Monitor - 28.04.2011, Page 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011
Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni ykkar
í fimm orðum? Léttpoppuð nýbylgja undir
hippískum áhrifum.
Hvað er hydrophobic krossfiskur? Þetta
þýðir í rauninni bara vatnshræddur
krossfiskur. Nafnið er hugmyndasmíð
Magnúsar og Arnars Péturs og er held ég
bara eitthvað hljómsveitaflipp svo það er
engin rosaleg meining á bak við vatns-
hrædda krossfiskinn.
Hversu erfitt er að vera eina stelpan í
hljómsveitinni? Ég er ekki frá því að ég
sé orðin ein af strákunum. Ég hlæ að
sömu bröndurunum og fíla líka fótbolta
alveg í döðlur. Þeir eru samt með svona
strákahúmor sem ég er alveg komin inn í.
Kærastinn minn tók að minnsta kosti eftir
stórri húmorsbreytingu eftir að ég byrjaði í
hljómsveitinni.
Hvernig kom það til að þú byrjaðir í
hljómsveitinni? Ég var í söngtíma og sá
auglýsingu í FÍH en strákarnir eru einmitt
allir að læra þar. Svo fór ég í áheynarprufu
og þetta small allt saman alveg svakalega
vel.
Hvað ert þú að gera fyrir utan að
vera söngkona í rokkhljómsveit? Ég
er tónlistarkennari á Suðurnesjunum.
Kenni söng og á þverflautu, klarinett,
saxófón og trompet. Svo er ég sjálf að klára
tónlistarnámið mitt í Reykjanesbæ. Er að
klára burtfararpróf í rytmískum söng og
þverflautu.
Hvaða söngkona er þín helsta fyrirmynd?
Þær eru eiginlega nokkrar. Ég er undir
áhrifum frá Evu Cassidy, einhvers konar
soul Aretha Franklin blundar í mér og svo
vottur af Shady Owens. Það var allavega
sagt við mig um daginn að ég hljómaði
eins og hún sem er æðislegt.
Draumagiggið? Eigum við ekki bara að
segja Hróarskelda og Muse að hita upp fyr-
ir okkur eða öfugt. Það væri pínu draumur
að spila þar.
Afkvæmi hvaða tveggja hljómsveita
væri Hydrophobic Starfish? Ég myndi
segja Trúbrot því við höfum oft fengið
svona Trúbrots-vibe frá fólki og svo
hefur okkur verið líkt við Írafár sem ég er
ekki sammála. Ætli við séum ekki bara
eingetið afkvæmi Trúbrots með áhrifum
frá nýbylgju.
Hvað er framundan hjá hljómsveitinni?
Spila á Svínarí á Faktorý í byrjun maí og
svo er stefnan að reyna að gigga sem mest
og koma okkur að. Við ætlum að reyna
að taka einhverja tónleika í sumar og
spilum vonandi á Airwaves í haust. Það var
æðislega gaman síðast.
Er plata á leiðinni? Það fer eftir hversu vel
gengur. Við eigum nóg efni í plötu en það
verður bara að koma í ljós hvenær hún fær
að líta dagsins ljós.
Uppáhaldscoverlag? Það er pínu skrítið að
við spilum engin coverlög. Reyndar tókum
við eitt á æfingu um daginn, einhvern blús
og ég tók nokkra flotta tóna á munn-
hörpuna. Yfirleitt þegar þeir fara eitthvað
að djamma á æfingum sest ég bara og fer
í símann.
Ætlið þið að meika það? Við stefnum á
að verða nafn. Það er klárlega næsta skref
og við viljum vera þekkt. Okkur finnst
við hafa alla burði til þess og auðvitað
er draumurinn að meika það og túra um
Evrópu.
Á Facebook-síðu hljómsveitarinnar segist
þið stefna á heimsyfirráð eða dauða.
Hvoru eru þið nær í augnablikinu? Ætli
við séum ekki nær heimsyfirráðum því við
erum afskaplega lifandi og eldhress.
Mun ekki
horfa á
brúðkaupið
Tónlistargoðið Morrissey ásak-
aði bresku konungsfjölskylduna
um að vera tækifærissinna
í útvarpsviðtali á BBC 5live
í vikunni. Hann sagðist ekki
ætla að horfa á brúðkaup Vilhjálms og Kate Middleton
en talið er að um tveir milljarðar manns muni horfa á
athöfnina sem allir eru búnir að vera að tala um síðustu
vikur og jafnvel mánuði. „Af hverju ætti ég að horfa á
brúðkaupið? Af hverju ætti ég að horfa á það?“ sagði
Morrissey í viðtalinu. „Ég get ekki tekið neitt af þessu
alvarlega. Mér finnst þessi svokallaða konungsfjölskylda
ekki tala máli Bretlands núna og mér finnst landið ekki
þurfa á henni að halda,“ hélt Morrissey áfram og var
hvergi nær hættur að segja skoðanir sínar á konungs-
fjölskyldunni. „Mér finnst þau vera tækifærissinnar og
ekkert annað. Ég held að þau þjóni engum tilgangi,“
sagði Morrissey sem er greinilega ekki par sáttur með
gengið í Buckingham-höll.
Hryllings-
myndin
Black
Sabbath
Tónlist Ozzy Osbourne og
hljómsveitarinnar Black
Sabbath mun prýða nýja
hryllingsmynd sem sonurinn Jack Osbourne er með í
bígerð um þessar mundir. Jack á framleiðslufyrirtækið
Jacko Productions og gaf út yfirlýsingu varðandi nýju
hryllingsmyndina eftir frumsýningu tónleikaheimild-
armyndarinnar God Bless Ozzy Osbourne sem hann
framleiddi einnig. Hann virðist hafa gaman af að gera
kvikmyndir tengdar föður sínum og mun nýja myndin
einfaldlega heita Black Sabbath og innihalda tónlist
hljómsveitarinnar en ekki er komið í ljós hvernig
söguþræðinum verður háttað.
Með hákarla
heima
hjá sér
Rapparinn Lil Wayne er um
þessar mundir að leggja loka-
hönd á níundu breiðskífu sína,
The Carter IV, sem kemur út
þann 16. maí í Bandaríkjunum.
Flest lögin voru tekin upp og
samin eftir að hann kom úr fangelsi þann 4. nóvember
á síðasta ári. Í viðtali við MTV News sagðist hann vera
búinn á því eftir mikla vinnutörn en hlakkar engu að
síður til að gefa út plötuna. Paris Hilton tók áhugavert
viðtal við Lil Wayne fyrir Interview Magazine og spurði
hann meðal annars út í gæludýr þar sem hún hefur ein-
mitt mikinn áhuga á slíkum, sérstaklega smáhundum.
Þá kom í ljós að rapparinn á frekar óvenjuleg gæludýr
er hann sagðist eiga fjöldamarga fiska og tvo hákarla.
„Annar þeirra er nýfæddur en hinn er töluvert stærri,“
sagði Lil Wayne sem geymir hákarlana í búri á heimili
sínu í Miami.
Vill ekki búa í
lúxusíbúð
Söngdívan Susan Boyle afhjúpaði vaxmynd af sjálfri sér
fyrr í vikunni á Madame Tussaud‘s safninu í Blackpool.
Hún er því opinberlega orðin stórstjarna en vill ekki lifa
sem slík. Á síðasta ári flutti hún af gamla heimili sínu
í Blackburn eftir að unglingur braust inn í húsið. Hún
flutti þá í lúxusíbúð sem sæmir stórstjörnu en hefur nú
ákveðið að flytja aftur í gamla húsið sitt þar sem lúxus-
inn henti henni illa. Susan sagði í nýlegu viðtali að hún
saknaði einnig gömlu nágrannanna og samskiptanna
sem fylgdu því að búa í grónu hverfi.
Hljómsveitin Hydrophobic Starfish vakti athygli á Músíktilraunum
í fyrra og hefur getið sér gott orð síðan. Monitor ræddi við Marínu
Ósk, söngkonu sveitarinnar, sem er eitt allsherjar tónlistargúrú.
nýbylgjuafkvæmi
MARÍNA ÓSK ÁSAMT HINUM
VATNSHRÆDDU KROSSFISKUM
Eingetið
Trúbrots
Mynd/Sigurgeir
HYDROPHOBIC STARFISH
Stofnuð: 2009.
Meðlimir: Marína Ósk (söngur), Arnar Pétur
(gítar), Magnús Ben (hljómborð), Örn Ingi
(bassi) og Gunnar Leo (trommur).
Tvö góð lög: Leiðin heim og 1967.
Fyndin staðreynd: Æfingastaður Hydropho-
bic Starfish er stofa Magnúsar hljómborðs-
leikara því þau eru svo rosalega heimilisleg.