Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 11

Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Monitor Eva Longoria Parker er glæsileg í rauða Badgley Mischka kjólnum sínum. Matreiðsluþáttastjórn- andinn Sandra Lee tekur sig líka ágætlega út í kjólnum en Eva hefur sigurinn. Hann fer senjorítuútliti hennar mun betur, falleg förðun og skórnir sem Eva hefur valið við kjólinn passa miklu betur en skórnir hennar Söndru. Leikkonan Sophia Bush og New York pæjan Tinsley Mortimer klæðast hér báðar Hervé Léger kjól frá Max Azria. Kjóllinn sjálfur er ekkert sérstaklega spes, en burt séð frá því á Tinsley vinninginn. Það er mun flottara að vera með hárið niðursett við þennan tube-kjól. Fylgihlutir Tinsley passa líka betur við kjólinn. Vá, það sést strax hver rústar þessari keppni. Victoria‘s Secret engillinn Alessandra Ambrosio er fáránlega heit í þessum metal- kjól. Gamla Beverly Hills-stjarnan Tori Spelling, með sína hnoðuðu litlu bolta framan á sér og gula hálsmenið á því miður langt í land. Skórnir hennar Alessöndru eru líka truflaðir! Bótoxpían Lisa Rinna klæðist hérna gullkjól eftir Roberto Cavalli, en Kate Hudson klæddist einmitt sama kjól, nema silfurtýpunni, árið 2005. Sumir aðeins eftir á. Annars tekur Kate sig miklu betur út í kjólnum en Lisa. Kjóllinn fer líkamsbyggingu Kate mun betur og Lisa er líka útúrtönuð sem er aldrei fallegt. Stjörnustríð 1. Ef einhver mætir í alveg eins kjól og þú í gleðskap Ef þessi umræddi tvífari þinn er með hárið slegið þá tekur þú hárið upp í snúð og öfugt. Ef þú ert með gollu, hentu þér í hana. Ef þú ert ekki með neitt slíkt gætirðu beðið gestgjafann um að lána þér sjal til að setja yfir þig. Annars er kannski sniðugast að púlla Samönthu í Sex and the City, slá á létta strengi og heimta að fá mynd af ykkur stöllum saman. Best að gera grín að sjálfum sér. 2. Ef þú færð svitablett í kjólinn Farðu inn á bað, taktu klósett- pappír og láttu hann draga í sig vökvann. Ennþá betra ráð er ef það er handþurrka inni á baði, settu kjólinn undir hana þangað til bletturinn hverfur, en í hæfilegri fjarlægð svo hann fari nú ekki að fuðra upp. Ef þú ert með peysu, sjal eða eitthvað slíkt vefðu því þá utan um þig til að fela blettinn og flýttu þér svo heim að skipta! 3. Ef sólinn undan skónum þínum losnar Samkvæmt heimildum Stílsins notaði ónefnd dama eitt sinn kítti til að festa skósólann sinn á djamminu, grátt kítti. Gaman að segja frá því en minna til þess að mæla með. Ein leiðin er að taka alltaf með sér tátiljur í töskunni, líka bara til að skipta í lok kvöldsins þegar þú ert að drepast í löppunum. Annars er líka gott að eiga crazy-glue í töskunni en fáir muna eflaust eftir því að taka það með. Þá er lítið annað að gera en að fara heim! 4. Mikilvægur dagur og þú vaknar með hlussu bólu Vefðu klaka í þvottapoka eða viskustykki (enn betra). Láttu klakann hvíla á bólunni í ca. þrjár mínútur. Þetta kemur í veg fyrir roðann og bólguna sem myndast á bólunni og í kringum hana. Þegar þessu er lokið er gott að setja smá sótthreinsandi á bóluna. Í apóteki fást svona litlir sótthreinsandi XXX sem Stíllinn mælir með. Næst notarðu bólufelarann þinn til þess að fela kvikindið. Elite Model Look fyrirsætukeppnin fór fram síðast- liðinn laugardag í Listasafni Reykjavíkur. Stúlkan sem sigraði keppnina heitir Magdalena Sara Leifsdóttir, 15 ára mær úr Álfhólsskóla í Kópavogi. Hún segist hafa verið stressuð á keppninni og úrslitin komu henni á óvart. „Ég bjóst alls ekki við þessu, en þetta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Magdalena. Hún var einnig fyrirsæta á RFF og fannst gaman að fá þá reynslu og fá að kynnast því hvernig tískusýningar fara fram. „Næst er það bara Elite keppnin úti, sem verður haldin í nóvember en ekki er alveg vitað hvar hún verður haldin,“ segir Magdalena spennt en Elite keppnin er meðal stærstu fyrirsætukeppna í heimi enda fyrirtækið eitt stærsta sinnar tegundar. M yn di r/ G ol li og pr es sp ho to s. bi z strembnar aðstæður tæklaðar4 Magdalena er ELITE stúlkan Vel heppnuð helgi að baki Reykja- vík Fashion Festival fór fram síðustu helgi. Hátíðin gek k einstaklega vel og hefur tekið stórt þroska- stökk frá því í fyr ra. Sýningarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar og gaman að sjá hvað Ísland er að ala af sér efnilega og glæsilega fatahönnuði. Myn dir segja meira en þúsund orð. Live- project.is var á staðnum og sló ræki-lega í gegn. Gestir RFF voruduglegir að senda inn myndirog vídjó bæði frá Listasafninuen einnig frá tónleikumhelgarinnar. Um að gera aðkíkja á síðuna og sjá hvað er í boði. ROYAL EXTREME STENDUR ÁVALLT FYRIR SÍNU GULLFALLEG OG SVÖRT SNIÐ HJÁ REY YR VAR DJÖRF OG VIRKILEGA TÖFF HLÝIR OG FALLEGIR LITIR HJÁ SONJU BENT SPAKSMANNS SPJARIR ÁTTU KVÖLDIÐ MUNDI VAR SKEMMTILEGUR ENDA EKKI VIÐ ÖÐRU AÐ BÚAST

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.