Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Segja má að einn af vorboðum hvers árs sé fermingavertíðin sem nú er gengin í garð. Í augum margra er fermingin viss manndómsvígsla og staðfesting á heilagri trú – en í augum annarra er hún fátt annað en fyrirhafnarlítil leið til að fá óskipta athygli og helling af fínum gjöfum. Það er rík hefð fyrir því að við fermingu séu teknar af ferming- arbörnum uppstilltar myndir. Eins og gefur að skilja standast myndirnar tímans tönn misvel. Monitor gerði úttekt á ferm- ingarmyndum nokkurra þjóðþekktra andlita sem hér má sjá. Ég trúi á... Ásdís Rán Gunnarsdóttir Var með kjaft við prestinn „Stuttu fyrir ferminguna var ég með einhvern kjaft við prestinn og hann rak mig úr hópnum – ég átti ekki að fá að fermast. Mamma náði hins vegar að milda hann í lokin. Eftirminni- legasta gjöfin var ferð til Flórída í mánuð sem við mamma og Hrefna systir fórum í stuttu seinna og skemmtum okkur konunglega.“ Einar Bárðarson Trúarbrögðin hafa þróast „Ég man ennþá eftir Pioneer-magnaranum, kassettutækinu, plötuspilaranum og hljóðinu sem kom í Jamo Power-hátölurunum þegar Numark-nálin snerti hlið A á Power Station- plötunni, 33 1/3, lag 1, Some Like It Hot. Það voru mín trúarbrögð á þessum árum. Í dag hefur Guð meiri áhrif á mig en Power Station eða Duran Duran gerðu þá. Einhvers staðar verða þó allir að byrja sín trúarbrögð og oft trúa menn fyrst á rokkguði en svo þegar maður kynnist rokkinu betur þá veit maður að það er bara einn Guð.“ Erpur Eyvindarson Lærðum eitthvað sem nýtist í lífinu „Ég var sá eini í árgangnum sem fermdist borgaralega og maður sá aldrei eftir því. Þar vorum við að læra eitthvað sem nýtist í lífinu í alvöru. Ég man að ég fékk pening og vekjara frá ONKYO sem ég á ennþá. Bróðir mömmu gaf mér síðan biblíu, hann er reyndar búinn að gefa mér fjórar biblíur yfir ævina en það er bara í góðu.“ Friðrika Hjördís Geirsdóttir (Rikka) Langaði að vera meira töff „Ég man að mig langaði að vera meira töff á fermingardaginn. Mig langaði að mála mig eins og margar stelpur gerðu en það var ekki tekið í mál. Ég er ósköp fegin núna að myndin endurspegli ekki tískuna á þessum tíma en ég get samt ekki sagt að myndin hangi upp á vegg hjá mér eða muni nokkurn tímann koma til með að gera það.“ Friðrik Dór Jónsson Fékk rúmföt frá ókunnugum manni „Ég man ekki svo vel eftir hvað ég fékk í fermingargjöf. Ég man reyndar að það var einhver gaur í veislunni minni sem ég hafði ekki hugmynd um hver var, hafði aldrei séð hann áður, en hann var víst frændi minn. Hann gaf mér rúmföt.“ Jóhannes Ásbjörnsson Slatti af pennum og pening „Þetta er voðalega móðukenndur tími en ég man að ég var voða hress með þetta allt saman og fannst ég bara frekar svalur. Ég fékk hljómflutningstæki frá foreldrum mínum og slatta af pennum og pening.“ Steindi Jr. Fóstbræðrafrasar í fermingarathöfn „Á þessum tíma voru Fóstbræður í gangi í sjón- varpinu og í athöfninni voru ég og vinur minn að fara með línur og frasa úr þættinum sem hafði verið sýndur kvöldið áður. Það endaði með því að presturinn þurfti að sussa á okkur. Ég fékk VHS-vídjótæki og pening í gjöf. Fyrir peninginn keypti ég mér síðan annað vídjótæki svo ég gæti farið að klippa myndbönd og stöff.“ Sigmar Vilhjálmsson Feginn að það séu ekki til fleiri myndir „Ég fermdist í norsku sjómannakirkjunni í Gautaborg í Svíþjóð. Athöfninni stýrði Íslend- ingapresturinn í Danmörku, séra Lárus. Við vorum tveir Íslendingarnir sem fermdumst þennan dag. Ég er rosalega ánægður að það voru ekki til digital-myndavélar á þessum tíma, því þá væru til mun fleiri myndir af mér frá þessum árum.“ að enginn grafi upp fermingarmyndina mína

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.