Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 18
BESTA Besta flíkin mín er líklega sú flík sem ég væri til í að vera alltaf í! Það er ótrúlega fallegur, bleikur samfestingur sem ég keypti í H&M. Hann er plíseraður að neðan svo að hann lítur út eins og kjóll þegar ég er í honum. Hann er ótrúlega klæðilegur og í æðislegum lit. NÝJASTA Ég ákvað að hverfa aftur til fortíðar og rifja upp hvað það var gaman að vera massaskinka og keypti mér hvítar buxur á dögunum. Það sem breytist þó milli ára að ég mun án efa ekki nota hlébarðamynstur óspart við heldur reyna að vera aðeins smekklegri. Ég keypti þær í Zöru og finnst gaman að nota þær í sum- arstemningu við flotta liti eins og appelsínugulan eða bleikan. FLOTTASTA Það er örugglega þessi brjálaði pallíettukjóll sem ég keypti á útsölu í Kultur fyrir fjórum árum. Ég var ótrúlega ánægð með hann og notaði hann tvenn áramót í röð. Núna skelli ég mér oft í hann þegar ég veit ekkert í hverju ég á að vera og langar að vera „fabulous“, hann er rosalega mikill glamúrkjóll. stíllinn 18 Monitor FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Steinunn Edda Steingrímsdóttir er tvítugur blaðamaður sem skrifar hin alræmdu Skvísu-ráð á Pressunni. Þessa dagana er Steinunn Edda að vinna á fullu og segist einnig hafa eytt undanförn- um dögum í óþreyju- fulla bið. „Guðný vinkona mín býr í Mílanó og hennar er sárt saknað! Ég bíð spennt eftir að hún komi heim,“ segir Steinunn Edda sem er skvísa með meiru. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Uppá síðkastið mjög svo litríkur. Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Ég er alls ekkert merkjafrík en ég verð að segja Steve Madden og Jeffrey Campbell. Ég er voðalega hrifin af skónum þeirra þó svo að ég kaupi mér aldrei par. Mamma segir að ég sé svo mikill skóböðull að það myndi hreinlega ekki borga sig. Hversu mörg skópör átt þú? Ég á 16 skópör allt í allt. Ég nota samt líklega bara svona þrjú pör af einhverju viti en tími voðalega sjaldan að losa mig við skóna mína. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndur þú fá þér og hvar? Ef ég bókstaflega yrði að fá mér tattú myndi ég líklega fá mér stafinn S með fallegri skrautskrift einhvers staðar á hægri úlnliðinn. Hvaða flík er ómissandi fyrir úti- legurnar í sumar? Flík í skærum lit eða falleg og góð Cintamani- peysa, helst í einhverjum æðislegum lit. Kóngablá Jónínu-peysa er efst á mínum óskalista í augnablikinu, er meira að segja á biðlista! Steinunn Edda stökk aftur til fortíðar um daginn og keypti sér hvítar buxur til að rifja upp hversu gaman var að vera massaskinka. Hún leyfði Stílnum að kíkja í fataskápinn sinn. fataskápurinn Tímir ekki að henda Basshunter-bolnum Myndir/Eggert ÞÆGILEGASTA Ég myndi segja að þægilegasta flíkin mín sé svartur samfestingur sem ég keypti í Washing- ton í vinnuferð. Hann er úr H&M og hann er svona flík sem er alltaf hægt að fara í ef maður finnur ekkert annað og hann er einstaklega klæðilegur! DÝRASTA Ætlið það sé ekki 66°Norður úlpan mín. Hún kost- aði sitt en hefur klárlega borgað sig upp í notkun. Hún er svo hlý að ég gæti bókstaflega farið út í henni einni klæða og yrði samt heitt. ELSTA Ég er nokkuð dugleg að losa mig við flíkur sem ég nota ekki eða hafa hreinlega verið ofnotaðar. Þess vegna er mín elsta flík, flík sem ég tímdi ekki að henda vegna samblands af húmor og tilfinningagildi. Ég dansaði nefnilega með Basshunter á sínum tíma þegar hann kom til landsins og mér finnst það mjög fyndið. Það er óspart gert grín að þessu í vinahópnum en ég veit að ég mun hafa gaman að þessu, meira að segja þegar ég verð gömul. SKRÍTNASTA Ég rakst á þetta vesti á útsölu í Bandaríkjunum og hugsaði: „Já kúl, ég mun pottþétt nota þetta einhvern tímann“. Þegar ég sýndi kærasta mínum vestið spurði hann mig hvort ég ætlaði að gerast indíáni. Ég tók því mjög bókstaflega og mun líklega ekki nota þetta vesti í nánustu framtíð, þetta var djörf ákvörðun.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.