Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 14
14 Ég man samt eftir einu rosalega vandræðalegu rétt eftir að Laugar opnuðu. Það komu ferðamenn í Laugardalslaugina, ungt par sem fór inn í runna þarna svolítið frá sundlauginni. Þau fóru inn á milli trjánna og klæddu sig úr sundfötunum og tóku til við að láta vel hvort að öðru. Öll æfingastöðin í Laugum horfði á þetta út um gluggann, en þar er speglagler. Það sést ekkert inn, en það sést vel út. Þegar þau luku sér af klappaði allur salurinn fyrir þeim. Og síðan fóru þau bara aftur í fötin og héldu áfram að synda. Ívar, nú varst þú á FM957 en ert nú á Bylgjunni. Er það þannig að þegar útvarpsmenn á Effemm ná ákveðnum aldri eru þeir sendir á Bylgjuna? Í Ég var nú bara rekinn af Effemm. Þetta var mikil heppni fyrir mig. Ég ætlaði aldrei að hætta. Nú er Hámarkið komið með samkeppnisaðila, hina alíslensku Hleðslu. Eru skemmdarverk framundan? Í Við erum himinlifandi með þessa samkeppni því hún hefur ekkert gert nema stækkað markaðinn. Við bætum við okkur í sölu í hverjum mánuði á meðan við auglýsum lítið en þeir mikið. Svo eru þetta ólíkar vörur. Við erum allavega ekkert búnir að lykla bílana þeirra eða svoleiðis. A Hvaða bíla? Eiga þeir ekki svo marga bíla þarna hjá Emmess? Monitor FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Hvenær er Arnar fæddur? Ívar segir: „14. október 1973“ Rétt svar er 14. október 1973. Hvenær er Ívar fæddur? Arnar segir: „29. mars 1966“ Rétt svar er 29. mars 1966. Hver er uppáhaldskvikmynd Arnars? Ívar segir: „Rocky“ Rétt svar er Rocky. Hver er uppáhaldskvikmynd Ívars? Arnar segist ekki hafa hugmynd. Veit þó að hann sá Kurteist fólk um daginn. Rétt svar var ekki gefið upp. Ívar gekkst þó við bíóferðinni á Kurteist fólk og mælir með henni. Hvað fer mest í taugarnar á Arnari? Ívar segir: „Leti“ Rétt svar er leti. Hvað fer mest í taugarnar á Ívari? Arnar segist ekki hafa hugmynd. Að Ívar sé óþolinmóður gaur. Rétt svar er ekki til. Við erum komnir út í rugl. Hver er uppáhaldsmatur Arnars? Ívar segir hann mikinn „ostakall“. Arnar játar. Gott ef hann roðnar ekki líka. Uppáhaldsmatur Ívars? Arnar segir: „Súkkulaðirúsínur“ Ívar játar og segist vera nammigrís. Síðan leysist samtalið upp í umræður um Sálina hans Jóns míns. Eins og samtöl gera stundum. Hversu vel þekkjast þeir?

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.