðferðir til að hreyfa sig – ja, eins og til dæmis að skokka. Það er klárt að Sony hefur ekki nýtt þetta tækifæri sitt næstum nógu vel og vonum við að framhaldið verði töluvert betra. Ólafur Þór Jóelsson A Woman, a Gun and a Noodleshop Leikstjóri: Yimou Zhang. Aðalhlutverk: Dahong Ni, Ni Yan og Xiao Shen-Yang. Dómar: IMDB: 5,8 / Metacritic: 5,7 / Rotten Tomatoes: 32% Lengd: 90 mínútur. Kvikmyndahús: Bíó Paradís. Endurgerð af mynd Coen-bræðra, Blood Simple. Eigandi núðluhúss í Kína leggur á ráðin um að myrða ótrúa eiginkonu sína og elskuhuga hennar en ráðabruggið fer vægast sagt úr böndunum. Sögusviðið er lítill bær í Gansuhéraði í Kína. „Aðsamþykkja samninginner einsogaðgiftast leiðinlega gæjanum til aðhann hætti að böggaþig.“ ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is „Við samþykkt samningsins mun vesenið fyrst hefjast fyrir alvöru. Nú þegar er verið að skera allt inn að beini hér á landi til að ná inn nokkrum tugum eða hundruðum milljóna króna. Icesave umræða dagsins í dag verður eins og vögguljóð í minningunni við hliðina á þeim sársauka og efnahagslegu áhrifum sem greiðslurnar munu valda okkur næstu 35 árin.“ Lára Björg Björnsdóttir - Pressupenni FREYJUHEIMUR.IS VINNINGARNIR 42” PANASONIC SJÓNVARP PANASONIC LUMIX G10 MYNDAVÉL FULLT AF BÍOMIÐUM FYRIR 2 Á RIO FINNDU SKAFMIÐANN ÞINN Í FREYJU PÁSKAEGGJUM OG FARÐU SVO Á FREYJUHEIMUR.IS Á PÁSKADAG. DREGIÐ VERÐUR 28. APRÍL 2011

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.