Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 9

Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 9
9FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Monitor „Viltu bítta?“ Á árunum 1992-1996 hófu Íslendingar að safna NBA-körfuboltamyndum í stórum stíl. Körfuboltamyndirnar höfðu verið framleiddar í Bandaríkjunum í marga áratugi en vinsældir þeirra jukust mjög bæði hér á landi sem og vestanhafs á tíunda áratugnum. Myndirnar sýna hina ýmsu körfuboltaleikmenn frá mismunandi tímum í NBA og eru sumar þeirra mjög verðmætar. Ungmenni Íslands fengu algjört æði fyrir myndunum og þú varst ekki maður með mönnum nema þú ættir að minnsta kosti 100 stykki. Sumir gengu langt í söfnuninni og hörðustu safnararnir áttu þúsundir mynda á hápunkti æðisins. Árið 1994 opnaði sérstakur markaður í Skeifunni fyrir körfuboltamyndasafnara þar sem myndirnar voru til sölu og hægt var að skiptast á myndum. „Er þitt stelpa eða strákur?“ Upprunalegu tölvugæludýrin nefnast Tamagotchi og voru fyrst framleidd í Japan árið 1996. Síðan þá hafa yfir 76 milljónir slíkra verið seld um heim allan og fjölmörg fyrirtæki hafa framleitt eftirlíkingar. Tölvugælu- dýrin voru geysivinsæl hjá grunnskólabörnum á Íslandi undir lok síðustu aldar. Sumir áttu mörg gæludýr og höfðu í umsjá sinni hunda, ketti og fugla en flestir létu sér nægja að fæða, svæfa og fara út að ganga með eitt tölvugæludýr. Tölvugæludýrin eru öll svipuð að gerð. Þau eru egglaga, með einum skjá og þremur hnöppum sem gera eigandanum kleift að halda lífi í gæludýrinu sínu. Ef eigandinn vanrækir dýrið er hætta á að það láti lífið sem getur verið mikið áfall fyrir samviskusama dýravini. Ef allt fer til fjandans er samt alltaf hægt að ná sér í blýant og endurræsa tölvugæludýrið með því að ýta á þartilgerðan hnapp aftan á því. Dracco–karlarnir eða Dracco–hausarnir eru litlar plastfígúrur sem urðu fyrst vinsælar í Dan- mörku. Dracco voru ekki lengi að gera innrás á Íslandi og þeir sem voru orðnir leiðir á að safna Pokémon fengu nýtt æði á silfurfati til að taka ástfóstri við. Til að eignast fleiri Dracco– karla brugðu margir á það ráð að harka upp á þá, oft í frímínútum. Þá kepptu tveir í einu og lögðu undir ákveðna Dracco–karla sem notaðir voru í harkinu. Harkið virkar þannig að sá sem getur kastað Dracco–karlin- um sínum nær tilteknum vegg, sigrar og fær Dracco–karl hins leikmannsins að launum. Einfalt og þægilegt. Flottustu Dracco–karlarnir voru glanshúðaðir eða „í foili“ og þóttu þeir verðmætustu. Oft var harkað upp á foil–karlana en flestir sem eignuðust slíkan tóku aldrei áhættuna á að missa hann. DRACCO „Hvað ertu með marga í foili?“ VONANDI LEYNIST EINHVER Í FOILI Í ÞESSUM POKUM ÞVÍ MINNA RISPAÐIR, ÞVÍ BETRI ERU DRACCO–KARLARNIR TÖLVUGÆLUDÝR ÞAÐ ÞARF AÐ ÞRÍFA UPP EFTIR ÞETTA DÝR TAMAGOTCHI- ÁHRIFIN Sálfræðingar nefndu sér- stakt hugtak í sálfræði eftir tölvugæludýrunum vinsælu. Tamagotchi-áhrifin lýsa sér sem tilfinningaleg tengsl manneskju við vélmenni, tölvur eða vélar. KÖRFUBOLTAMYNDIR ÁTT ÞÚ KÖRFUBOLTAMYNDIR Í KJALLARANUM? Þeir lesendur sem luma enn á gömlum og góðum körfuboltamynd- um ættu að kíkja á Netið því hægt er að selja sumar þeirra fyrir háar fjárhæðir. Það sem safnarar líta mest á þegar myndirnar eru verðlagðar er ástand myndanna, aldur þeirra, hversu sjaldgæfar þær eru og auðvitað hver er á myndinni. VERÐMÆT MYND AF JORDAN Á GULLÁRUNUM DÝRASTA KÖRFUBOLTAMYND SÖGUNNAR SELDIST FYRIR RÚMA 219 ÞÚSUND DOLLARA Á UPPBOÐI ÁRIÐ 2008

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.