Monitor - 28.04.2011, Síða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011
Mér finnst krefjandi
og skemmtilegt að
vinna mér inn aðdáendur á
Íslandi og reyna að sanna
að þó maður sé poppari þá er
alvara á bakvið þetta og að
þetta er frá hjartanu.
Ég veit
að það
hljómar voða
væmið en ég var
bara svo heppinn
að ég fann bara
réttu stelpuna
þegar ég var 17
ára og hún 16.
30 milljónir aðdáenda á Facebook á meðan John
Mayer, sem ég fíla sjálfur miklu meira, er með þrjár
milljónir. Þess vegna er gott fyrir mig með tónlistina
mína, sem er ekki eins fljót að fanga athygli fólks,
að geta sagt að ég sé bróðir Friðriks. Það var kannski
skrýtið fyrst af því að hann er yngri, en núna hika ég
ekki við það ef það hjálpar til.
Þið Friðrik eruð svolítið eins og Kaín
og Abel er það ekki?
Jú, ég er Kaín og ef þessari velgengni hans fer ekki
að linna þá er fátt annað í stöðunni en að drepa
hann. Á ég að gæta bróður míns?
Pabbi ykkar er að minnsta
kosti eins og Abraham.
Þú meinar hvort hann þurfi að drepa son sinn líkt
og Abraham drap Ísak? Ég held að pabbi neyðist til að
drepa mig af því að ég hef verið svo væminn í þessu
viðtali.
Annað sem gerir þig að óhefðbundinni poppstjörnu
er að þú ert líka knattspyrnumaður. Getur þú
eitthvað í fótbolta? Ertu hvíti Cafu eða er þetta bara
hobbí?
Ég hef náttúrulega spilað fótbolta síðan ég man
eftir mér. Það er hluti af mér og mínum lífsstíl að
æfa fimm sinnum eða oftar í viku. Mér þykir í raun
rosalega skrýtið að ímynda mér lífið án fótbolta eða
eins og einn limagóður félagi minn sagði: „Hvernig
ætli það sé að eiga líf á milli 5 og 7?“ Ég er langt í frá
hæfileikaríkasti gæinn á vellinum en ég fer þetta
á áræðninni og kappseminni. Það sem er líka svo
gaman í fótboltanum er að fyrir mér er hann svo
krefjandi og ég þarf að standa mig virkilega vel til að
fá að spila stóra rullu – ég tala nú ekki um þegar ég er
í jafn góðu liði og FH-liðið er. Ég hef gaman af slíkum
áskorunum og reyni á hverjum degi að bæta mig sem
knattspyrnumaður.
Ert þú eina íslenska poppstjarnan með six-pack,
fyrir utan mögulega nafna þinn Jónsa í svörtum
fötum?
Er ekki Jónsi í Sigur Rós með six-pack líka?
Orðið á götunni er að þrátt fyrir að þú spilir með
einu besta liði landsins vitir þú ekkert um fótbolta.
Er það rétt?
Við skulum bara orða það þannig að þegar þessir
spekingar byrja að tala og eru eitthvað: „Hvað var
Manchester City að kaupa þennan Balotelli?“ Þá tek
ég tvö skref aftur á bak og lauma mér út.
Ég væri ógeðslega lélegur í
fótbolta-pub-quiz.
Hvers lenskur er Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri
Liverpool?
Hann er velskur.
Hann er skoskur.
Ég vissi að hann væri skoskur. Ég var að grínast
með að segja að hann væri velskur. Ekki hafa þetta
með í viðtalinu.
Við getum ekki hagrætt sannleikanum. Að öðru. Þú
hefur aldrei drukkið áfengi. Hvers vegna tókstu þá
ákvörðun?
Ég hef alveg bragðað áfengi og veit hvernig það
smakkast, en ég hef aldrei drukkið það mikið magn
að ég finni á mér. Þetta er ekki ákvörðun sem ég tók,
þetta hefur einhvern veginn bara þróast svona. Ég
var alltaf bara heví hress á því og þurfti ekki að borga
leigubíl heim og svona. Plús það að síðan varð þetta
allt í einu töff, að ég væri eini gæinn sem var ekki að
drekka. Svo reyndar eftir því sem ég eldist þá verða
viðbrögð fólks skrýtnari
þegar maður segir
því að maður
drekki ekki. Þá
hugsa menn að
maður hljóti
að hafa hætt
að drekka
því maður
hafi verið
í einhverju
veseni í
fortíðinni.
Þú hefur ekki
þurft að drekka til
að losa um hömlur?
Feimni hefur ekki verið
að hrjá þig?
Nei, það er rétt hjá þér. Ég dansa yfirleitt mest af
öllum og ef það eru læti þá er ég alveg til í að taka
þátt.
Þannig að ef þú meikar það úti er ólíklegt að við
fréttum af þér að rústa hótelherbergjum.
Ég gæti alveg gert það sóber. Ég væri bara í gleði-
vímu eftir að hafa spilað fyrir milljón manns. Það er
alveg draumur að rústa herbergi.
Annað sem er ekki hefðbundið poppstjörnu-
einkenni er að þú ert búinn að vera með sömu
stelpunni síðan í menntaskóla. Þarftu ekki að hætta
með henni þegar platan kemur út?
Jú, það er stefnan. Hún veit að sambandi okkar er
lokið þegar platan kemur út. Nei, nei, ég veit að það
hljómar voða væmið en ég var bara svo heppinn að
ég fann bara réttu stelpuna þegar ég var 17 ára og
hún 16. Það er sama hver reynir að draga mig á tálar,
ég lít ekki við því (hlær).
Nú er hún í tannlæknanámi á meðan þú ert að
syngja og leika þér í fótbolta. Finnst þér allt í lagi að
hún sé að fara að sjá fyrir fjölskyldunni í framtíð-
inni?
Ætli þetta sé ekki þriðji vendipunkturinn í ákvörð-
uninni um að gerast tónlistarmaður. Fyrst hún
verður tannlæknir þarf ég ekkert að sjá fyrir fjöl-
skyldunni, ég get bara verið að leika mér. Ég reyndar
er með það stórt egó að ég sé mig ekki alveg vera að
fara að þiggja einhverja ölmusu frá henni.
Hvenær á að fara að hlaða niður litlum Jónum?
Hvað er þetta viðtal í Nýju lífi?
Ég er ekki að tala um börn, ég er að tala um jónir,
samheiti yfir hlaðnar agnir.
Auðvitað! Við höfum alveg rætt þetta, en ég veit
ekki hvort maður á eitthvað að fara með þetta í
fjölmiðla. Það kemur örugglega að því fyrir þrítugt.
Hvernig er fimm ára planið, hvað varðar tónlistina,
fótboltann og einkalífið?
2016? Orðinn þrítugur. Hvað varðar fótbolta vil ég
vera búinn að vinna tvöfalt, það er að segja bikar- og
Íslandsmeistaratitil á sama ári. Hvað varðar tónlist
væri gaman að vera búinn að gefa út svona þrjár
plötur og hafa náð að þróa mig í tónlistinni með
hverri plötu. Ég myndi líka vilja upplifa það að fara
í svona sex vikna túr á einhverja svala staði. Hvað
varðar einkalífið þá vona ég að ég verði enn með
þessari stelpu sem ég hitti þegar ég var 17 og að hún
sé ekki hlaupin á brott með allan tannlæknapening-
inn sinn.