Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Monitor Birgitta Haukdal er ein vinsælasta söngkona Íslands- sögunnar. Hún steig sín fyrstu alvöruskref í tónlistinni sextán ára gömul í vinsælli ABBA-sýningu en segir að ævintýrið með strákunum í Írafár hafi byrjað alveg óvart. Frá því að Írafár tók sér hlé um miðjan síðasta áratug gekk hún í hjónaband og eignaðist son sem hún segir vera mesta, besta og erfiðasta starf í heiminum. Und- anfarin fjögur ár hefur hún verið í söngkennaranámi í Danmörku en hún útskrifaðist einmitt sem slíkur um þarsíðustu helgi. Birgittudúkkan kom út í kringum gullaldarskeið Írafárs. Hvernig er að vera eina íslenska poppstjarnan sem hefur verið framleidd sem dúkka? Það er alveg snilld. Þetta er búið að vera brandari frá því að ég fékk símtalið um hvort það mætti framleiða svona dúkku. Mér finnst þetta bara hrikalega fyndið og ég hugsaði það einmitt hvað það væri mikil snilld, þegar ég verð komin með mína lagningu í hárið og orðin krumpuð bolluamma, að geta sótt Birgittudúkkuna og sýnt barnabörnunum. Það verður alveg magnað. Þá verð ég örugglega alveg ótrúlega ánægð hvernig hún lítur út. Hún kom út rétt fyrir jól. Hvað gafstu mörgum þessa dúkku í jólagjöf? Ég verð nú að viðurkenna að ég gaf ábyggilega fjórar dúkkur, bara svona nánustu litlu frænkunum. En síðan á ég sjálf fimm dúkkur í bílskúrnum sem bíða betri tíma. Hvers saknar þú mest við þetta gullaldarskeið? Strákanna minna í bandinu. Á þeim tíma hittumst við upp á hvern einasta dag og vor- um bara alltaf saman eins og fjölskylda. Í dag hittumst við alveg í kaffi, förum út að borða og svona en bara alltof sjaldan. Ég væri til í að hafa þá bara alltaf hjá mér og búa saman í raðhúsi. Hvernig var að vera eina stelpan í bandinu? Það var ótrúlega gaman. Við fórum oft í langa tónleikatúra og það var hrikalega fyndið að vera ekki bara með fjórum strákum úr hljómsveitinni heldur var líka bílstjóri, rótari, ljósamaður og hljóðmaður – þetta voru allt karlmenn. Ég fékk að kynnast strákaheiminum betur og varð svolítill gaur sjálf. Meira að segja þegar þeir voru steggjaðir þá vildu þeir að ég yrði með, af því að ég var bara svona ein af strákunum, en ég gerði það nú ekki. Ég verð að viðurkenna að það var reyndar mjög oft súr lykt og margir úldnir og miklir aulabrandarar í gangi. Hvert er eftirminnilegasta gigg Írafárs? Það var ógeðslega gaman þegar platan Írafár kom út, þriðja platan, þá fórum við tónleikatúr út um allt land og vorum að spila í stærstu og flottustu húsunum á landinu. Það var æðislegur tími sem tónlistarmaður að fá að upplifa það að halda tónleika og taka bara þín lög og fólk situr og hlustar. Þú ert bara að hugsa um tónlist- ina en ekki að láta alla dansa. Það var allt önnur hlið og ótrúlega gaman. Sveitaballabransinn og tónleikabrans- inn, þetta er bæði skemmtilegt en mjög ólíkt. Annars er svo margt að ég gæti talið endalaust upp. Hvað er það klikkaðasta sem hefur komið fyrir þig á sviði? Það brotnuðu í mér framtennurnar svo ég leit út eins og Bjöggi Halldórs í tvo mánuði. Sem betur fer eru ekki til neinar myndir frá þessu tímabili. Það kom sem sagt stelpa upp á svið þegar ég var að syngja og var eitthvað að dansa með. Svo sló hún í míkrófóninn og hann braut í mér framtennurnar svo ég söng það ball með tárin í augunum. Það er nefnilega virkilega sársaukafullt þegar svona stór hluti af framtönnunum brotnar. Eftir ballið hljóp ég upp í búningsherbergi, brosti og hreinlega æpti. Önnur eftirminnileg saga er frá Akureyri þegar ég missti röddina og þurfti að öskra heilt ball með engri rödd. Það er ein versta tilfinning sem ég hef upplifað uppi á sviði, að standa og geta ekki sungið en þurfa að klára þína þrjá tíma. Fólk úti í sal hugsaði ábyggilega bara: „Hva, mikið er þetta léleg söngkona.“ Það var mjög óþægilegt. Hvað græddir þú helst á öllu þessu Írafári? Maður þroskaðist ofsalega mikið í tónlist og þetta var auðvitað bara skóli líka. Maður lærði helling af því að vera alltaf að prófa nýja hluti og hitta nýtt fólk. Eins með vináttuna, þarna eignaðist maður vini sem eru orðnir að minni fjölskyldu og munu alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Poppstjörnulífið var þó varla alltaf dans á rósum. Lentir þú í einhverju veseni? Þetta er náttúrlega svona hringiða sem maður velur sér svolítið sjálfur. Þú ferð ekkert í popphljómsveit þar sem þú spilar út um allt land ef þig langar síðan bara að vera heima og fela þig. Ef það voru einhverjar kjaftasögur þá var það bara hluti af þessu. Það var samt ofboðslega fyndið þegar maður var meðvitað farin að klæða sig niður og svona til að vera ekki stoppaður af einhverjum ókunnugum úti á götu. Það er asnalegt að segja frá þessu, en stundum gerði maður þetta ef maður var ótrúlega myglaður að skjótast út í búð á sunnudagsmorgni. Það er auðvitað alls konar ruglað lið sem sogast að fólki sem er mikið í fjölmiðlum og svona. Ég lenti í nokkrum einstaklingum sem eru ekki alveg heilir á geði og ég þurfti að fá hjálp til að koma þeim í burtu, ég viðurkenni það alveg. Hlærðu að einhverju af því í dag? Ég er með eina súra sögu. Ég pantaði mér oft pítsu frá sama fyrirtækinu, til dæmis á sunnudagsmorgni eftir langt gigg kvöldið áður. Oft var það sami sendillinn sem kom með matinn en maður var svo sem ekkert að spjalla við hann heldur bara borgaði. Einn daginn þá bankar þessi sendill hins vegar bara upp á hjá mér og er að kíkja í heimsókn með systur sína. Hann var ekki á vakt eða neitt, bara mættur í heimsókn. Ég bauð þeim nú samt ekki inn (hlær). Hefur fatastíll þinn haldist óbreyttur frá gullaldartíma bandsins? Hvað heldur þú? Nei, nei, en ég hef alltaf verið svolítið kamelljón. Ég elska að prófa nýja stíla, ég klæði mig ekkert upp í svart og læðist upp með veggjum. Ég er ljón og óttalega glysgjörn og fer bara í það sem mér finnst töff. Ég hef aldrei verið hrædd við hvað öðrum finnst, það er bara minn karakter. Það var oft talað um að þú værir að púlla indjána-týpuna. Var þessi týpa útpæld? Nei, alls ekki. Ég er náttúrlega bara dökkhærð með brún augu og dökka húð og var oft með fléttur. Svo var maður í loðstígvélum, en ég hef nú reyndar ekki séð marga indjána í loðstígvélum. Þetta gerðist alveg óvart. Ég var með sítt hár og þá er maður mjög lengi að hafa sig til. Hins vegar tók mig þrjár mínútur að setja tvær fléttur þannig að þetta var í raun bara praktík. Ég vaknaði, setti í tvær fléttur og svo bara út. Ég gat spilað heilu böllin án þess að hárið færi allt upp í loftið. Svo fannst mér þetta líka bara töff. Varstu ekki farin að sjá litlar stelpur herma eftir þér úti um allan bæ? Ég sá nú örugglega minnst af því en jú, jú, ég viðurkenni það að það var fyndið að hitta litlar dömur í „gallanum mínum“. Þú varst átrúnaðargoð margra stelpna hér á landi. Hvernig tilfinning er það? Það er bara skrýtið að hugsa til þess en þetta var í raun bara yndislegt og ég vona að ég hafi verið góð fyrirmynd. Mér finnst reyndar mjög fyndið, það voru til svona Írafár-aðdáendaklúbbar, hópar sem komu alltaf þar sem við vorum og maður þekkti andlitin og nöfnin á mörgum. Í dag sé ég þessar stelpur niðri í bæ og þetta eru bara orðnar gullfallegar konur og ég hugsa: „Eru þetta litlu stelpurnar sem voru að elta Írafár?“ Þær eru orðnar algjörar gellur í dag. Það er eiginlega skrýtnast, er virkilega liðið svona langt síðan? Þú lékst í Grease og einhverjum auglýsingum. Hugðist þú aldrei leggja leiklistina fyrir þig? Mér fannst ofsalega gaman að leika og það var æðislegur tími. Ég gæti alveg hugsað mér að leika meira en ég myndi aldrei vilja fara alla leið út í leiklistina, ástríðan liggur í tónlistinni. Hvernig var samt rígurinn á sveitaballamarkaðnum? Hataðir þú Skítamóral og Buttercup? Nei, ég átti náttúrlega kærasta sem var bæði í Írafár og Skítamóral þannig að það var mjög góður mórall þar á milli, enginn skítamórall. Svo voru strákarnir í Á móti sól ofsalega góðir vinir okkar, þannig nei. Við vorum alltaf bara ótrúlega ligeglad. Auðvitað heyrði maður oft sögur um einhverja samkeppni en aldrei af okkar hálfu. Þú lékst nú líka í Ávaxtakörfunni. Þú hefur kannski bara haldið boðskap hennar á lofti í sveitaballabrans- anum, að allir eigi að vera vinir? Já, en ekki hvað? Þegar þú byrjaðir í Írafár, mundu þá strákarnir eftir þér frá því þú varst Séð og heyrt-stúlkan? Alveg pottþétt, hver man ekki eftir því? Mér finnst það nú ólíklegt, en takk kærlega fyrir að minnast á það! Hvernig kom það til? Þegar það gerðist var ég sextán ára og bjó á Ísafirði og einhver ljósmyndari spyr hvort Ég lenti í nokkrum einstaklingum sem eru ekki alveg heilir á geði og ég þurfti að fá hjálp til að koma þeim í burtu, ég viðurkenni það alveg. Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is Árið 2003 var önnur hver íslensk stelpa með fléttur í hárinu þökk sé Birgittu Haukdal. Átta árum síðar, eftir brúðkaup og barneignir, hyggst hún snúa aftur með sólóplötu. Birgitta rifjar upp Írafárið og segir frá nýju plötunni og flutningum sínum til Barcelona. Langt milli Billans og Barcelona YFIRHEYRSLAN Fyrstu sex: 280779 Uppáhaldsstaður í heiminum: Hljóða- klettar, Húsavík og París. Uppáhaldsmatur: Sushi og sashimi. Uppáhaldstónlistarmaður: Ofsalega erfitt að gera upp á milli en ég varð „starstruck- ed“ þegar ég sá Andrea Bocelli og það segir manni nú eitthvað. Uppáhalds Írafár-lag: Það breytist ár frá ári og í dag er það Allt sem ég sé.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.