Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 21

Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Monitor „Við höfum verið á tónleikaferðalagi síðustu tvær vikur og það hefur verið vægast sagt skrautlegt og skemmtilegt. Við höfum spilað á allt frá litlum pöbbum til stærri tónleikahátíða og bæði gist á fínum hótelum og í sprengjubyrgi,“ segja strákarnir í Agent Fresco en þeir hafa undanfarið verið á flakki um Evrópu. „Við höfum oft farið út í styttri tíma en þetta er okkar fyrsta alvörutónleikaferð. Við ferðumst á lítilli rútu sem er meðal annars búin sjónvarpi, PlayStation-tölvu og mjög þéttlegnu rúmi. Þetta kemur sér vel þar sem vegalengdirnar eru ansi langar og venju- legur dagur inniheldur um tíu tíma keyrslu. Viðbrögðin hjá áhorfendum eru búin að vera mjög góð og það hefur komið okkur mjög mikið á óvart hversu margir þekkja tónlistina okkar og syngja með á tónleikum.“ Fulltrúar Íslands á Hróarskeldu Ferðalag hljómsveitarinnar felur meðal annars í sér viðkomu á Roskilde Festival þar sem þeir stigu á stokk á Pavillion Junior-sviðinu í gær. Þegar Monitor náði tali af þeim voru fjórmenningarnir að gíra sig upp fyrir giggið. „Það er auðvitað mikill heiður að spila á Hróarskeldu og getur verið mikill stökkpallur fyrir okkur. Bókarinn fyrir hátíðina sá okkur á síðustu Iceland Airwaves-hátíð og hafði svo samband við okkur. Við ætlum að taka nokkurn veginn sama prógrammið og við höfum verið að spila á túrnum. Við höfum einbeitt okkur að því að hafa tónleikana okkar fjölbreytilega, sveitta og blóðuga.“ Strákarnir verða þó ekki aðeins á meðal tónlistar- manna á hátíðinni heldur ætla þeir einnig að njóta hennar sem gestir. „Við náum fimmtudeginum og föstudeginum og ætlum að reyna að sjá sem mest af böndunum á þeim dögum en þurfum svo að fara því við erum að spila í Berlín á laugardeginum. Vignir er mjög mikill Iron Maiden-aðdáandi og er ekki búinn að tala um annað en það síðasta hálfa árið. Annars langar okkur að sjá bönd eins og Oh Land, Veto, PJ Harvey, Swans og Mastodon.“ Íslendingar eiga tvo aðra fulltrúa á Hróarskelduhátíðinni í ár en það eru Who Knew, sem spiluðu á mánudaginn síðastliðinn, og Ólöfu Arnalds sem kemur fram á föstudaginn. Stemningin í beinni Heimasíðan Live Project, www.liveproject.me, fór í loftið fyrir skemmstu í sérstakri Hróarskeldu-útgáfu í opinberu samstarfi við aðstandendur tónlist- arhátíðarinnar. Live Project er verkefni sem var sett á laggirnar af Íslending- unum Herði Kristbjörnssyni, Daníel Frey Atlasyni og Arnari Yngvasyni fyrir Airwaves í haust ásamt öðrum viðburðum hérlendis. Vefurinn er miðstöð fyrir myndir og myndskeið frá gestum hátíðarinnar sem þeir geta uppfært beint inn á síðuna í gegnum snjallsíma. Fyrir vikið getur fólk hérlendis fengið stemninguna í Danmörku beint í æð í gegnum vefinn. Íslendingar koma því ekki einungis að hátíðinni stóru í gegnum tónlistina eina og sér þetta árið. Agent Fresco er um þessar mundir á ferðalagi um Evrópu og koma við á Hróarskelduhátíðinni til að troða upp. Sveitt og blóðugt á Hróarskeldu MONITORTV Þeir sem hafa farið á Hróarskeldu vita að oftar en ekki mætir maður heim með eina ef ekki mun fleiri góðar partísögur. Kíktu á MonitorTV á mbl.is þar sem Atli Fannar Bjarkason, fjöl- miðlamaður, segir sína sögu sem inniheldur mannasaur og brenninetlur. HVAÐ ERU MARGIR MEÐLIMIR AGENT FRESCO Á MYNDINNI? HVER VISSI AÐ WHO KNEW YRÐU Á HRÓARSKELDU? ÓLÖF ARNALDS VERÐUR Á HRÓARSKELDU HVAR ER VALLI?

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.