Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 22
Kvikmynd: Shawshank er alltaf uppáhalds. Ég er samt meira fyrir að horfa á gamanmyndir og Ace Ventura kemur mér alltaf í gott skap. Þáttur: Modern Fa- mily á hug minn og hjarta þessa dagana. Við vinkonurnar erum meira að segja farnar að tjá okkur með kólumbísk-enskum hreim eins og Gloria. Bók: Ég er að lesa Outliers núna og hún er að gera sig. Annars les ég mikið af bókum um hugarfar og mataræði. Ég nenni aldrei að lesa skáldsögur. Ég vil lesa bækur sem kenna mér eitthvað. Plata: Það er svo sem engin ein plata sem ég held upp á. Ég er með Seabear, GusGus og Diktu í bílnum og skipti reglulega um. Ég fíla Diktuna í botn enda er einkaflugmaðurinn minn hann Nonni einstaklega góður trommari. Vefsíða: www.cold.is er að sjálfsögðu í uppáhaldi hjá mér. Við amma erum að byggja upp M-Design og þar er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Staður: Hofsós og Seyðisfjörður. Ég er ættuð frá báðum þessum stöðum og ég elska að komast í burtu frá borginni og vera svolítið retró í sveit- inni. Skoða tímarit frá 1950 í húsinu hennar langömmu á Hofsósi er æði. Svo skemmir ekki fyrir að nýja sundlaugin þar er sjúklega flott. 22 Monitor FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Síðast en ekki síst » Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona, fílar: Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: ReykjavíkuRaPótek, Seljavegi 2 // LyfjaboRg aPótek, Borgartúni 28 //gaRðSaPótek, Sogavegi 108 uRðaRaPótek, Grafarholti //RIMa aPótek, Grafarvogi aPótek HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11 ÁRbæjaRaPótek,Hraunbæ 115 //LyfjaveR Suðurlandsbr. 22 fílófaxið fimmtud30júní Í kvöld mun Eyþór Ingi Gunnlaugsson trylla lýðinn á Sódómu ásamt félögum sínum þegar þeir leika öll vinsælustu lög Deep Purple. „Við ætlum að taka þessar helstu perlur, allt frá sýrutímabilinu fram að miðjum níunda áratugnum,“ segir Eyþór sem vann einmitt söngkeppni framhaldsskólanna árið 2007 þar sem hann tók fjólubláa slagarann Perfect Strangers. „Við leggjum upp úr því að spila þetta á sannfærandi máta í stað þess að einblína á að spila þetta nákvæmlega eins.“ Sjálfur segist Eyþór ekki endilega búast við því að brjóta gítara en lofar þó miklum trylling. „Öll orkan sem er í þessari tónlist fær að njóta sín og hún smitar út til áhorfendanna.“ Miðaverð er 1.200 krónur. Djúpfjólublá stemning laugarda2júlí POP*UP VERZLUN Trúnó og Barbara 14:00 Hér býðst fólki að festa kaupá íslenskum flíkum milliliða- laust beint af hönnuði. Að þessu sinni verða það Mundi, Hlín Reykdal, Helicopter, IBA-The Indian in Me, Sonja Bent, Elva, Begga-Design, Dýrindi, Another Scorpion, Babetta og Svava Halldórs sem bera á borð sína hönnun. BAGGALÚTUR Græni hatturinn 22:00 Baggalútur mætir með alltsitt föruneyti og hafurtask og tryllir köntrí- og léttpoppþyrsta Norðlendinga með hljóðfæraslætti og söng. LOPAPEYSAN Faxabraut 23:59 Írskir dagar eru haldnir áAkranesi um helgina. Þeir ná hámarki þegar Lopapeysan hefst en þar munu troða upp ekki ómerkari listamenn en Papar, Ingó og Veðurguðirnir, Hreimur, Björgvin Halldórsson og fleiri. Forsalan er hafin í Eymundsson Akranesi og í Kringlunni og Smáralind. Miðaverð í forsölu er 3.500 krónur. STING/POLICE TRIBUTE Café Rósenberg 21:30 Félagarnir Jógvan Hansenog Böddi í Dalton leiða hóp fríðra manna sem ætla að leika sín uppá- haldslög eftir Sting og Police. Sannir Sting og Police aðdáendur verða ekki sviknir af þessum tónleikum. LOKAPRÓFIÐ skólinn | 30. júní 2011 | föstudag1júlí CLIFF CLAVIN Bar11 21:00 Bar 11 stendur fyrir tónlist-arveislu í allt sumar. Þessa helgina er það Cliff Clavin sem ætla að rokka fyrir gesti. Frítt inn fyrir alla rokkunnendur. SVÍNARÍ #4 Faktorý 22:00 Monitor og Faktorý standa íhverjum mánuði fyrir fríum tónleikum í samvinnu við Tuborg. Aðsóknin hefur verið góð hingað til svo það er um að gera að mæta tímanlega viljir þú sjá Sykur, Captein Fufanu og Bypass troða upp. DEEP PURPLE TRIBUTE Fimmtudagur 30. júní Sódóma kl. 21 Allt að gerast - alla fimmtudaga! ERT ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT? monitor@monitor.is

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.